Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2009
Nú, auðvitað með því að láta sem enginn hafi svarað öllum kjánalegu spurningunum þeirra um hvernig heimurinn virkar án yfirnáttúrulegrar aðkomu. Gott dæmi um þetta er Youtube notandinn QQQQQQ.. man ekki hvað það voru mörg Q, sem segist spyrja spurninga sem engin 'darwinisti' getur svarað. Og náttúrulega telur hann ekki öll svörin með.
Nákvæmlega sömu taktar og hjá ónefndum moggabloggara sem ásakar mig svo um skítkast fyrir að benda á það hvernig hann hegðar sér.
Heimskuleg hönnun
29.8.2009 | 15:13
Sumir halda að heimurinn sé einhvern veginn hannaður af einhverri vitsmunaveru. Að allt í heiminum sé of flókið til að geta 'bara gerst' án þess að það sé einhver óskilgreind vitund (oftast guð reyndar) sem stýri ferlinu, amk. komi því af stað, og gefi hlutum tilgang.
En, ef þið spáið í því þá eru sumir hlutir alveg ótrúlega heimskulegir.. amk. hefði ég gert margt miklu betur þó ég segi sjálfur frá.
Stupid Design:
Stupit Design 2:
Alheimurinn (og allt sem er í honum) ber ekkert sérstaklega merki um vitræna eða gáfulega hönnun.
Veit að það er ljótt..
28.8.2009 | 10:04
.. en hver er munurinn á þessum og svo öllum hinum sem tala við guð?
Afhverju eru þeir sem tala við guð í dag álitnir veikir á geði (svona burtséð frá mannráninu og nauðgununum) en þeir sem töluðu við guð fyrir +2000 árum síðan eru kallaðir spámenn.
Í biblíunni er líka talað um að guð leyfi mönnum að ræna konum frá óvinum sínum, halda þeim föngum í eitt ár og svo mega þeir taka sér þær fyrir konur.
Fallegur boðskapur það.
Telur sig sendiboða Guðs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Punctuated equilibrium - svar til Mófa
26.8.2009 | 15:21
Mófi bannar mér að geta athugasemdir við bloggið sitt svo ég svara honum bara hér.
Í nýjustu færslu sinni er hann að vekja athygli á 'heimildarmyndinni' "Darwins dilema" sem gefin er út af fyrirtæki sem virðist vera skúffufyrirtæki fyrir Discovery Institute, stofnun sem hefur það eitt takmark að berjast gegn þróunarkenningunni.
Þegar Darwin setti fram þróunarkenninguna sá hann fyrir sér að lífverur breyttust hægt og í litlum skrefum. Það höfðu hinsvegar ekki fundist steingervingar sem endurspegluðu alla þessa fjölbreytni eins og Darwin réttilega bendir á í einu uppáhalds quote-mine allra sköpunarsinna:
Why is not every geological formation and every stratum full of such intermediate links? Geology assuredly does not reveal any such finely graduated organic chain; and this is the most obvious and serious objection which can be urged against the theory.
Ef þetta er lesið úr samhengi virðist vera stór galli við þróunarkenninguna sem Darwin hafi verið meðvitaður um. En, skoðað í samhengi sést að Darwin áleit þetta í raun ekki vandamál heldur væri einfaldlega ekki hægt að gera ráð fyrir því að finna alla steingervinga:
The explanation lies, as I believe, in the extreme imperfection of the geological record.
Sköpunarsinnar gleyma hinsvegar alltaf að minnast á þetta síðasta (sjá td. Fleirri tilnefningar til gullnu krókóandarinnar) sem kemur í beinu framhaldi af fyrra quote-inu, bara næsta setning.
Síðan eru liðin 150 ár.
Sköpunarsinnar vilja halda að ekkert nýtt hafi komið fram síðan þá.
Darwin hafði ekki rétt fyrir sér um allt og annað vissi hann einfaldlega ekki um, td. DNA. Það þýðir ekki að hann hafi haft rangt fyrir sér um allt. Í þessu tilfelli hafði hann þó rétt fyrir sér 'jarðsagan' (e. geological record) er langt frá því að vera eitthvað fullkomin og það er mjög ólíklegt að það eigi eftir að finnast steingerðar leifar allra lífvera sem nokkurn tíman hafa verið til. Einnig myndast steingervingar aðeins undir ákveðnum aðstæðum og svo er líkamsbygging margra lífvera þannig að hæpið er að líkamar þeira steingervist yfir höfuð.
Einnig hafa margir aðrir betrum bætt þróunarkenninguna síðan Darwin var uppi með því að bæta við því sem vantaði (td. DNA, genaflökt) og komið með betri kenningar um ákveðna hluti heldur en Darwin setti fram. Ein slík er Punctuated equilibrium, sem gengur út á það að þróun sé ekki jöfn og samfelld heldur taki stór stökk. Slík kenning útskýrir Darwin's dilema alveg ágætlega.
Sköpunarsinnar vilja blása þetta upp eins og það sé gríðarmikið óútskýrt vandamál við þróunarkenninguna en á sama tíma er vandamálið ekki til staðar. Eina vandamálið er að sköpunarsinnar eru fastir í 150 ára gömlum ummælum mans sem vissi ekki allt sem vitað er í dag og fastir í 2000 ára gömlum munnmælasögum fólks sem vissi en þá minna en skáldaði bara í eyðurnar.
Á 150 árum hefur ýmislegt gerst og hundruðir ef ekki þúsundir líffræðinga og annarra rannsakað þróun og allt sem henni tengist. Enginn hefur fundið (sem stenst skoðun) neitt sem sýnir fram á að þróunarkenningin sé röng.
Ég veit ekki með metnað vísindamanna en mesti heiður sem þeim hlotnast hlýtur að vera að; fá viðurkennda kenningu með sínu nafni, fá Nóbelsverðlaun (eða sambærilegt) og kannski vera gerður að heiðursdoktor í virtum háskóla. Sá vísindamaður sem gæti með einhverju hætti afsannað þróunarkenninguna myndi líklega hljóta allt þetta og meira til, hvatinn er fyrir hendi og margir hafa örugglega viljann. Og besta sem sköpunarsinnar geta dregið upp er 150 ára quote-mine í Darwin sjálfann.
Fleirri tilnefningar til gullnu krókóandarinnar
26.8.2009 | 12:07
- Mike Riddle (sköpunarsinni) og Youtube notandin Emptywithoutjesus fyrir dæmigert sköpunarsinna quote-mine í Darwin.
- Lee Stroebel fyrir að bulla um að vísindamenn efist um þróun og Abiogenesis rannsóknir, vísar í þá elstu en minnist ekkert á nýrri rannsóknir sem gefa betri niðurstöður.
- Sincitypreacher aftur fyrir að quote-a Newton sem rök fyrir því að heimurinn þarfnist hönnuðar.
Snilldar komment í lokin frá Emptywithoutjesus, heilinn í börnunum hans myndi steikjast ef þau þyrftu að læra um eitthvað nýtt.. þess vegna fara þau í einkaskóla (væntanlega kristinn og læra um biblíuna).
Fyrstu tilnefningar til gullnu krókódlílandarinnar
26.8.2009 | 11:32
Youtube notandin Potholer54Debunks hefur stofnað til verðlauna afhendingarinnar "Golden CrocoDuck" þar sem aðrir notendur geta tilnefnt sköpunarsinna fyrir einhver snilldar tilþrif (eins og að láta sér detta það í hug eitthvað eins og crocoduck) og svo þegar tilnefningar liggja fyrir er svo hægt að kjósa.
Í gær komu fyrstu tilnefningarnar:
- Ray Comfort fyrir að viðurkenna að hann veit ekkert um banana á sama tíma og hann kvartar yfir því að engin taki mark á því sem hann segir (engir nema aðrir sköpunarsinnar þe.)
- Don Patton fyrir bull og rangfærslur um stökkbreytingar og að tala við hundinn sinn og eiga talandi kött.
- Youtube notandi Sincitypreacher fyrir rangar alhæfingar um þróuna sem sýnir að hann veit ekkert hvað hann er að tala um.
- Earl Tilford fyrir venjulega and-þróunar áróðurinn að "survival of the fitest" þýði í raun "survival of the strongest".
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 11:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hvað er vitræn hönnun (intelligent design) ?
21.8.2009 | 11:43
Þeir sem aðhyllast vitræna hönnun (ID) segjast vera að leita af 'bestu' útskýringunni á því hvernig líf myndaðist á jörðinni. Valmöguleikarnir eru ekki svo margir (endilega bendið mér á ef þeir eru fleiri):
- Guð (eða eitthvað annað yfirnáttúrulegt fyrirbæri) gerði það
- Abiogenesis
- Geimverur gerðu það
(sköpunar sinna halda reyndar að nr. 2 sé 'guðleysis darwinismi' en þróunarkenningin segir í raun ekkert um það hvernig fyrstu lífverurnar urðu að lífverum, heldur bara hvernig fyrstu lífverurnar þróuðust í aðrar lífverur)
Ef þú gengur á ID-sina og spyrð hann hvort þetta sé ekki bara yfirskyn fyrir sköpunartrú neita þeir því staðfastlega, svo við skulum útiloka nr. 1. Allir ID-sinnar hafna því að náttúrulegir ferlar geti skapað líf svo við getum hafnað nr. 2 líka. Eftir stendur nr. 3; Geimverur komu til jarðarinnar, notuðu einhverja tækni til að hanna allar lífverur; dýr, plöntur, bakteríur.. alles.
En það vekur hinsvegar upp aðra spurningu (reyndar nokkrar); hvaðan komu geimverurnar? Þær eru ekki yfirnáttúrulegar, einhverstaðar koma þær frá og einhvern vegin urðu þær til. Möguleikarnir eru:
- Guð gerði það
- Abiogenesis
- Geimverur gerðu það
Okey, við vorum búin að útiloka nr. 1 og nr. 2 þannig að það voru aðrar geimverur (B) sem komu og bjuggu til geimverurnar (A) sem bjuggu okkur til.
En hvaðan komur geimverur B?
- Guð gerði það
- Abiogenesis
- Geimverur gerðu það
Og svo framvegis og svo framvegis.
Heimurinn er hinsvegar takmarkaður í tíma, það eru 'bara' ~13,7 miljarðar ára síðan hann 'varð til', svo að á einhverjum tímapunkti urðu til verur þegar það voru ENGAR aðrar lífverur í heiminum fyrir, þetta voru fyrstu verur alheimsins. Hvaðan komu þær?
- Guð gerði það
- Abiogenesis
- Geimverur gerðu það
En núna getum við útilokað nr. 3, það voru ENGAR aðrar lífverur til í öllum alheiminum. ID-sinnar útiloka nr. 2, náttúrulegir ferlar geta ekki áorkað neinu (segja þeir), hvað stendur þá eftir?
- Guð gerði það
AbiogenesisGeimverur gerðu það
Þannig að vitræn hönnun snýst þá eftir allt saman um 'guð gerði það', samt þræta þeir fyrir það og reyna að draga upp einhver vísindi til að útskýra (sanna) hið yfirnáttúrulega. Það virkar hinsvegar ekki því vísindi geta ekki útskýrt hið yfirnáttúrulega, ef þau gætu það þá væri það ekki yfirnáttúrulegt lengur.
Bygginarefni lífs (ammíno sýrur) finnst í halastjörnu
20.8.2009 | 14:07
NASA hefur staðfest að fundist hafa amínósýrur (glycine) í sýnum sem tekin voru úr hala halastjörnunar Wild-2, sem tekin voru 2. janúar 2004 með því að láta gervihnött fljúga í gegnum halann (Stardust mission). Þeir staðfestu með mælingum á carboni að glycine-ið sem fannst er ekki upprunið frá jörðinni og sýnið er því ekki 'mengað'.
Glycine er ein af 20 amínósýrum sem algengt er að finna í próteinum og fundur þess í geimnum styður þá tilgátu að byggingarefni lífs séu tiltölulega algeng og aðgengileg og jafnframt að líf fyrir finnst annarstaðar í himingeimnum en á jörðinni.
Það skemmtilega við þennan fund er að hann er í algeri mótsögn við þau rök sköpunarsinna að líf á jörðinni (og jörðin sjálf) sé eitthvað sérstakt fyrirbæri og að þau efni sem líf þarfnast geti ekki myndast með náttúrulegum ferlum.
Frekara lesefni um sömu frétt:
Upphitun fyrir Zeitgeist: Addendum
20.8.2009 | 10:11
Mig grunar, sérstaklega í ljósi aðstæðna á íslandi (algers hruns fjármálamarkaðarins), að margir eigi eftir að æsa sig upp yfir Zeitgeist: Addendum sem sýnd verður í sjónvarpinu á sunnudaginn 23. ágúst klukkan ellefu.
Mikið af því sem haldið er fram í myndinni er hinsvegar vafasamt og jafnvel beinlínis rangt.
Mæli því með að fólk kíki á Conspiracy Science síðuna (eða bara googla "Zeitgeist debunked") þar sem farið er yfir efni myndarinnar og dregið fram hvað sé bull og hvað sé ekki bull, með vísun í heimildir. Skil eiginlega ekki hvað RÚV er að sýna þessa mynd því það eru örugglega til betri og vandaðri umfjallanir um fjármálaheiminn, kreppuna eða hvað sem þeir vilja vera að fjalla um.
Þess má geta að fyrri myndin, Zeitgeist (umfjöllun á Conspiracy Science), er einnig uppfull af rangindum og samsæriskenningum sem eiga sér enga eða litla stoð í raunveruleikanum. Bloggarinn Guðsteinn Haukur fjallaði td. nýlega um úttekt Zeitgeist á trúarbrögðum: Zeitgeist myndin - satt eða logið?.
Myndirnar eru samt vel gerðar (fyrir utan frjálslega meðferð á heimildum) og skemmtilegar áhorfs ef maður hefur áhuga á slíku.
Sjónvarp | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)