Það sem ekki gengur upp

Það var einhver sem bloggaði um þetta um daginn, þegar önnur frétt um sama mál var á mbl.is, finn það bara ekki núna (og nenni ekki að leita mikið).

En, hvernig ætluðu þrír menn að ræna sjö flugvélum, og afhverju þurftu þeir 20 sprengjur?

Minnir að í fyrri fréttinni hafi einmitt líka komið fram að þrír menn ætluðu að ræna sjö flugvélum og drepa 10.000 manns.  Sem þýðir að það þyrftu að vera c.a 1428,6 manns í hverri flugvél.  Nema þeir hafi ætlað að stýra flugvélunum á byggingar, en það er svoldið erfitt eftir að það er búið að sprengja þær eða hluta þeirra í loft upp.

Það er eitthvað sem gengur ekki alveg upp í fréttunum af þessu máli, mig grunar að það sé aðallega 'eðal' blaðamennska.


mbl.is Ævilangt fangelsi fyrir hryðjuverkaáform
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þeir voru tengdir miklu fleiri öfgaaðilum, en ekki tókst að sanna sök á ýmsa. Svo var talað um, að flugvélarnar hefði átt að sprengja yfir stórborg, Lundúnum og e.t.v. víðar, en óljósara er um það. Þrefaldan mannfjölda var talað um í samanburði við Tvíburaturnana, þar fórust rúmlega 2.700 manns (ekki 2.985, eins og ég hafði eftir Wikipediu). Þrisvar það er eitthvað á 9. þúsund manns (ég hef ekki séð töluna 10.000 í erlendum fréttamiðlum).

Jón Valur Jensson, 14.9.2009 kl. 13:48

2 identicon

jahh, annaðhvort það eða að þetta sé enn ein opinber samsæriskenning vestrænna stjórnvalda

Rúnar Berg Baugsson (IP-tala skráð) 14.9.2009 kl. 13:48

3 Smámynd: Arnar

Jón Valur, það hefði þá mátt taka það fram í fréttini að þessir þrír einstaklingar hefðu verið þeir einu, úr hóp, sem náðist í skottið á.

Rúnar, já, það er örugglega hægt að sjá eitthvað samsæri út úr þessu.  Bíð spenntur eftir að lesa slíkt.  Góð samsæriskenning slær jafnvel út spennusögu fyrir svefninn.

Mínvegna hefðu þessir bjánar mátt fá svona 1000 ára dóm í viðbót, ef þeir eru sekir, fyrir að valda öllu þessu veseni sem maður verður fyrir í millilanda flugi.

Arnar, 14.9.2009 kl. 14:18

4 Smámynd: ThoR-E

Ef að fyrirætlanir þessara manna hefðu gengið eftir og þeir hefðu náð að sprengja upp flugvélar.

Ætli þeir sem hafa verið að gagnrýna þessa dóma hefðu verið sama sinnis ef fjölskyldumeðlimur þeirra hefði verið um borð.

Held að fólk verði að hugsa svona alvarleg mál til enda.

Ef til dæmis hefði verið hægt að koma í veg fyrir 9/11 og þessir hryðjuverkamenn sem rændu vélunum hefðu verið handteknir áður en þeir náðu að drepa yfir 3000 manns. Ætli fólk hefði gagnrýnt handtökur þeirra líka.

Furðulegur hugsunarháttur hjá sumu fólki.

ThoR-E, 14.9.2009 kl. 14:33

5 Smámynd: Arnar

Acer, veit ekki hvaða 'þeir' þú ert að vísa til en ég, fyrir mína parta, var að gagnrýna fréttaflutninginn af þessu máli en ekki dómana sjálfa.

Arnar, 14.9.2009 kl. 14:49

6 Smámynd: ThoR-E

Þessu var reyndar ekki beint til þín neitt frekar.

Var að lesa fyrir nokkrum dögum þegar þessi dómur kom í fréttum hér á Íslandi að nokkrir blogguðu um málið og gagnrýndu það að þeir væru dæmdir "án þess að hafa brotið af sér", semsagt þeir náðu ekki að sprengja upp það sem þeir ætluðu að gera. Fannst það soldið furðulegur hugsunarháttur.

Þannig að, það var það sem ég átti við.

ThoR-E, 14.9.2009 kl. 15:01

7 Smámynd: Arnar

Ok, man reyndar eftir að hafa lesið einhverjar svoleiðis athugasemdir.  Frekar kjánalegt, það er hægt að handtaka, kæra og dæma fólk fyrir ásetning.

Arnar, 14.9.2009 kl. 15:41

8 identicon


Arnar, ef þú vilt fylgjast með daglegum hryðjuverkum múslíma  um  allan  heim, morð  og  ringulreið  þeirra,   þá skaltu fara inn á http://www.thereligionofpeace.com



NÝJUSTU VÍGAFERLI TRÚAR FRIÐARINS:


2009.09.12 (Nazran, Ingushetia) – Saksóknar skotin niður fyrir utan heimili sitt af meintum múslímum.
 


2009.09.12 (Baghdad, Iraq) – Tvöföld sprenging múslíma við mosku fellir fjóra.
 


2009.09.12 (Srinagar, India) – Kona og tveir aðrir drepnir í bílasprengingu.
 
2009.09.12 (Landikotal, Pakistan) – Tveir bræður eru meðal þriggja sem skotnir voru niður af múslímum. by Mujahideen.


 
2009.09.12 (Baqubah, Iraq) – Tvær konur eru meðal fjögurra sem sprengdir voru í tætlur af al-Qaeda múslímum.
 


2009.09.12 (Yala, Thailand) – Meintir múslímar skáru táning á háls og kveiktu síðan í líkinu.

 

Skúli Skúlason (IP-tala skráð) 14.9.2009 kl. 21:38

9 Smámynd: Arnar

Skúli, nei takk.  Ég er engin sérstakur áhugamaður um hriðjuverk.

Arnar, 15.9.2009 kl. 09:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband