Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

ruv.is: 74% vilja aðskilnað ríkis og kirkju

74% vilja aðskilnað ríkis og kirkju

Ólafur Jóhannsson, formaður Prestafélags Íslands segir að fólk átti sig ekki á hve mikill aðskilnaðurinn er nú þegar.

Ólafur áttar sig greinilega ekki á því að 74% landsmanna þykir það einfaldlega ekki nóg.

Sjá :  RÚV, Capacent: Aðskilanaður ríkis og kirkju.


Eru þín sóknargjöld notuð til góðs?

Skoðum þetta aðeins í samhengi:  Sóknargjöld eru 13.274kr á ári fyrir hvern þann sem er skráður í trúfélag.

Það fara því árs sóknargjöld 120,5 manns í það að borga bætur fyrir það að biskup var að misnota aðstöðu sína til að hygla tengdasyninum.

Það fara sóknargjöld 1506,7 manna í að borga séra Gunnari 20 miljónir fyrir að hætta þessum uppsteit og láta sig hverfa án þess að valda biskup meira veseni, sóknargjöld 2260 manna ef það er rétt að séra Gunnari hafi verið boðnar 30 miljónir.

Mig langar nú bara að vita hvort það mæti um 2260 manns eða fleirri í messur á sunnudögum á landinu öllu.

Á sama tíma er lögreglan undirmönnuð, landhelgisgæslan í fjársvelti, uppsagnir á spítölum, niðurskurður í menntakerfinu (skólum).

Ef ég væri ekki þegar búinn að skrá mig utan trúfélaga myndi ég gera það núna.

Tekur þú þátt í svona rugli?


mbl.is Prestur fær dæmdar bætur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gleðilegt guðlast!

Í dag er alþjóðlegur guðlast dagur.  Mitt framlag er: 

Ég trúi ekki á guð.

Viðeigandi, þar sem ég skráði mig (með aðstoð) úr þjóðkirkjunni í gær.  Skýlaust brot á 1. boðorðinu, flokkast sem guðlast, og samkvæmt boðum biblíunnar ættu nú allir kristnir að sameinast og grýta mig til bana:

Þriðja Mósebók: 13Og Drottinn talaði við Móse og sagði:  14"Leið þú lastmælandann út fyrir herbúðirnar, og allir þeir, er heyrt hafa, skulu leggja hendur sínar á höfuð honum, og því næst skal allur söfnuðurinn grýta hann.  15Og þú skalt tala við Ísraelsmenn og segja: ,Hver sá, er formælir Guði sínum, bakar sér synd.  16Og sá er lastmælir nafni Drottins, skal líflátinn verða. Allur söfnuðurinn skal vægðarlaust grýta hann. Hvort heldur er útlendur maður eða innborinn, lastmæli hann nafninu, skal hann líflátinn.

Reyndar er það að trúa ekki á guð eina syndin sem er ekki fyrirgefin. 

30. september 2005 er dagurinn sem, nú frægu, Múhameðs teikningar birtust sem móðguðu víst alla múslima (amk. þessa bókstafstrúuðu) um allan heim.  Hópur fólks sem berst fyrir málfrelsi, trúfrelsi og mannréttingum hefur því stofnað herferð sem miðar að því að gera daginn, 30. sept,  að alþjóðlegum guðlast degi.

Guðlast er sem betur fer ekki bannað á íslandi en það er bannað td. bannað að gera hæða trúarbrögð:

125. mgr. almennra hegningarlaga 19/1940: Hver, sem opinberlega dregur dár að eða smánar trúarkenningar eða guðsdýrkun löglegs trúarbragðafélags, sem er hér á landi, skal sæta sektum eða [fangelsi allt að 3 mánuðum]. Mál skal ekki höfða, nema að fyrirlagi saksóknara.

Spaugstofumenn voru td. kærðir fyrir guðlast, minnir mig amk. (opinber rannsókn fór fram, samkvæmt wiki), fyrir að gera grín að síðustu kvöldmáltíðinni 1997 eftir kvörtun þáverandi biskups.

Því miður er það ekki allastaðar svoleiðis td. eru lög sem banna guðlast við lýði í Írlandi.  Það er því brýnt fyrir alla vesturlanda búa sem hneyksluðust á viðbrögðum múslima vegna skopteikninganna að líta sér nær, það er ekki bara í löndum múslima sem bókstafstrú hefur troðið sér inn í löggjöfina.

Þakka DoctorE fyrir að minna mig á þetta, annars hefði ég líklega alveg gleymt að guðlast í dag.

International Blasphemy Day

What is Blasphemy Day?

Guðlast á íslandi

Er guðlast bannað með lögum?


Kristinn kærleikur og umburðarlyndi?

Ýmsir þingmenn demókrata og stjórnmálaskríbentar hafa einnig bent á tilhneigingar sem nú verður vart og varað við þeim. Þar á meðal eru frammíköll, ógnanir og prestar sem leiða söfnuði sína í bæn fyrir því að Obama deyi.

Hérna er einn af þessum prestum sem um ræðir: 

Klikkað lið.. með byssur.

Svona menn skemma algerlega fyrir hófsamari (nánast allir trúaðir eru hófsamari en þessi) trúuðum sem eru að reyna að fegra boðskap biblíunar og vilja meina að hún boði ekkert nema gott.

Þessi prestur, eða pastor á ensku, notar biblíuna til að 'sanna' að guð deili hatri hans á Obama og nú eru meðlimir í söfnuði hans byrjaðir að taka upp á því að mæta með byssur á mótmæla samkomur gegn Obama.  Ef Obama verður skotinn af einhverjum öfgatrúarvitleysingi, ætli þessi maður þurfi að sæta ábyrgð?

Reyndar er þetta samskonar 'aðferð' og hefur valdið því að þónokkrir læknar sem framkvæma fóstureyðingar hafa verið drepnir.  'Prestarnir' bölva þeim í kirkjunum, í fréttunum, á Youtube, eða bara hvar sem þeir geta.  Og svo þarf ekki nema einn klikkhaus með byssu sem virkilega trúir því að hann sé að framfylgja vilja guðs, það er jú það sem predikararnir hafa sagt honum, og BAMM.


mbl.is Kynþáttahatur er undirrótin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband