Færsluflokkur: Vísindi og fræði

Vantar ekki '?' í fyrirsögnina?

Af fyrirsögninni að dæma er þarna loksins búið að finna leyfar arkarinnar, en megin mál fréttarinnar dregur heldur úr.

Eins og Nicholas Purcell, kennara í fornaldarsögu við háskólann í Oxford, bendir á er þetta ekki í fyrsta skipti sem einhver þykist hafa fundið örkina þarna. Einna frægastur er Ron Wyatt en jafnvel bókstafstrúaðir sköpunarsinnar hafa afskrifað hann sem svikahrapp.

Verður spennandi að sjá hvort mbl.is á eftir að fylgja þessu máli eitthvað eftir, sérstaklega ef þetta reynist svo vera bull. 


mbl.is Örkin hans Nóa fundin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hversu margar stjörnur komast á bakvið littla fingur?

Smá tilraun; haldið littla fingri upp til móts við nætur himinin og giskið á hvað það eru margar stjörnur á bakvið.

Ég efast um að það sé hægt að telja þær.

Ef þú horfir upp í nætur himinninn virðist vera tómt svæði á milli sýnilegu stjarnanna en í raun er 'tómarúmið' fullt af stjörnum.

Með aðstoð Hubble og fleirri sjónauka er búið að setja saman mynd af svæði sem er miklu minni en nögl littla fingurs og inniheldur tug þúsundir stjörnuþoka með miljörðum af störnum.  Með berum augum frá Jörðu lítur þetta svæði út fyrir að vera bara svart tómarúm.

HubbleSite: Galaxy History Revealed in This Colorful Hubble View

Myndin sem umræðir: http://hubblesite.org/newscenter/archive/releases/2010/01/image/a/


Íslensk hornsíli bæta skilning á þróun lífs

Íslensk hornsíli bæta skilning á þróun lífs

Skemmtilegt að sjá að Ísland (og íslensk hornsíli) komist í greinar hjá Science.

Hornsíli í Vífilsstaðavatni gegna þýðingarmiklu hlutverki í nýrri rannsókn sem bendir til þess að þróun lífs á jörðinni verði frekar í stórum stökkum en í hægari skrefum.

Þetta styður einnig við Punctuated equilibrium kenningar Stephen J Gould, sem segir einmitt að þróun verði frekar í stórum 'skrefum' frekar en smáum eins og Darwin gat sér til um.


Og meira um óheiðarleika og ritskoðunaráráttu sköpunarsinna

Hvað gerirðu þegar þú lýgur og ferð með rangt mál, ef þú ert sköpunarsinni þá reynirðu að ritskoða alla þá sem afhjúpa lygina og bullið.

Eitt fyrsta og augljósasta merki um að einhver fari með rangt mál er þegar þeir beita ritskoðun.
(Sem er til dæmis mjög algengt hjá trúuðum bloggurum hér á blog.is)

Fyrir nokkru kom Casey Luskin nokkur, lögfræðingur sem starfar fyrr Discovery Institute, fram í 'viðtali' á Fox News þar sem hann fór með hin staðlaða sköpunarsinna áróður, sem er að megninu til lygi.  Youtube notandin DonExodus2 afhjúpaði lygarnar í myndbandi á Youtube og Discovery Institute lagði fram kæru um að hann væri að nota höfundavarið efni og fékk myndbandið fjarlægt.  (fjallaði um það áður: Sköpunarsinnar ljúga.. og reyna svona að ritskoða þá sem afhjúpa þá).

Uppfærsla frá DonExodus2 um málið: 

Upprunalega vídeóið frá DonExodus2 þar sem hann afhjúpar lygarnar og bullið í Luskin:

Eina vopn trúarbragða gegn skynsemi er ritskoðun.


Svona gæti atvinnuauglýsing hjá Discovery Institute hljómað

Wanted: Research Scientist.
Duties: Communicate our vision of science to the public through church lectures, popular books published by religious publishers, opinion pieces, and staged debates.
Perks: No long hours in the lab. No submissions to peer-reviewed science journals required. No presentations of data at science conferences necessary.
Requirements: Good hair & smile. Ability to utter contradictory and absurd statements without flinching is a must.
Education: B.A. in Marketing, Leadership Studies or Political Science preferred. Will accept a J.D. if we get really desperate.
Previous Experience: Positions in used-car sales, ambulance chasing, or advertising are helpful.
Salary: Commensurate with experience, and dependent on the generosity of our donors.
Contact:1-800-BUL-LSHI

Nýjasta útspil Discovery Institute er Why are darwinists scared to read Signeture in the Cell? sem þýðir væntanlega að hún er ekki að seljast nógu vel og því þurfi að vekja meiri athygli á henni.

Á standupforREALscience blogginu er velt fyrir sér alvöru spurningum um þessa bók, eins og afhverju gaf Meyer út bók til að selja almenningi en gaf ekki út vísindagrein og fékk hana birta í alvöru vísindariti?  Kannski af því að hann hefur engin haldbær gögn til að styðjast við og öll þessi augljósu merki hönnunar sem hann greinir allt í kringum sig eru ekki til nema í hausnum á honum.

Vísindamenn lesa vísindagreinar, ekki bækur.

Reyndar gefur titill bókarinnar, Signeture in the Cell, ágætis hugmynd af fyrstu vísindagrein sköpunarsinna;

Ef vitrænn hönnuður skapaði lífið hefur hann skilið eftir sig ummerki í hverri frumu sem þjónar engum öðrum tilgangi en skilja eftir sig ummerki um hönnuðinn, einhverskonar undirskrift.

Hvernig væru að þeir einbeittu sér að því að rannsaka þetta til hlítar og birta svo ritrýnda greinagerð ásamt öllum gögnum.  Ekki gefa út bók og selja almenningi hefur upp til hópa ekki nóga þekkingu til að greina milli þess sem er stutt af gögnum og þess sem er persónuleg skoðun eða ályktun höfundar.

Þetta er svo ótrúlega flókið að það hlýtur einhver svakalega gáfaður hönnuður að hafa skipulagt þetta allt

Eru ekki gild rök.

Við hvað eru sköpunarsinnar hræddir?


Arthúr: LHC og sögulegar endurtekningar

Athúr (www.fjandinn.com) er alger snilld.

Það er til fólk sem heldur því fram að tilraunir með LHC munu þýðja endalok alheimsins en vísindamenn CERN keppast um að sannfæra fók um að öllu sé óhætt (sjá Wiki: Safety of particle collisions at the Large Hadron Collider). 

En hvað ef 'neikvæðaliðið' hefur rétt fyrir sér?


Ray Comfort verður trúuðum til skammar.. einu sinni enn.

Ray Comfort er óheiðarlegt merkikerti.

truth-777815

Nýlega fékk hann þá 'snilldar' hugmynd að endurútgefa bók Darwins, Um uppruna tegundanna, og gefa háskólanemendum hana endurgjaldslaust (í útvöldum háskólum í Norður Ameríku).

'Snilldinn', að hans mati, var fólgin í því að hann bætti við 50 blaðsíðna inngangi þar sem hann notaði allan þekktan og marg hrakinn sköpunarsinna áróður til þess að rakka niður persónu Darwins og þróunarkenninguna.  Svona eins og að halda því fram að Hitler hafi verið trúleysingi og að þróunarkenning Darwins hafi einfaldlega verið aðal orsök gyðingaofsókna Nasista.  Sem er náttúrulega bull, Hitler var kaþólskur og minnist hvergi á Darwin í ritum sínum eða ræðum.

En nú hefur komið í ljós að hluti af inngangi Comfort's var stolið nánast orðrétt frá Stan Guffey nokkrum, líffræði kennara við Háskólann í Tennesee.

Ef ég man rétt þá er Ray Comfort að brjóta tvö boðorð hérna;

7. Þú skalt ekki stela.

8. Þú skalt ekki bera ljúgvitni gegn náunga þínum.

Og er því væntanlega á hraðferð til helvítis.

Það versta er að það er alveg hellingur af trúuðum einstaklingum sem gleypa við öllu sem Comfort bullar og sér ekki ástæðu til þess að efast eða yfirleitt athuga með heimildir.

 

Ítarefni:


Meiri grafísk framsetning á upplýsingum um svínaflensubólusetningu

Ætti ekki að hafa tíma til að vera að 'surfa' en gat ekki stillt mig um að kíkja aftur á síðuna skemmtilegu sem ég rakst á í gær, www.informationisbeautiful.net.

Á Is the H1N1 swineflue vaccine safe? má finna linka á allar upplýsingarnar sem 'hann' (David McCandless) studdist við til að setja þetta saman.  Frábær framsetning.

H1N1_550

Information IS beautiful..


Áhættan af svínaflensubólusetningu sett í samhengi

Tekið af Information is Beautiful

 

hpv_500


Biskup Íslands biður (bænir) í skammdeginu

Hélt að svona fólk væri ekki til lengur, hefði dáið út með risaeðlunum.. eða 'örfáum' árum seinna þegar mannkyn uppgötvaði að jörðin snérist í kringum sólu en ekki öfugt.

En, Biskup Íslands telur sig þurfa að biðja til guðsins síns til að skammdegið endi og sólin fari aftur að rísa á lofti.  Sá eftirfarandi hjá Matta (Örvita) þar sem fjallað er um facebook færslu biskups:

 

biskup_ljosid

 

Það er hreint ótrúlegt að það þurfi að benda einstaklingi í upplýstu samfélagi nútímans á það hvernig möndulhalli og gangur jarðar umhverfis sólu hefur áhrif á árstíðir og ekki síst hversu lengi eða stutt við njótum dagsbirtu á svona norðarlega á hnettinum.

Ekki nóg með það heldur virðist hann líka sannfærður um að sólin rísi ekki upp á morgnana heldur án viðeigandi tilbeiðslu.  Samkvæmt annarri facebook færslu sem Sveinn Kjarval bendir á eftir fyrirspurn mína (í gríni) hjá Matta:

 

6404yq

 

Ef biskup trúir virkilega að guðinn hans hafi bein áhrif á gang jarðarinnar umhverfis sólu og jafnvel því að guðinn gæti ákveðið að sleppa því að 'láta' sólina koma upp við sólarupprás á morgnanna ef honum misbyði eitthvað, þá er maðurinn fáviti.

Í þeim skilningi að hann viti fátt.

Ég held ekki að biskup sé fáviti, hann fær hinsvegar miljón á mánuði (samkvæmt orðrómi) fyrir að breiða út svona fávisku.

Ég væri alveg til í að fá miljón á mánuði fyrir að bulla eitthvað svo auðtrúa fólk geti sofið rólegt í þeirri vissu um að sólin rísi nú aftur á morgun.  Miðað við að sólin hefur gert það í c.a. 4 miljarða ára og á eftir að gera það í þó nokkra miljarða ára í viðbót, er sú spá að sólin rísi aftur í fyrramálið áreiðanlegri en veðurspáin.  Getur varla klikkað.

En fyrir aðra sem treysta á heilbrigða skynsemi, þá er útskýringin á vísindavefnum alveg ágæt.

(DV fjallar líka um málið)

En ég er en þá forvitin, og nú ekki í gríni; Hvernig bregst biskup við í sólmyrkva?  Biður hann til guðs á facebook um að láta sólina birtast aftur?


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband