Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2009

Syndaflóðið, setlög og steingervingar

Mófi og Sveinn voru að ræða syndaflóðið og setlög fyrir helgi (byrjar í færslu 45-46, get ekki linkað beint á það):

46Smámynd: Mofi

Sveinn, þú virðist hérna ganga út frá þeirri forsendu að það taki langan tíma að mynda setlög.  Sömuleiðis að árs langt flóð myndi aðeins eitt setlag en geti ekki myndað mörg ef ekki flest setlaganna.  Er ég að skilja þig rétt hérna?

Mofi, 30.10.2009 kl. 14:11 

Þar sem Mófi bannar mér að skrifa athugasemdir hjá sér og ég get ekki sent Sveini skilaboð (Drasl..) verð ég að svara þessu hér.  Er eftir allt með bullblæti

Mófi er þarna að vísa í eitt stórkostlegasta vísindaafrek sköpunarsinna, The Hovind Theory!, þar sem Kent Hovind heldur því meðal annars fram að syndaflóðið hafi orsakað öll þau setlög sem finnast í jarðveginum.  Hovind segir meira að segja sjálfur að það væri mjög auðvelt að prófa þetta, hver sem er gæti gert það í baðinu heima hjá sér.

En eins og sannur sköpunarsinni gerir hann það ekki, því ef hann gerði það þá kæmist hann að því að hann væri að bulla.

En Youtube notandi að nafni Potholer54Debunks framkvæmdi þessa tilraun og komst að hinu gagnstæða.  Það myndast bara eitt lag með grófara efni neðst og fínna efni efst, sem er í algera andstöðu við það sem finnst í raun og veru.

Ef Mófi vill standa við þessa kenningu skal hann endilega framkvæma rannsókn og birta okkur gögnin, forsendur og niðurstöðurnar, þar sem engin sköpunarsinni virðist hafa nennt að gera það hingað til.  Þangað til er hann bara að bulla.

Myndband 2 fjallar svo um aðrar barnalegar hugmyndir sköpunarsinna um það hvernig steingervingar dreifast milli setlaga.

Alheims-syndaflóð ekkert nema bull og óskhyggja í sköpunarsinnum að reyna að finna einhver ummerki eftir það.  EKKERT í jarðfræði styður þetta bronsaldar ævintýri, alveg sama hvað sköpunarsinnar skálda upp.

 

 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband