Þjóðkirkjan endurskrifar sköpunarsöguna

Þetta virðist vera þema dagsins.

Inn á www.barnatru.is, undir 'Hver er guð' stendur eftirfarandi:

Fyrir langa langa löngu sagði Guð – sem er eilífur eins og þú veist núna:
,,Verði ljós!”
Og það varð ljós.
Síðan skapaði Guð himininn, sól og stjörnur. Hann skapaði jörðina og allt sem á henni er.
Guð lét jörðina snúast í kringum skínandi bjarta sólina.

Þar er greinilega verið að matreiða sköpunarsöguna ofan í börn sem einhvern sannleik.  Síðasta setningin stingur hinsvegar í stúf og er ekki í samræmi við það sem stendur í biblíunni.

    14Guð sagði: "Verði ljós á festingu himinsins, að þau greini dag frá nóttu og séu til tákns og til að marka tíðir, daga og ár.
    15Og þau séu ljós á festingu himinsins til að lýsa jörðina." Og það varð svo.
    16Guð gjörði tvö stóru ljósin: hið stærra ljósið til að ráða degi og hið minna ljósið til að ráða nóttu, svo og stjörnurnar.
    17Og Guð setti þau á festingu himinsins, að þau skyldu lýsa jörðinni
    18og ráða degi og nóttu og greina sundur ljós og myrkur. Og Guð sá, að það var gott.

Þarna er ferlinu vel og vandlega lýst hvernig guð festi sólina og tunglið upp á tjaldið (festingu himinsins) sem hann setti yfir jörðina.

Skemmtilegt samt að þeir breyta ekki út frá því að guðinn þeirra skapaði ljósið áður en hann skapaði sólina sem gefur frá sér ljósið sem við búum við.  En það er ekki víst að markhópurinn fyrir þessa síðu kirkjunnar, leikskólabörn, skilji fáránleikan í því.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heilaþvottur.is

Vonandi hafa foreldrar nógu vit til að skýra fyrir börnunum að þetta sé ekki rétt. Ég hélt meira að segja að þjóðkirkjan væri ekki á þessari skoðun. Trúir hún ekki á big bang eða???

Þröstur Hrafnkelsson (IP-tala skráð) 4.9.2009 kl. 16:45

2 identicon

Þarna er á ferðinni ruglukollahópur sem fær 6000 milljónir árlega fyrir að kenna börnum fáfræði og heimsku.... studdir dyggilega af ríkinu

DoctorE (IP-tala skráð) 5.9.2009 kl. 13:09

3 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Ég rakst nú á þetta á fstdt.com: "The sun isn't the only source of light you know? Think of a cloudly day, there's light coming from somewhere."

Ertu annars eitthvað hissa á að finna hentugleikatúlkanir, mótsagnir og/eða lygar hjá þjóðkirkjunni?

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 6.9.2009 kl. 13:31

4 Smámynd: Arnar

Tinna, heh.. sá/sú sem skrifaði þetta ætti að prufa að flytja til Plúto.  Eða bara til Venus.. þar er alltaf skýað, nóttin er svoldið löng og ekkert tungl til að lýsa nóttina upp.

Og nei ekki hissa, bara fáránlegt þegar þeir reyna að fegra biblíuna sína með því að breyta því sem stendur í henni.  Þeir eiga ekki að komast upp með að boða trúna sína á röngum forsendum.

Arnar, 7.9.2009 kl. 10:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband