Færsluflokkur: Vísindi og fræði

Trúir þú á þróun?

Margir trúaðir virðast halda að það sé ekki hægt að hafa skoðun á hlutunum án þess að Trúa (með stórum staf) á þá.  Það er alveg hægt að trúa einhverju án þess að það séu trúarbrögð, ég get td. trúað einhverju sem mér er sagt eða trúað að eitthvað sé rétt því það allt sem ég veit bendir til þess.

PZ Myers kom með skemmtilegan vínkil á þetta út frá könnun þar sem fólk var spurt hvort það Trúði á big bang.  Ekki hvort það trúði því að kenningin um big bang sem upphaf alheimsins eins og við þekkjum hann sé rétt eða líkleg.. heldur hvort fólk Trúði á big bang.

Yes, I believe evolution is true.
I consider it the best explanation of the origin and diversity of life on earth,
and it is backed by an immense body of evidence. Strictly speaking,
it is not a matter of belief, but a recognition of the knowledge
of qualified experts and a familiarity with the research
that has been done in the field; I would also
add that science does not deal in absolute
truth, but strives for approximations,
and is always willing to discard old
ideas if better explanations
with better evidence
come along.
Do you have evidence for an alternative theory?

Sjá : Peeeedaaaaaants!


Dr. Stefán óskast

  • weneedHeitirðu Stefán eða eitthvað sambærilegt sem myndi útleggast sem 'Steve' á ensku
  • Ert með Phd., helst í líffræði
  • Og tekur undir með : "Evolution is a vital, well-supported, unifying principle of the biological sciences, and the scientific evidence is overwhelmingly in favor of the idea that all living things share a common ancestry. Although there are legitimate debates about the patterns and processes of evolution, there is no serious scientific doubt that evolution occurred or that natural selection is a major mechanism in its occurrence. It is scientifically inappropriate and pedagogically irresponsible for creationist pseudoscience, including but not limited to “intelligent design,” to be introduced into the science curricula of our nation’s public schools."

Þá er Become NCSE Steave today eitthvað fyrir þig :)

Nú eru komnir 895 Steves á Steve Steve listann sem styðja kennslu þróunarlíffræði í skólum, en á sama tíma eru bara 3 Steves á lista sköpunarsinna yfir þá sem vilja kenna sköpunarsöguna samhliða líffræði.


Þróunarkenningin er umdeild

Ein af hertækni (e. strategy) sköpunarsinna er að fleygja því fram að þróunarkenningin sé umdeild og oftast er það rökstutt með quote-mining í þekkta líffræðinga, vísað í trúarlífsskoðanakannanir í BNA og vísað í lista með nöfnum um 400 'visindamanna' sem 'efast' um þróunarkenninguna.

Auðvitað er þróunarkenningin umdeild.  Margir afneita henni td. af trúarlegum ástæðum, eins og td. sköpunarsinnar, aðrir hafna ekki þróunarkenningunni sem slíkri en hafa kannski ólíkar skoðanir á ýmsum þáttum þróunarkenningarinnar.

Tilgangur sköpunarsinna er náttúrulega sá að draga úr trúverðugleika þróunarkenningarinnar með því að ráðast á hana sjálfa í stað þess að leggja fram einhver gögn, rannsóknir eða annað (annað en biblíuna) til að styðja sitt mál.

Rökin þeirra er auðvelt að hrekja:

Quote-mine er frekar auðvelt að hrekja með aðstoð netsins, meira að segja til síður með þekktum og algengum quote-mines þar sem þau eru hrakinn og sett í rétt samhengi.  Tilgangurinn er að skapa þá ímynd að meira að segja þekktir líffræðingar hafni þróunarkenningunni þegar þeir eru kannski að deila um það á hvaða hátt einhver einn þáttur þróunar virkar.

Að vitna í skoðanakannanir sem rök fyrir því hvort eitthvað sé satt eða ekki er bara kjánalegt.  Vinsælt er af sköpunarsinnum að vitna í trúarlífskönnun Gallup frá 1997þar sem fram kemur að aðeins 10% almennings í BNA samþykkir þróun án yfirnáttúrulegrar aðstoðar (guðs).  Í framhaldi af því er því haldið fram að 90% almennings í BNA hafni þróunarkenningunni alfarið.  Það skemmtilega við þessa könnun er að hún sýnir að 39% samþykkja þróun með yfirnáttúrulegri aðstoð og 44% trúa á biblíulega sköpun.  Það er sem sagt bara 44% sem hafna alfarið þróun en 49% sem hafna biblíulegri sköpun.

Listinn, A Scientific Dissent from Darwinism, þolir heldur ekki ýtarlega skoðun.  Í fyrsta lagi eru ~400 nöfn hlutfallslega lítið af þeim ~480.000 vísindamönnum í BNA.  Í öðru lagi eru ekki allir á þessum lista vísindamenn og ennþá færri af þeim eru líffræðingar.  Samkvæmt trúarlífskönnun Galluptrúa um 5% vísindamanna á biblíulega sköpun og þá er verið að tala um alla vísindamenn, ekki bara líffræðinga.  Video sem sýnir hversu lélegur þessi listi er:

Tilgangurinn með þessum 'rökum' er náttúrulega sá að reyna að sannfæra aðra um að þróunarkenningin sé umdeild, engin trúi í raun að hún sé sönn.  Ef meira að segja þekktir líffræðingar (skemmir ekki ef þeir eru yfirlýstir guðleysingjar líka) eru að deila um þróunarkenninguna þá ætti ekki að taka hana trúanlega.

Rökin standast hinsvegar ekki.  Líffræðingar hafna ekki þróunarkenningunni í heild sinni þótt þeir deili um einstaka hluta hennar.  Og þrátt fyrir að 90% almennings í BNA hafni því að guð komi hvergi nálægt dæminu þá eru yfirgnæfandi vísbendingar sem benda til þess að þróunarkenningin sé í megin dráttum rétt.  En þegar sköpunarsinnar halda því fram að hver maður verði bara að vega og meta hvort sé réttara eða líklegra til að vera satt; biblían eða áþreifanlegar staðreyndir, þá er ekki erfitt fyrir bókstafstrúaða að hafna öllu nema biblíunni.


Vísindi vs. trú - framhald

Á vefnum www.vantru.is kom nýlega skemmtilega 'litrík' teiknimyndasaga um vísindi vs. trú.  Ætlaði að linka myndina hingað inn en gat það ekki, áhugasamir geta kíkt á http://www.vantru.is/2008/08/30/10.00/


Trú vs. Vísindi - Heilbrigt sjónarhorn


Sönnun fyrir tilvist spaghetti skrímslisins

dn14573-2_250Hubble sjónaukinn hefur náð meðfylgjandi myndum af spaghetti skrímslinu Tounge

En hafa ekki náðst neinar myndir af guði.

Guð 0 : Spaghetti skrímslið 1

Að öllu föstudags gríni slept, þá er myndin af gasskýi umhverfis svarthol sem vísindamenn hafa hingað til ekki skilið afhverju það fellur ekki saman eða sogast inn í nærliggjandi stjörnuþokur.  Rafsegulbygljur umhverfis svartholið halda skýinu saman og koma á sama tíma í vegfyrir að það þjappist saman til að mynda stjörnur.

Sjá: Galactic 'spaghetti monster' powered by magnetic fields


Þróunarsagan endurskrifuð!

Well.. ekki öll heldur bara smá hluti af henni Wink

Rannsóknir á örveirum sem lifa á arsenik í stað kolefnis (e. carbon) hefur leitt í ljós að þessar lífverur þróuðust á sama tíma, og jafnvel fyrr, en lífverur sem lifa á kolefni.  Fjölbreytileiki milli ólíkra arsenik-lífvera bendir líka til þess að þær hafi verið að þróast mun lengur en áður hefur verið talið.  Kolefnis lífverur nota kolefni til að vinna orku úr sólarljósi (ljóstillífun) en þessar örveirur nota arsenik í sama tilgangi.

Einnig gefa rannsóknirnar von um að lífverur finnist á plánetum/stöðum þar sem ekki er lífvænlegt fyrir kolefnis-lífverur, td. er Mars og Evrópu, einu af tunglum Júpíters.

Sjá :

Það skemmtilega við þessa frétt, varðandi sköpun vs. þróun, er að sköpunarsinnar hafa margsinnis haldið því fram að 'guðleysis darwinisma' vísindamenn séu með fyrirfram mótaða mynd af því hvernig allt eigi að vera og láti allt passa við þá mynd.  Þessi uppgötvun sýnir hinsvegar það gangstæða, í ljósi nýrra upplýsinga hafa vísindamenn skipt um skoðun.

Ekki á heildar myndinni, en hluta hennar enda hefur þessi fundur ekki viðtæk áhrif á heildar myndina þrátt fyrir fyrirsögnina.


Ætli einfaldasta útskýringin sé ekki sú líklegasta?

Árlega fer jörðin í gegnum loftsteina 'belti' sem Swift-Turtle halastjarnan skilur eftir sig, svo kallað Perseids Metor Shower.  Svo skemmtilega vill til að 'loftsteina hríðinn' átti að ná hámarki á þriðjudags morgun, en mesta 'virknin' er frá 8. til 14. ágúst.


mbl.is Fljúgandi furðuhlutir yfir Reykjavík?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

NASA opnar myndasafnið sitt

Mars_to_EarthNýlega opnaði NASA nýjan vef, www.nasaimages.org, þar sem hátt í 50.000 (gróflega áætlað af mér) myndir eru nú aðgengilegar á netinu.  Þarna má bæði fynna myndir sem tengjast sögufrægum atburðum varðandi geimkönnun og einnig stórkostlegar myndir af himingeimnum sem teknar hafa verið með Hubble eða öðrum tækjum.

Skemmtilegt að fletta í gegnum þetta, þessi mynd hérna til hliðar minnir mig td. á The Total Perspective Vortex. Wink

Erfitt að skoða svona myndir og halda samt að jörðinn sé einhver sérstakur staður í alheiminum, jafnvel einhverskonar miðpunktur og að allur alheimurinn snúist um einhverjar vesælar verur sem byggja jörðina.


Large Hadron Collider útskýrður.. með rappi


CERN Rap from Will Barras on Vimeo.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband