Færsluflokkur: Vísindi og fræði

Bygginarefni lífs (ammíno sýrur) finnst í halastjörnu

NASA hefur staðfest að fundist hafa amínósýrur (glycine) í sýnum sem tekin voru úr hala halastjörnunar Wild-2, sem tekin voru 2. janúar 2004 með því að láta gervihnött fljúga í gegnum halann (Stardust mission).  Þeir staðfestu með mælingum á carboni að glycine-ið sem fannst er ekki upprunið frá jörðinni og sýnið er því ekki 'mengað'.

Glycine er ein af 20 amínósýrum sem algengt er að finna í próteinum og fundur þess í geimnum styður þá tilgátu að byggingarefni lífs séu tiltölulega algeng og aðgengileg og jafnframt að líf fyrir finnst annarstaðar í himingeimnum en á jörðinni.

Það skemmtilega við þennan fund er að hann er í algeri mótsögn við þau rök sköpunarsinna að líf á jörðinni (og jörðin sjálf) sé eitthvað sérstakt fyrirbæri og að þau efni sem líf þarfnast geti ekki myndast með náttúrulegum ferlum.

Frekara lesefni um sömu frétt:


Ef læknar höfnuðu ekki yfirnáttúru og kukli

 Skyldi það gera þá að guðleysingjum að útiloka hjátrú frá læknavísindum ?


Um óvísindaleg vísindi og yfirnáttúrulegar ályktanir

Mófa finnst vísindi vera óvísindaleg af því að þau útiloka hið yfirnáttúrulega.  (Undir venjulegum kringumstæðum myndi ég benda honum á hversu mikið rugl þetta viðhorf er í hans eigin bloggi en það flokkast víst undir einelti svo ég kem minni skoðun bara á framfæri hér).

Tilgangur vísinda er að afla þekkingar og útskýra eitthvað betur en áður var gert.  Sem dæmi: Newton kom fyrst fram með kenningu sem útskýrði þyngdarafl og svo kom Einsteinseinna fram með afstæðiskenninguna sem var betri útskýring á þyngdarafli/kröftum heldur en kenning Newtons gerði.  Newton hafði ekki rangt fyrir sér, en kenning hans útskýrði ekki allt og kenning Einsteins útskýrði það sem upp á vantaði (kenning Einsteins útskýrir reyndar ekki heldur allt.. en það er annað vandamál Cool).

Ef vísindi eiga að skila einhverjum árangri, til að þau séu marktæk, þurfa þau að vera áþreifanleg.  Þeas. þau þurfa að byggja á mælingum, prófunum og gögnum sem hægt er að endurtaka.  Og ef öll endurteknu prófin og endurteknu mælingarnar skila samhljóma niðurstöðu þá gefur það sterklega til kynna að niðurstaðan sé áreiðanleg.

Inn kemur mófi:

  • Þeirra rök eru oftast ekki beint rök heldur heimspeki sem segir að vísindi útiloka hið yfirnáttúrulega og þar með Guð. Sem oftar en ekki fer yfir í það að gögnin skipta ekki máli því að sköpun er niðurstaða sem hægt er að hafna vegna þess að það er heimspeki sem að þeirra mati er óvísindaleg í eðli sínu.
  • Vísindasamfélagið að stórum hluta hefur samþykkt þá skilgreiningu á vísindum að vísindi útiloka yfirnáttúru og þar með íhlutun Guðs.
  • .. mér finnst gífurlega óvísindalegt að útiloka Guð eða yfirnáttúru fyrir fram vegna einhvers konar heimspeki. Ég veit að margir skilgreina vísindi svona og ég er þeim algjörlega ósammála. Fyrir mitt leiti eru vísindi aðferðafræði til að öðlast þekkingu á heiminum sem við búum í. Ekki að útiloka svör fyrir fram, það getur ekki verið annað en óvísindalegt.
  • .. mér finnst að vísindi eiga að snúast um að afla sér gagna og fylgja þeim gögnum í þá átt sem þau benda eða leit að þekkingu. Að gefa sér fyrir fram niðurstöðu eins og þessi heimspeki gerir er að mínu mati óvísindalegt.
  • Málið er ekki vísindalega aðferðin heldur ályktanir út frá gögnunum og hvort að það er eitthvað vísindalegt að hafna fyrir fram ákveðnum niðurstöðum vegna einhverrar heimspeki. Þegar kemur að spurningum eins og hvort að vitsmunir spiluðu hlutverk í myndun lífs að þá hafni maður engri niðurstöðu fyrir fram vegna einhverrar heimspeki heldur meti gögnin eins vel og maður getur.
  • .. ég er heldur ekki að tala um að mæla einhverja yfirnáttúru. Ég er að tala um ályktanir út frá gögnunum, að þegar kemur að þeim þá ætti maður ekki að útilokar maður ákveðnar ályktanir vegna einhverrar heimspeki heldur fylgja gögnunum í þá átt sem þau benda.

Auðvitað eiga vísindamenn ekki að útiloka neitt eða gefa sér niðurstöður fyrir fram.  Reyndar setja vísindamenn fram tilgátur og gefa sér þannig séð einhverja niðurstöðu en prófanir leiða svo hina endanlegu niðurstöðu í ljós.  Annar þáttur sem hefur mikil áhrif í vísindaheiminum er ritrýni (e. peer review), sem er ferli þar sem aðrir vísindamenn fara yfir rannsóknir og gögn, framkvæma sínar eigin prófanir og annaðhvort staðfesta niðurstöðuna, eða hafna henni.  Þannig að ef það er eitthvað ósamræmi í rannsókninni, gögnunum og/eða niðurstöðunum þá kemur það fljótlega í ljós.

Þannig að það gengur engan vegin upp í vísindasamfélaginu að vera búin(n) að ákveða niðurstöðuna fyrirfram eða einhvern vegin túlka niðurstöðuna öðruvísi en gögnin benda til.

Varðandi hið yfirnáttúrulega (e. Supernatural) og að það sé útilokað frá vísindum er það alveg rétt.  Skilgreiningin á 'yfirnáttúrulegt' er að það er ekki hægt að mæla það, það er utan náttúrunnar, eitthvað óútskýranlegt.  Þegar þú ert að rannsaka eitthvað þá viltu aldrei hafa einhverja óútskýranlega stærð, annars færðu aldrei neina marktæka niðurstöðu.  Ekki bara það heldur gæti hver sem er framkvæmt sömu rannsókn og komist að einhverri allt annarri niðurstöðu.  Rannsóknin væri því gagnslaus og myndi ekki færa neitt nýtt fram eða auka skilning okkar á einu eða neinu.

Segjum svo að Newton hafi sett fram þá tilgátu að hlutir falli til jarðar vegna einhverja yfirnáttúrulegra afla.  Það myndi ekki segja okkur neitt, hlutir falla niður, allir vita það.  Það myndi ekki útskýra afhverju, það myndi ekki útskýra gang himintunglanna, það myndi ekki útskýra hvað þarf mikinn kraft til að kasta 1kg kúlu 100m og það myndi ekki útskýra afhverju það þarf minni kraft til að kasta sömu kúlu sömu vegalengd á tunglinu, ekkert.

Á sama hátt geta gögn aldrei bent til yfirnáttúrulegra afla einfaldlega af því að það er ekki hægt að mæla neitt slíkt og því ekki til nein gögn yfir yfirnáttúruleg öfl.  Það eru því aðeins tvær mögulegar útkomur; niðurstaðan er náttúruleg eða óþekkt.  Auðvitað gæti 'óþekkt' bent til einhvers yfirnáttúrulegs en það er engin leið til að staðfesta það.  Hver sem er getur ályktað hvað sem hann vill um yfirnáttúrulega hluti en þá sitjum við uppi með ótal ólíkar ályktanir, engin gögn til að styðja þær og í raun erum við ekkert betur sett.  Hvaða ályktun er rétt, af hverju er ein ályktun eitthvað réttari en önnur?  Órökstudd ályktun skilar okkur ekki betri þekkingu.

Og þess vegna verður að útiloka hið yfirnáttúrulega frá vísindum, það hefur hvort eð er engin mælanleg áhrif, það útilokar sig eiginlega sjálft.  Í raun taka vísindi enga afstöðu til hins yfirnáttúrulega, það er ekki hægt að mæla neitt sem er yfirnáttúrulegt og það er ekki hægt að prófa neitt sem er yfirnáttúrulegt.  Ef eitthvað hefur engin áhrif þá er óþarfi að taka tillit til þess.

Vísindavefurinn: Hvað eru vísindi
Wiki: Vísindi
Wiki: Visindaleg aðferð (e. Scientific method)


Að skilja ekki skilgreiningar

Skilgreiningar eru skemmtilegt fyrirbrigði, einfalt dæmi er td. mælieiningin Metri sem er vel skilgreint alþjóðlegt hugtak.  Þegar einhver notar mælieininguna Metri þá skilja allir hvað hún þýðir.  Ég get td. ekki komið með mína eigin skilgreiningu á Metri og haldið því fram að allir aðrir séu að mæla vitlaust og ætlast til þess að einhver taki mark á mér.

Trú er líka vel skilgreint hugtak:

Sjá wiki: Trú;
Trú er í víðum skilningi að hafa eitthvað fyrir satt eða fyrir eitthvað sem vonað er að muni verða. Í þrengri skilningi orðsins getur það átt við trú á yfirnáttúrlegar verur eða algildan sannleika, án bindingar við skipulegan átrúnað. Trú getur einnig verið það að aðhyllast tiltekin trúarbrögð, að tilheyra tilteknu trúfélagi.

Og svo er trúleysi annað hugtak sem er vel skilgreint:

Sjá wiki: Trúleysi;
Trúleysi er sú afstaða að trúa ekki á yfirnáttúrulegar verur eða öfl, þ.m.t. guði. Er stundum notað sem samheiti yfir guðleysi, þótt það síðarnefnda útiloki ekki endilega trú á yfirnáttúru aðra en guði.

En, það eru alltaf einhverjir sem skilja ekki skilgreiningar.  Td. heldur einhver 'Grútur' því fram í bloggfærslunni '"Trendið" sem er trúleysi' að trúleysi sé í raun og veru trú (í þrengri skilningi orðsins), hef reyndar heyrt marga trúaða bloggara halda þessu fram.  Það er hinsvegar nokkuð ljóst að 'Grútur' er með einhverja allt aðra skilgreiningu á trúleysi en gengur og gerist, af skilgreiningu hugtakanna sést augljóslega að trúleysi er "ekki trú".  Skilgreiningarnar útiloka hvor aðra, einhver sem er trúaður getur ekki verið trúlaus og einhver sem er trúlaus getur ekki verið trúaður.

Auðvitað trúa trúleysingjar ýmsu í víðari skilningi orðsins; ég trúi því alveg þegar ég les gagnrýni um bíómynd hvort hún sé góð eða slæm og ég trúi því alveg að það verði hæg suð-austan átt, 4 metrar á sekúndu, 14°C hiti og lítils háttar rigning um hádegisbil á morgun (6.8.2009) eins og segir á www.vedur.is.  Það hefur hinsvegar ekkert með það að gera að trúa í þrengri skilgreiningu orðsins.


Ef Isaac Newton væri lifandi í dag..

Isaac Newton var trúaður, fáir held ég sem mótmæla því.  En það er samt kjánalegt að nota trú hans sem einhverskonar 'sönnun' fyrir því að trúin sé rétt (Argument from authority).  En samt vilja sumir gera það og rökin virðast vera 'Newton var svakalega klár, hann var trúaður, þess vegna hlýtur trúin að vera rétt'.  En þá kjánalegra er að álykta að ef hann væri uppi í dag að þá myndi hann aðhyllast nákvæmlega sömu trúarskoðanir.

Skoðum nokkur quote-mine sem sköpunarsinnum finnst gaman að draga fram sem 'rök':

Newton: Can it be by accident that all birds beasts & men have their right side & left side alike shaped (except in their bowells) & just two eyes & no more on either side the face & just two ears on either side the head & a nose with two holes & no more between the eyes & one mouth under the nose & either two fore leggs or two wings or two arms on the sholders & two leggs on the hipps one on either side & no more? Whence arises this uniformity in all their outward shapes but from the counsel & contrivance of an Author?

Newton var uppi fyrir ~300 árum síðan (1643-1727), hann dó 82 árum áður en Darwin fæddist (1809-1882).  Það hafa eflaust verið uppi einhverjar hugmyndir um þróun og sameiginlega forfeður á þeim tíma sem Newton var á lífi, en það var Darwin sem fyrst tók þessar hugmyndir saman og setti fram kenningu byggða á rannsóknum sem er almennt samþykkt í dag (nema af sköpunarsinnum náttúrulega).  Allar þessar pælingar Newtons um líkindi milli ólíkra dýrategunda er hægt að útskýra með sameiginlegum forfeðrum og þróun.  Newton hafði ekki aðgang að þróunarkenningu Darwins, hann rannsakaði þetta ekki sjálfur og gat því aðeins ályktað út frá því sem hann sá.

Newton: Whence is it that the eyes of all sorts of living creatures are transparent to the very bottom & the only transparent members in the body, having on the outside an hard transparent skin, & within transparent juyces with a crystalline Lens in the middle & a pupil before the Lens all of them so truly shaped & fitted for vision, that no Artist can mend them? Did blind chance know that there was light & what was its refraction & fit the eys of all creatures after the most curious manner to make use of it? These & such like considerations always have & ever will prevail with man kind to beleive that there is a being who made all things & has all things in his power & who is therfore to be feared?

Annað dæmi sem Newton nefnir er augað, en eins og áður var einfaldlega lítið vitað um augað á þeim tíma sem hann var uppi.  Síðan þá hefur nú ýmislegt gerst og margar rannsóknir sem til sem sýna hvernig auga getur þróast, sjá wiki Evolution of the eye.  Í external links er einnig bent á:

Til frekari upplýsinga fyrir þá sem þurfa á að halda.

Ég ætla ekki að fullyrða neitt um hvort það myndi breyta trúarskoðunum Newtons, en ef hann væri upp í dag gæti hann amk. fengið svör við öllum þessum spurningum sem hann var að velta fyrir sér (að ofan) og gæti tekið upplýsta ákvörðun; á ég að trúa gögnunum sem er hægt að prófa eða því sem stendur í 2000 ára gamalli bók?


Út í geim og heim aftur

Skemmtilegt orðalag í þessari frétt:

Virgin Galactic var stofnað af Sir Richard Branson 2004 með það fyrir augum að reka geimflugfélag fyrir ferðamenn sem vilja komast út í geim og heim aftur.

Kannski ekki mikil markaður fyrir ferðir aðra leiðina.


mbl.is Geimferðir frá Abu Dhabi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Júpiter er hættulegur jörðu

Í færslu sinni, "Skjöldur jarðar, Júpiter", ályktar Mófi (án þess að færa fyrir því nein rök) að það sé merki um hversu vel alheimurinn sé hannaður að Júpíter sé einhvers konar skjöldur fyrir Jörðina sem hafi verið 'settur' á þann stað sem plánetan er. 

Það er alrangt.  Reiknilíkön sem notuð voru í rannsóknum sýna fram á að Júpíter beinir í raun loftsteinum inn á spörbaug Jarðar og skapar því aukna hættu á að loftsteinar lendi á Jörðu.  Reyndar væri ástandið verra ef smærri pláneta, td. Neptun eða Saturn, væri á sama sporbaug og Júpíter en niðurstöðurnar sýna að best væri (fyrir jörðina) ef þarna væri en þá minni eða jafnvel engin pláneta yfir höfuð.

Hverskonar hönnun væri það (fyrir jörðina) sem beindi fleiri lofsteinum í áttina að jörðu og beinlínis yki hættuna á árekstrum?  Svarið er einfalt; það er engin hönnun.

Áhugasamir geta kíkt á grein á New Scientist um niðurstöðurnar: Jupiter increases risk of comet strike on Earth.


mbl.is Árekstur við Júpíter
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sköpunarsinnar ljúga.. og reyna svo að ritskoða þá sem afhjúpa þá

DonExodus2er duglegur á YouTube við að afhjúpa ruglið og lygarnar í sköpunarsinnum.

Nýlega stóð hann laumu-sköpunarsinnann Casey Luskingera það sem hann gerir best, ljúga í sjónvarpi og tók það náttúrulega fyrir í Videoi:

Viðbrögðin hjá Discovery Institute (þar sem Luskin vinnur) brást við með því að kæra DonExodus2 fyrir að brjóta höfundarréttarlög á efni sem Discovery Institute á ekki:

Hvet alla til að kíkja á videoin hjá DonExodus2 þar sem hann afhjúpar lygina og útúrsnúningana í þessu liði sem beitir öllum brögðum í baráttu sinni gegn vísindum og rökhugsun.


Does Intelligent Design Have Merit?

Var að lesa greinina "The Discovery Institude Needs your help" inn á Pandas Thumb.  Þar er fjallað um að ID sé enn og aftur komið í vandræði á "Does Intelligent Design have merit" á Opposing Views síðunni.

With about 70 billion stars and as many as 100 million life forms (at least here on Earth), the universe is a stunningly complex place. Did all of this matter evolve independently, or was it guided by a larger force – as proponents of intelligent design believe? With the debate raging in living rooms, classrooms and courtrooms, the stakes are high when it comes to determining intelligent design’s merit.  

Þarna koma svo fram rök með og á móti (veit ekki hvort hver sem er getur gert það) og svo er umræða um rökinn.  Er bara búinn að lesa hluta af 'já' rökum Behe, sama gamla tuggan um IC og detecting design, Nick Matzke er sem betur fer mættur á svæðið til að reyna að leiðrétta þetta enn einu sinni:

Behe is ignoring lots of relevant data

Unfortunately Dr. Behe continues his standard modus operandi, which is making bald assertions backed up by incredibly tenditious interpretations of mainstream evolutionary research, and ignoring the counterevidence which has been publicly presented to him again and again.

En eins og svo oft þá virðist Behe bara velja það sem hentar og afneita öllu því sem stangast á við hans.. von.. um yfirnáttúrulegar útskýringar á því sem hann skilur ekki eða finnst of ótrúlegt.

Annars, skemmtileg og fróðleg lesning fyrir þá sem hafa áhuga.


LHC : Vitræn hönnun vs. náttúrulegir ferlar

"Upplýsingar og flóknar vélar verða ekki til af sjálfu sér, þær þurfa hönnuð."
- Mófi, hvar sem hann kemur því að (Sennilega copy/paste og þýtt af AiG).

Large Hadron Collider er ein stærsta og flóknasta vél sem menn hafa nokkurn tíman smíðað.  Engin deilir um að slík vél þurfi 'vitræna hönnun' til að verða að veruleika.

Samt, má finna álíka fyrirbæri í náttúrunni: Cosmic particle accelerator pinpointed in Crab Nebula

Þetta fyrirbæri er náttúrulegur öreindahraðall án hönnunar.

Einhverjir munu væntanlega segja 'guð gerði það' og að þetta sé stórkostlegt dæmi um hvað guð er æði, án þess þó að hafa nokkuð í höndunum annað en von.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband