Ég á mér nýja hetju

Straisand áhrifinn eru yndisleg.

Fyrir nokkrum dögum vissi ég ekki hver Youtube notandi philhellenes var.  En svo gerði hann myndband um afhverju vísindamenn væru ekki hræddir við helvíti sem fór fyrir brjóstið á einhverjum bókstafstrúar-vitleysingnum, sem lagði inn tilhæfulausa kæru til Youtube um að myndbandið innihéldi haturs áróður (e. heat speach).

Nokkru seinna var fjöldi notenda búnir að setja myndbandið inn aftur og vekja athygli á málinu.

Nú vita 'allir' hver philhellenes er og örugglega miklu fleirri búnir að sjá myndbandið en ef það hefði ekki verið vakin áhugi á því með þessum hætti.  Sem er væntanlega algerleg andstætt við það sem einhver hafði í huga þegar þeir reyndu að fá myndbandið fjarlægt.

A Little YouTube Justice

Upprunalega myndbandið sem reynt var að fá bannað: Why Don't Scientists Fear Hell?

Og svo tvo góð (að mínu áliti) vídeó frá honum:

To All Religious Teenagers

Atheism: The Stars Are On Our Side

Hef ekki horft á allt sem þessi hefur sett inn á Youtube en það sem ég hef nennt að horfa á er allt vel framsett, skemmtilega útpælt og áhugavert.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hann er flottur. Hef séð eitthvað af þessu hjá Doctore. Gott að vita til þess að ungar greindar manneskjur leggja eitthvað á sig til að andæva forheimskun trúarbragðanna.  Það þarf ekkert ógrundað skítkast til þess, heldur bara common sense.

Jón Steinar Ragnarsson, 1.10.2009 kl. 16:26

2 Smámynd: Arnar

Já, liggur við að maður sjái videoin hjá Dr.E áður en þau eru komin á Youtube, hann getur verið óeðlilega snöggur að þessu.

Arnar, 2.10.2009 kl. 15:05

3 Smámynd: Reputo

Þetta voru drullu góð video. Þessi gaur hafur farið algjörlega framhjá mér.

Reputo, 9.10.2009 kl. 07:52

4 Smámynd: Arnar

Já, svona geta Straisand áhrifninn hjálpað :)

Arnar, 9.10.2009 kl. 11:18

5 Smámynd: Reputo

Hehe, já þeir naga sig sennilega í handabökin kristlingarnir sem flögguðu þetta á Jútjúb.

Reputo, 9.10.2009 kl. 15:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband