Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2010
Vantar ekki '?' í fyrirsögnina?
27.4.2010 | 16:19
Af fyrirsögninni að dæma er þarna loksins búið að finna leyfar arkarinnar, en megin mál fréttarinnar dregur heldur úr.
Eins og Nicholas Purcell, kennara í fornaldarsögu við háskólann í Oxford, bendir á er þetta ekki í fyrsta skipti sem einhver þykist hafa fundið örkina þarna. Einna frægastur er Ron Wyatt en jafnvel bókstafstrúaðir sköpunarsinnar hafa afskrifað hann sem svikahrapp.
Verður spennandi að sjá hvort mbl.is á eftir að fylgja þessu máli eitthvað eftir, sérstaklega ef þetta reynist svo vera bull.
Örkin hans Nóa fundin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 16:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)