"Og þegar þér biðjist fyrir, þá verið ekki eins og hræsnararnir."

Það er fátt eins skemmtilegt og að vitna í biblíuna, til að benda á hvað fólkið sem trúir á það sem stendur í henni velur og hafnar því hverju það trúir.  Eða, einfaldlega hefur ekki hugmynd um hvað það er sem það trúir á.

Það eru alveg nokkrir bloggarar sem birta bænir á nánast hverjum einasta degi hér á blogginu, það eru haldnar bæna göngur (well.. amk. ein) og allskonar bæna samkomur, Omega er með bæna stundir og sjónvarpar því til allra sem vilja sjá.

Allt þykist þetta fólk vera voðalega kristið og trúað.

En hvað segir biblían um slíkt?

5Og þegar þér biðjist fyrir, þá verið ekki eins og hræsnararnir. Þeir vilja helst standa og biðjast fyrir í samkundum og á gatnamótum, til þess að menn sjái þá. Sannlega segi ég yður, þeir hafa tekið út laun sín.
6En nær þú biðst fyrir, skaltu ganga inn í herbergi þitt, loka dyrunum og biðja föður þinn, sem er í leynum. Faðir þinn, sem sér í leynum, mun umbuna þér.
7Þegar þér biðjist fyrir, skuluð þér ekki fara með fánýta mælgi að hætti heiðingja. Þeir hyggja, að þeir verði bænheyrðir fyrir mælgi sína.
8Líkist þeim ekki. Faðir yðar veit, hvers þér þurfið, áður en þér biðjið hann.
9En þannig skuluð þér biðja: Faðir vor, þú sem ert á himnum. Helgist þitt nafn,
10til komi þitt ríki, verði þinn vilji, svo á jörðu sem á himni.
11Gef oss í dag vort daglegt brauð.
12Fyrirgef oss vorar skuldir, svo sem vér og fyrirgefum vorum skuldunautum.
13Og eigi leið þú oss í freistni, heldur frelsa oss frá illu. [Því að þitt er ríkið, mátturinn og dýrðin að eilífu, amen.]

Matthew 6:5-15

 

Sem sagt, það stendur í biblíunni að það sé hræsni að biðjast fyrir þar sem allir sjá til og/eða á einhvern hátt vekja athygli á tilbeiðslu sinni, jafnvel á samkundum eins og í kirkju.  Þarna eru líka leiðbeiningar um að þegar trúaðir biðja eigi þeir bara að fara með faðirvorið en ekki vera að biðja um hitt og þetta, því guðinn viti nú alveg hvað það er sem þeir ætli að biðja um.

Hvernig getur fólk kallað sig kristið og trúað á biblíuna en á sama tíma brotið gegn þeim reglum sem settar eru í biblíunni?  Er hægt að vera kristinn en trúa bara sumu, bara svona því sem hentar hverju sinni?

Hræsnarar, það stendur í biblíunni svo það hlýtur að vera satt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Pick and choose... biblían segir einnig að þar sem margir koma saman í hans nafni... þar sé Sússi... þvert ofan í aðrar tilskipanir.
biblían er án vafa verst ritstýrða bók í heimi...ásamt öðrum trúarritum, sem kemur líklega til vegna þess að þeir sem skálduðu bókina bönnuðu almenning að lesa... bara kuflar máttu lesa... hver og einn með hálfan heila sér að bókin er algerlega úti að aka í því sem hún segir.

DoctorE (IP-tala skráð) 4.8.2009 kl. 13:43

2 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Nei, sko, þú skilur ekki! Þetta er í Gamla...öh, nei, það virkar víst ekki...þá er þetta myndlíking! Fyrir...eitthvað. Eða þá að þetta átti bara við á þessum tíma. Eða þá að þetta er eina seinni tíma viðbótin. Eða þá að Satan sjálfur setti þetta inn til að skemma Bibbbblíuna! 

Það er alltaf hægt að finna einhverja afsökun.

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 5.8.2009 kl. 08:37

3 Smámynd: Arnar

Well.. amk. eitt rétt hjá þér, ég skil þetta engan veginn

Arnar, 5.8.2009 kl. 10:31

4 identicon

Þetta lið er með Jesústyttur og ég veit ekki hvað og hvað, all over the place... samt er stranglega bannað að vera með skurðgoð... stendur í boðorðunum og alles.
Það stendur ekkert um homma í boðorðunum...

DoctorE (IP-tala skráð) 5.8.2009 kl. 11:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband