Bíó: biblían og heimsendablæti
14.1.2010 | 10:46
Í gær fjallaði ég lauslega um myndina Book of Eli, sem fjallar um mann sem gætir síðasta eintak biblíunnar sem á að geta endurreist samfélag manna eftir að hamfarir hafa nánast lagt jörðina í eyði. Að minnsta kosti er sögusvið myndarinnar, Bandaríkin, í svona 'post-apocalyptic state', veit ekki hvernig það kom til.
En þemað; heimsendir, biblían og trú.
Í gær sá ég líka trailer fyrir myndina Legion, þar sem söguþráðurinn snýst um að mannkyn hafi endanlega misst trúna á guði og hann hafi því ákveðið (enn einu sinni) að útrýma öllum. Eina von mannkyns er auðvitað nýfætt barn sem gætt er af sundurleitum hóp manna og einum engli á veitingastað í miðri eyðimörk.
Aftur er þemað; heimsendir, biblían og trú.
Í ár á aldeilis að græða á kristnum sem bíða spenntir eftir heimsendi.
Meginflokkur: Trúmál og siðferði | Aukaflokkar: Kvikmyndir, Trúmál | Facebook
Athugasemdir
Já sumir geta gengið sama aprílgabbið í margar kynslóðir. Þetta gabb er raunar búið að ganga síðan árið 33, ef ekki fyrr. Jessi djók fann þetta upp og líka söguna um helvíti. Mikið gæðablóð. Hvar værum við án hans?
Jón Steinar Ragnarsson, 14.1.2010 kl. 11:19
Sumir myndu kalla það himnaríki
Arnar, 14.1.2010 kl. 13:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.