Færsluflokkur: Menntun og skóli

Til varnar ALVÖRU vísindum, nr. 3

Til varnar ALVÖRU vísindum, nr. 1 og Til varnar ALVÖRU vísindum, nr. 2

Um 8% af genamengi manna eru leifar af svokölluðum ERV vírusum, vírusar geta 'stungið' sínu erfðaefni inn í erfðaefni hýsils.  Ef genamengi manna og simpansa er borið saman kemur í ljós að finna má erfðaefni úr ERV vírusum á nákvæmlega sama stað, sama á við fleiri tegundir mannapa.  Samkvæmt þróunarkenningunni og hugmyndinni um sameiginlegan forföður er það vel útskýranlegt með sameiginlegum uppruna.  Sameiginlegur forfaðir 'áskotnaðist' gen vírussins sem dreifðust svo til allra afkomna tegunda.

Að halda því fram að óskyldar tegundir, fleiri en tvær, hefðu allar 'áskotnast' gen sama ERV vírussins á nákvæmlega sama stað sitt genamengi er stjarnfræðilega ólíklegt.

Í meðfylgjandi vídeói er farið yfir það hvernig menn uppgötvuðu þetta, hvernig þróunarkenningin útskýrir þetta og hvernig það allt styður að menn og mannapar eigi sameiginlegan forföður.


Til varnar ALVÖRU vísindum, nr. 2

Framhald af: Til varnar ALVÖRU vísindum, nr. 1.

C-vítamín, eða skortur á því, er ekki alveg það fyrsta sem manni dettur í hug sem staðfesting á sameiginlegum forföður stakra tegunda og þar með enn ein staðfestingin á þróunarkenningunni.

Mannslíkaminn getur ekki framleitt C-vítamín, það sama á td. við simpansa og naggrísi, svo við verðum að bæta það upp með fæðu.  Án C-vítamíns þá veikist manneskja (sjá Scurvy) og deyr að lokum.  DNA rannsóknir hafa leitt í ljós að orsakir skorts á C-vítamíns framleiðslu er gena 'galli' og að það sé nákvæmlega sami gena 'galli' í mönnum og simpönsum (og öðrum öpum með þennan galla), sem bendir sterklega til þess að gallinn sé erfður frá sameiginlegum forföður.  Rannsóknir hafa einnig sýnt fram á að það er annar gena galli sem veldur því að naggrísir geta ekki framleitt C-vítamín, sem styður einnig við þróunarkenninguna því það er mun lengra í sameiginlegan forfaðir manna og naggrísa.  Ítarlegri umfjöllun um þetta í vídeóinu og myndrænni framsetning, um hvernig alvöru vísindi virka.

Ítarefni með vídeói: Prediction 2.3: Molecular vestigial characters


Til varnar ALVÖRU vísindum, nr. 1

Þetta kann að hljóma eins og No-true Scotsman rökvilla svo er reyndar ekki.  Það eru til gervivísindi sem eru ekki unninn samkvæmt viðurkenndum aðferðum, draga ályktanir sem eru í engu samræmi við gögnin sem liggja fyrir, framkvæma jafnvel engar rannsóknir til að fá gögn til að vinna úr heldur skálda bara eitthvað út í loftið.

Ein slík gervivísindi eru vitræn hönnun, sem snúast að mestu um það að líf sé svo flókið að það geti ekki átt sér náttúrulegar orsakir, því hljóti einhver ofurgáfaður hönnuður (lesist guð) búið allt til.  Samkvæmt þeirra kenningum er svarið við öllu 'guð gerði það'.  Hver sá sem er að rannsaka eitthvað getur á hvaða tímapunkti sem er stoppað og gefið sér að niðurstaðan sé 'guð gerði það'.  Jafnvel væri hægt að segja að það þurfi í raun ekki að rannsaka neitt því allir vita að 'guð gerði það'.  Mjög vísindalegt allt saman.  Svo eyða þeir allri sinni orku í ófrægingar herferðir gegn þróunarkenningunni og persónu Darwins en hafa ekki lagt fram eina einustu rannsókn sem styður þeirra 'kenningu'.

Og þessi er nú verið að reyna að lauma inn í almennings skóla í BNA sem alvöru vísindum og undir yfirskyninu 'teach both sides'.  Í raun er bara verið að reyna að opna fyrir yfirnáttúru í vísindum.

Sem betur fer eru ekki allir sem sætta sig við það.  Einn slíkur er Jeremy Mohn, líffræði kennari.. og trúaður (sem sagt ekki 'guðleysis darwinisti'), sem heldur út vefsíðunni Stand up for REAL science og hefur sett nokkuð góð myndbönd inn á Youtube undir nafninu standup4REALscience

Í fyrsta vídeoinu fer hann yfir það hvernig DNA rannsóknir staðfesta með óvefengjanlegum hætti skyldleika manna og apa, sem er eitt gott dæmi sem staðfestir þróunarlíffræði og þróunarkenninguna.

Menn hafa 46 litninga (par af 23 litingum) en okkar nánustu ættingjar, mannapar (great apes), hafa 48 litninga (par af 24 litningum).  Venjulega mætti halda að það staðfesti óskyldleika manna og apa, nema það væri hægt að finna einn litning í mönnum sem væri samsettur úr tveim litningum úr öpum.  Í videoinu er farið vel í hvernig þetta virkar, hvernig þetta var staðfest, og hvernig þetta er í samræmi við þróunarkenninguna.

Ítarefni um videoið: The Importance of Theories


11 'opnar' greinar úr Science varðandi Arda (Ardipithecus ramidus)

(Upplagt tækifæri fyrir Mófa, og aðra sköpunarsinna, til að nálgast alvöru heimildir.. ekki bara frá áróðursíðum Answers in Genesis og Discovery Institute.  Kynna sér báðar hliðar muniði.)

Í tölublaði Science sem kom út 2. október síðastliðinn voru ellefugreinar tileinkaðar rannsóknum á Arda, 4.4 miljón ára gömlum steingervingum af mannapa og hugsanlega sameiginlegum forföður nútímamanna og simpansa.

Vanalega þarf að borga fyrir áskrift eða einstaka greinar hjá Science en þeir hafa gert allar ellefu greinarnar aðgengilegar fyrir hvern sem er á netinu.

Sjá: Science - Ardipithecus ramidus

Uppruni lífsins: Skyldu mæting og skyldu hlustun fyrir Mófa og aðra sköpunarsinna

(Þar sem Mófi bannar mér að skrifa athugasemdir hjá sér beini ég þessu bara til hans hér.)

Sköpunarsinninn hann Mófi er mikill andstæðingur 'guðleysis darwinisma', án þess að sýna þess mikil merki að hann viti hvað hann er að tala um.  Eitt af því sem hann tjáir sig oft um er uppruni lífs (sem hafði þannig séð ekkert með kenningar Darwins að gera) þar sem hann tekur alla sína vitneskju af áróðursíðum sköpunarsinna, eins og td. AiG sem endar alla sína 'rökfærslur' á að biblían sé eina rétta heimildin og því hljóti allt annað að vera rangt ef það stangast á við biblíuna.

Á morgun er fyrirlestur um uppruna lífs, Hvernig varð lífið til?, í Háskóla Íslands þar sem farið verður yfir ýmsar mismunandi kenningar líffræðinar um uppruna lífs, raunverulegu vandamálin sem þessar kenningar standa frammi fyrir og hvað það er í alvöru sem vísindamenn, sem rannsaka þetta viðfangs efni, eru ósammála um.

Tengt efni af Stjörnufræðivefnum:

Vísindaþátturinn 29. september 2009 - 44. þáttur -
Uppruni lífsins

Hvernig varð lífið á jörðinni til? Guðmundur Eggertsson, prófessor í líffræði, reyndi að svara þessari spurningu auk annarra sem tengjast lífi í alheimi.

Ítarefni

Kemst því miður ekki sjálfur en held að það yrði mjög fróðlegt fyrir Mófa og aðra sköpunarsinna að hlýða á þetta.  Kynna sér hina hliðina.. frá hinni hliðinni (en ekki AiG eða DI).


Way of the Master gefa sérstaka útgáfu af Þróunarkenningu Darwins

Bættu bara við 50 blaðsíðna kafla, skrifaðan af Ray Comfort, með upptalningu á öllum helstu sköpunarsinna rangfærslunum um Darwin og þróunarkenninguna þar með talið:

  • Að Adolf Hitler hafi byggt sínar öfga-hugmyndir á þróunarkenningu Darwins
    Reyndar er ýmislegt sem bendir til þess að gyðingafordómar Hitlers sé komið frá Luther.  Fyrir utan að þótt það væri rétt þá breytir það engu um að þróunarkenningin er það besta sem við höfum til að lýsa því ferli hvernig lífverur breytast til aðlagast umhverfi sínu.  Survival of the fittest er ekki það sama og Survival of the strongest.
  • Að Darwin hafi verið kynþátta hatari
    Getur vel verið að Darwin hafi haft einhverjar ranghugmyndir um íbúa 'þriðjaheimsins', það var mjög algengt á hans tíma.  Það breytir hinsvegar engu um að þróunarkenningin er það besta sem við höfum til að lýsa því ferli hvernig lífverur breytast til aðlagast umhverfi sínu.
  • Að Darwin hafi fyrirlitið konur
    Þekki ekki Darwin persónulega nógu vel til að geta svarað þessu, en Ray Comfort getur örugglega dregið fram einhver sköpunarsinna quote-mina.  En og aftur breytir það hinsvegar engu um að þróunarkenningin er það besta sem við höfum til að lýsa því ferli hvernig lífverur breytast til aðlagast umhverfi sínu.
  • Að þróunarkenningin snúist um að "nothing created everything"
    Nei, það er einfaldlega rangt.  Hér eru þeir að blanda saman Big Bang Theory og þróunarkenningunni, og Big Bang Theory snýst ekki einu sinni um að allt hafi orðið til úr engu.  Þeir einu sem halda því fram að heimurinn hafi orðið til úr engu eru sköpunarsinnar.
  • DNA
    Skil ekki hvað það kemur efni bókarinnar við, DNA var óþekkt á tímum Darwins.  Reyndar útskýrir DNA ýmislegt með erfðir sem Darwin var að velta fyrir sér en gat ekki útskýrt, enda bætir DNA við þróunarkenninguna en kollvarpar henni ekki.
  • Skort á millistigum af steingervingum
    Þvílíkt bull, ef við tökum menn (Homo Sapiens) og svo einhvern miljónára gamlan forfaðir, þá eru allir steingervingar sem fundist hafa sem leiða frá forfeðrinum til okkar millistig.  Sköpunarsinnar hafna hinsvegar öllum ábendingum um að þeir hafi rangt fyrir sér.

Og svo kemur 'balanced view' af sköpunarsögunni frá frægum trúuðum vísindamönnum, sem svo skemmtilega vill til að eru allir látnir.  Alltaf gott að túlka orð löngu látins fólks sköpunarkenningunni í hag, fólks sem bjó ekki yfir sömu upplýsingum og við gerum í dag.

Sem sagt 50 blaðsíður af rangfærslum og árásum á persónu Darwins til þess að sverta þróunarkenninguna ásamt sköpunarsögunni, "guð gerði það", sem mótvægi.  Skrifað af manni hélt því fram að bananar hefðu verið skapaðir af guði í núverandi mynd svo þeir pössuðu akkúrat í hendur manna.

Hvernig ætli þeim þætti ef það yrði settur 50 blaðsíðna fyrirvari í biblíuna þeirra til að benda á að hún stenst engan vegin raunveruleikann, eins og að guð hafi skapað allt úr.. þú veist það.. engu.


Um óvísindaleg vísindi og yfirnáttúrulegar ályktanir

Mófa finnst vísindi vera óvísindaleg af því að þau útiloka hið yfirnáttúrulega.  (Undir venjulegum kringumstæðum myndi ég benda honum á hversu mikið rugl þetta viðhorf er í hans eigin bloggi en það flokkast víst undir einelti svo ég kem minni skoðun bara á framfæri hér).

Tilgangur vísinda er að afla þekkingar og útskýra eitthvað betur en áður var gert.  Sem dæmi: Newton kom fyrst fram með kenningu sem útskýrði þyngdarafl og svo kom Einsteinseinna fram með afstæðiskenninguna sem var betri útskýring á þyngdarafli/kröftum heldur en kenning Newtons gerði.  Newton hafði ekki rangt fyrir sér, en kenning hans útskýrði ekki allt og kenning Einsteins útskýrði það sem upp á vantaði (kenning Einsteins útskýrir reyndar ekki heldur allt.. en það er annað vandamál Cool).

Ef vísindi eiga að skila einhverjum árangri, til að þau séu marktæk, þurfa þau að vera áþreifanleg.  Þeas. þau þurfa að byggja á mælingum, prófunum og gögnum sem hægt er að endurtaka.  Og ef öll endurteknu prófin og endurteknu mælingarnar skila samhljóma niðurstöðu þá gefur það sterklega til kynna að niðurstaðan sé áreiðanleg.

Inn kemur mófi:

  • Þeirra rök eru oftast ekki beint rök heldur heimspeki sem segir að vísindi útiloka hið yfirnáttúrulega og þar með Guð. Sem oftar en ekki fer yfir í það að gögnin skipta ekki máli því að sköpun er niðurstaða sem hægt er að hafna vegna þess að það er heimspeki sem að þeirra mati er óvísindaleg í eðli sínu.
  • Vísindasamfélagið að stórum hluta hefur samþykkt þá skilgreiningu á vísindum að vísindi útiloka yfirnáttúru og þar með íhlutun Guðs.
  • .. mér finnst gífurlega óvísindalegt að útiloka Guð eða yfirnáttúru fyrir fram vegna einhvers konar heimspeki. Ég veit að margir skilgreina vísindi svona og ég er þeim algjörlega ósammála. Fyrir mitt leiti eru vísindi aðferðafræði til að öðlast þekkingu á heiminum sem við búum í. Ekki að útiloka svör fyrir fram, það getur ekki verið annað en óvísindalegt.
  • .. mér finnst að vísindi eiga að snúast um að afla sér gagna og fylgja þeim gögnum í þá átt sem þau benda eða leit að þekkingu. Að gefa sér fyrir fram niðurstöðu eins og þessi heimspeki gerir er að mínu mati óvísindalegt.
  • Málið er ekki vísindalega aðferðin heldur ályktanir út frá gögnunum og hvort að það er eitthvað vísindalegt að hafna fyrir fram ákveðnum niðurstöðum vegna einhverrar heimspeki. Þegar kemur að spurningum eins og hvort að vitsmunir spiluðu hlutverk í myndun lífs að þá hafni maður engri niðurstöðu fyrir fram vegna einhverrar heimspeki heldur meti gögnin eins vel og maður getur.
  • .. ég er heldur ekki að tala um að mæla einhverja yfirnáttúru. Ég er að tala um ályktanir út frá gögnunum, að þegar kemur að þeim þá ætti maður ekki að útilokar maður ákveðnar ályktanir vegna einhverrar heimspeki heldur fylgja gögnunum í þá átt sem þau benda.

Auðvitað eiga vísindamenn ekki að útiloka neitt eða gefa sér niðurstöður fyrir fram.  Reyndar setja vísindamenn fram tilgátur og gefa sér þannig séð einhverja niðurstöðu en prófanir leiða svo hina endanlegu niðurstöðu í ljós.  Annar þáttur sem hefur mikil áhrif í vísindaheiminum er ritrýni (e. peer review), sem er ferli þar sem aðrir vísindamenn fara yfir rannsóknir og gögn, framkvæma sínar eigin prófanir og annaðhvort staðfesta niðurstöðuna, eða hafna henni.  Þannig að ef það er eitthvað ósamræmi í rannsókninni, gögnunum og/eða niðurstöðunum þá kemur það fljótlega í ljós.

Þannig að það gengur engan vegin upp í vísindasamfélaginu að vera búin(n) að ákveða niðurstöðuna fyrirfram eða einhvern vegin túlka niðurstöðuna öðruvísi en gögnin benda til.

Varðandi hið yfirnáttúrulega (e. Supernatural) og að það sé útilokað frá vísindum er það alveg rétt.  Skilgreiningin á 'yfirnáttúrulegt' er að það er ekki hægt að mæla það, það er utan náttúrunnar, eitthvað óútskýranlegt.  Þegar þú ert að rannsaka eitthvað þá viltu aldrei hafa einhverja óútskýranlega stærð, annars færðu aldrei neina marktæka niðurstöðu.  Ekki bara það heldur gæti hver sem er framkvæmt sömu rannsókn og komist að einhverri allt annarri niðurstöðu.  Rannsóknin væri því gagnslaus og myndi ekki færa neitt nýtt fram eða auka skilning okkar á einu eða neinu.

Segjum svo að Newton hafi sett fram þá tilgátu að hlutir falli til jarðar vegna einhverja yfirnáttúrulegra afla.  Það myndi ekki segja okkur neitt, hlutir falla niður, allir vita það.  Það myndi ekki útskýra afhverju, það myndi ekki útskýra gang himintunglanna, það myndi ekki útskýra hvað þarf mikinn kraft til að kasta 1kg kúlu 100m og það myndi ekki útskýra afhverju það þarf minni kraft til að kasta sömu kúlu sömu vegalengd á tunglinu, ekkert.

Á sama hátt geta gögn aldrei bent til yfirnáttúrulegra afla einfaldlega af því að það er ekki hægt að mæla neitt slíkt og því ekki til nein gögn yfir yfirnáttúruleg öfl.  Það eru því aðeins tvær mögulegar útkomur; niðurstaðan er náttúruleg eða óþekkt.  Auðvitað gæti 'óþekkt' bent til einhvers yfirnáttúrulegs en það er engin leið til að staðfesta það.  Hver sem er getur ályktað hvað sem hann vill um yfirnáttúrulega hluti en þá sitjum við uppi með ótal ólíkar ályktanir, engin gögn til að styðja þær og í raun erum við ekkert betur sett.  Hvaða ályktun er rétt, af hverju er ein ályktun eitthvað réttari en önnur?  Órökstudd ályktun skilar okkur ekki betri þekkingu.

Og þess vegna verður að útiloka hið yfirnáttúrulega frá vísindum, það hefur hvort eð er engin mælanleg áhrif, það útilokar sig eiginlega sjálft.  Í raun taka vísindi enga afstöðu til hins yfirnáttúrulega, það er ekki hægt að mæla neitt sem er yfirnáttúrulegt og það er ekki hægt að prófa neitt sem er yfirnáttúrulegt.  Ef eitthvað hefur engin áhrif þá er óþarfi að taka tillit til þess.

Vísindavefurinn: Hvað eru vísindi
Wiki: Vísindi
Wiki: Visindaleg aðferð (e. Scientific method)


Dr. Stefán óskast

  • weneedHeitirðu Stefán eða eitthvað sambærilegt sem myndi útleggast sem 'Steve' á ensku
  • Ert með Phd., helst í líffræði
  • Og tekur undir með : "Evolution is a vital, well-supported, unifying principle of the biological sciences, and the scientific evidence is overwhelmingly in favor of the idea that all living things share a common ancestry. Although there are legitimate debates about the patterns and processes of evolution, there is no serious scientific doubt that evolution occurred or that natural selection is a major mechanism in its occurrence. It is scientifically inappropriate and pedagogically irresponsible for creationist pseudoscience, including but not limited to “intelligent design,” to be introduced into the science curricula of our nation’s public schools."

Þá er Become NCSE Steave today eitthvað fyrir þig :)

Nú eru komnir 895 Steves á Steve Steve listann sem styðja kennslu þróunarlíffræði í skólum, en á sama tíma eru bara 3 Steves á lista sköpunarsinna yfir þá sem vilja kenna sköpunarsöguna samhliða líffræði.


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband