Bloggfærslur mánaðarins, desember 2009

Svona gæti atvinnuauglýsing hjá Discovery Institute hljómað

Wanted: Research Scientist.
Duties: Communicate our vision of science to the public through church lectures, popular books published by religious publishers, opinion pieces, and staged debates.
Perks: No long hours in the lab. No submissions to peer-reviewed science journals required. No presentations of data at science conferences necessary.
Requirements: Good hair & smile. Ability to utter contradictory and absurd statements without flinching is a must.
Education: B.A. in Marketing, Leadership Studies or Political Science preferred. Will accept a J.D. if we get really desperate.
Previous Experience: Positions in used-car sales, ambulance chasing, or advertising are helpful.
Salary: Commensurate with experience, and dependent on the generosity of our donors.
Contact:1-800-BUL-LSHI

Nýjasta útspil Discovery Institute er Why are darwinists scared to read Signeture in the Cell? sem þýðir væntanlega að hún er ekki að seljast nógu vel og því þurfi að vekja meiri athygli á henni.

Á standupforREALscience blogginu er velt fyrir sér alvöru spurningum um þessa bók, eins og afhverju gaf Meyer út bók til að selja almenningi en gaf ekki út vísindagrein og fékk hana birta í alvöru vísindariti?  Kannski af því að hann hefur engin haldbær gögn til að styðjast við og öll þessi augljósu merki hönnunar sem hann greinir allt í kringum sig eru ekki til nema í hausnum á honum.

Vísindamenn lesa vísindagreinar, ekki bækur.

Reyndar gefur titill bókarinnar, Signeture in the Cell, ágætis hugmynd af fyrstu vísindagrein sköpunarsinna;

Ef vitrænn hönnuður skapaði lífið hefur hann skilið eftir sig ummerki í hverri frumu sem þjónar engum öðrum tilgangi en skilja eftir sig ummerki um hönnuðinn, einhverskonar undirskrift.

Hvernig væru að þeir einbeittu sér að því að rannsaka þetta til hlítar og birta svo ritrýnda greinagerð ásamt öllum gögnum.  Ekki gefa út bók og selja almenningi hefur upp til hópa ekki nóga þekkingu til að greina milli þess sem er stutt af gögnum og þess sem er persónuleg skoðun eða ályktun höfundar.

Þetta er svo ótrúlega flókið að það hlýtur einhver svakalega gáfaður hönnuður að hafa skipulagt þetta allt

Eru ekki gild rök.

Við hvað eru sköpunarsinnar hræddir?


Arthúr: LHC og sögulegar endurtekningar

Athúr (www.fjandinn.com) er alger snilld.

Það er til fólk sem heldur því fram að tilraunir með LHC munu þýðja endalok alheimsins en vísindamenn CERN keppast um að sannfæra fók um að öllu sé óhætt (sjá Wiki: Safety of particle collisions at the Large Hadron Collider). 

En hvað ef 'neikvæðaliðið' hefur rétt fyrir sér?


Ray Comfort verður trúuðum til skammar.. einu sinni enn.

Ray Comfort er óheiðarlegt merkikerti.

truth-777815

Nýlega fékk hann þá 'snilldar' hugmynd að endurútgefa bók Darwins, Um uppruna tegundanna, og gefa háskólanemendum hana endurgjaldslaust (í útvöldum háskólum í Norður Ameríku).

'Snilldinn', að hans mati, var fólgin í því að hann bætti við 50 blaðsíðna inngangi þar sem hann notaði allan þekktan og marg hrakinn sköpunarsinna áróður til þess að rakka niður persónu Darwins og þróunarkenninguna.  Svona eins og að halda því fram að Hitler hafi verið trúleysingi og að þróunarkenning Darwins hafi einfaldlega verið aðal orsök gyðingaofsókna Nasista.  Sem er náttúrulega bull, Hitler var kaþólskur og minnist hvergi á Darwin í ritum sínum eða ræðum.

En nú hefur komið í ljós að hluti af inngangi Comfort's var stolið nánast orðrétt frá Stan Guffey nokkrum, líffræði kennara við Háskólann í Tennesee.

Ef ég man rétt þá er Ray Comfort að brjóta tvö boðorð hérna;

7. Þú skalt ekki stela.

8. Þú skalt ekki bera ljúgvitni gegn náunga þínum.

Og er því væntanlega á hraðferð til helvítis.

Það versta er að það er alveg hellingur af trúuðum einstaklingum sem gleypa við öllu sem Comfort bullar og sér ekki ástæðu til þess að efast eða yfirleitt athuga með heimildir.

 

Ítarefni:


ruv.is: 74% vilja aðskilnað ríkis og kirkju

74% vilja aðskilnað ríkis og kirkju

Ólafur Jóhannsson, formaður Prestafélags Íslands segir að fólk átti sig ekki á hve mikill aðskilnaðurinn er nú þegar.

Ólafur áttar sig greinilega ekki á því að 74% landsmanna þykir það einfaldlega ekki nóg.

Sjá :  RÚV, Capacent: Aðskilanaður ríkis og kirkju.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband