Uppruni lífsins: Skyldu mæting og skyldu hlustun fyrir Mófa og aðra sköpunarsinna

(Þar sem Mófi bannar mér að skrifa athugasemdir hjá sér beini ég þessu bara til hans hér.)

Sköpunarsinninn hann Mófi er mikill andstæðingur 'guðleysis darwinisma', án þess að sýna þess mikil merki að hann viti hvað hann er að tala um.  Eitt af því sem hann tjáir sig oft um er uppruni lífs (sem hafði þannig séð ekkert með kenningar Darwins að gera) þar sem hann tekur alla sína vitneskju af áróðursíðum sköpunarsinna, eins og td. AiG sem endar alla sína 'rökfærslur' á að biblían sé eina rétta heimildin og því hljóti allt annað að vera rangt ef það stangast á við biblíuna.

Á morgun er fyrirlestur um uppruna lífs, Hvernig varð lífið til?, í Háskóla Íslands þar sem farið verður yfir ýmsar mismunandi kenningar líffræðinar um uppruna lífs, raunverulegu vandamálin sem þessar kenningar standa frammi fyrir og hvað það er í alvöru sem vísindamenn, sem rannsaka þetta viðfangs efni, eru ósammála um.

Tengt efni af Stjörnufræðivefnum:

Vísindaþátturinn 29. september 2009 - 44. þáttur -
Uppruni lífsins

Hvernig varð lífið á jörðinni til? Guðmundur Eggertsson, prófessor í líffræði, reyndi að svara þessari spurningu auk annarra sem tengjast lífi í alheimi.

Ítarefni

Kemst því miður ekki sjálfur en held að það yrði mjög fróðlegt fyrir Mófa og aðra sköpunarsinna að hlýða á þetta.  Kynna sér hina hliðina.. frá hinni hliðinni (en ekki AiG eða DI).


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband