Færsluflokkur: Kvikmyndir
Bíó: biblían og heimsendablæti
14.1.2010 | 10:46
Í gær fjallaði ég lauslega um myndina Book of Eli, sem fjallar um mann sem gætir síðasta eintak biblíunnar sem á að geta endurreist samfélag manna eftir að hamfarir hafa nánast lagt jörðina í eyði. Að minnsta kosti er sögusvið myndarinnar, Bandaríkin, í svona 'post-apocalyptic state', veit ekki hvernig það kom til.
En þemað; heimsendir, biblían og trú.
Í gær sá ég líka trailer fyrir myndina Legion, þar sem söguþráðurinn snýst um að mannkyn hafi endanlega misst trúna á guði og hann hafi því ákveðið (enn einu sinni) að útrýma öllum. Eina von mannkyns er auðvitað nýfætt barn sem gætt er af sundurleitum hóp manna og einum engli á veitingastað í miðri eyðimörk.
Aftur er þemað; heimsendir, biblían og trú.
Í ár á aldeilis að græða á kristnum sem bíða spenntir eftir heimsendi.
Þetta verður forvitnilegt
2.11.2009 | 16:13
Kvikmynd um Múhameð spámann í smíðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |