Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2008
Trú vs. Vísindi - Heilbrigt sjónarhorn
26.8.2008 | 12:15
Sönnun fyrir tilvist spaghetti skrímslisins
22.8.2008 | 13:45
Hubble sjónaukinn hefur náð meðfylgjandi myndum af spaghetti skrímslinu
En hafa ekki náðst neinar myndir af guði.
Guð 0 : Spaghetti skrímslið 1
Að öllu föstudags gríni slept, þá er myndin af gasskýi umhverfis svarthol sem vísindamenn hafa hingað til ekki skilið afhverju það fellur ekki saman eða sogast inn í nærliggjandi stjörnuþokur. Rafsegulbygljur umhverfis svartholið halda skýinu saman og koma á sama tíma í vegfyrir að það þjappist saman til að mynda stjörnur.
Sjá: Galactic 'spaghetti monster' powered by magnetic fields
Þróunarsagan endurskrifuð!
15.8.2008 | 16:46
Well.. ekki öll heldur bara smá hluti af henni
Rannsóknir á örveirum sem lifa á arsenik í stað kolefnis (e. carbon) hefur leitt í ljós að þessar lífverur þróuðust á sama tíma, og jafnvel fyrr, en lífverur sem lifa á kolefni. Fjölbreytileiki milli ólíkra arsenik-lífvera bendir líka til þess að þær hafi verið að þróast mun lengur en áður hefur verið talið. Kolefnis lífverur nota kolefni til að vinna orku úr sólarljósi (ljóstillífun) en þessar örveirur nota arsenik í sama tilgangi.
Einnig gefa rannsóknirnar von um að lífverur finnist á plánetum/stöðum þar sem ekki er lífvænlegt fyrir kolefnis-lífverur, td. er Mars og Evrópu, einu af tunglum Júpíters.
Sjá :
- Arsenic-eating bacteria rewrite evolutionary history(New Scientist)
- New 'arsenic-breathing' bacteria found(ABC)
- Arsenic-munching bacteria found (BBC)
Það skemmtilega við þessa frétt, varðandi sköpun vs. þróun, er að sköpunarsinnar hafa margsinnis haldið því fram að 'guðleysis darwinisma' vísindamenn séu með fyrirfram mótaða mynd af því hvernig allt eigi að vera og láti allt passa við þá mynd. Þessi uppgötvun sýnir hinsvegar það gangstæða, í ljósi nýrra upplýsinga hafa vísindamenn skipt um skoðun.
Ekki á heildar myndinni, en hluta hennar enda hefur þessi fundur ekki viðtæk áhrif á heildar myndina þrátt fyrir fyrirsögnina.
Ætli einfaldasta útskýringin sé ekki sú líklegasta?
14.8.2008 | 16:27
Árlega fer jörðin í gegnum loftsteina 'belti' sem Swift-Turtle halastjarnan skilur eftir sig, svo kallað Perseids Metor Shower. Svo skemmtilega vill til að 'loftsteina hríðinn' átti að ná hámarki á þriðjudags morgun, en mesta 'virknin' er frá 8. til 14. ágúst.
Fljúgandi furðuhlutir yfir Reykjavík? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þú hefur kannski rétt á að vera fávís í nafni trúar, en þú getur ekki farið fram á að aðrir taki þig alvarlega
12.8.2008 | 11:49
Núna fyrir helgi var að falla dómur í máli sem var höfðað fyrir þremur árum, ef ég skil rétt, þar sem foreldrar barna sem komu úr kristilegum skólum (Association of Christian Schools International og Calvary Chapel Christian School of Murietta) kærðu háskóla (University of California) fyrir að meta ekki fög úr kristilegu skólunum sem uppfylltu ekki kröfur háskólans. Í stuttu máli töpuð foreldrarnir.
Í löngu máli, þá miðast kennsluefni skólanna við 'kristileg gildi' og þar er kend td. trúarlega útgáfan af líffræði. Hér er smá úrdráttur úr einni kennslubókinni, sjá: Biology Student Text (3rd ed.- 2 vol.)
by Thomas E. Porch and Brad R. Batdorf, svona verður kennsluefnið ef ID/sköpunarsinnar fá sínu framgengt:
Biology for Christian Schools is a textbook for Bible-believing high-school students. Those who do not believe that the Bible is the inspired, inerrant Word of God will find many points in this book puzzling. This book was not written for them.
The people who prepared this book have tried consistently to put the Word of God first and science second...If...at any point God's Word is not put first, the authors apologize.
These statements are conclusions based on "supposed science." If the conclusions contradict the Word of God, the conclusions are wrong, no matter how many scientific facts may appear to back them.
(Feitletraði það sem mér fannst.. áhugavert)
Þeir sem sagt kenna að 'guð gerði það' og allt sem er í mótsögn við bókstaflega trú á biblíuna sé bull og vitleysa. Og núna vilja þeir að háskólar staðfesti þetta sem gilda menntun og taki inn nemendur sem hafa verið aldir upp við það að vísindin séu röng í öllum tilfellum þar sem þau stangast á við orð guðs. Þetta lið, bókstafslegir trúarnuttarar, vilja fara í háskóla og læra vísindi sem búið er að inræta þeim að séu röng áður en þeir fá að kynnast þeim. Af hverju skil ég ekki, ef þeir eru svona vissir um visku biblíunar þá ættu þeir bara að halda áfram að lesa hana og láta vísindin í friði.
Sjá:
The Consequences of Creationism
More on the California Creationist Lawsuit
Still More on the California Creationist Lawsuit
Quality Education Wins Again in the California Creationist Case
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 13:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
You are not a beautiful or unique snowflake..
11.8.2008 | 17:48
You are not a beautiful and unique snowflake. You are the same decaying organic matter as everyone else, and we are all part of the same compost pile.
~Chuck Palahniuk, Fight Club, Chapter 17
Mönnum, og þá sérstaklega trúuðum (að mínu áliti) er gjarnt að upphefja mannkynið og sjálfa sig sem einhverjar merkilega verur, mun merkilegri en aðrar verur alheimsins. Sumir ganga jafnvel svo langt að halda því fram að jörðin sé einhver miðpunktur alheimsins, jafnvel þótt löngu sé búið að sýna fram á annað. Það er fólk þarna úti sem allur alheimurinn sé skapaður fyrir mannkynið eitt og sér, að allar þær miljarðar stjarna sem skína á nóttinni séu til í þeim eina tilgangi að mannkynið geti dáðst að þeim.
Rökin hjá þessu sama fólki eru þau að jörðin sé alveg sérstök. Hér sé allt fínstillt aðeins svo við getum þrifist. Ef einhverju einu smáatriði er hnikað örlítið til þá væri heimurinn ekki til.
Þeir, fólkið að ofan, vill sem sagt meina að jörðin eins og hún er, sé nákvæmlega eins og hún er til þess eins að við getum lifað hér. Að allur alheimurinn sé nákvæmlega eins og hann er til þess eins að líf eins og við þekkjum það geti þrifist á jörðinni. Að guðinn þeirra hafi ákveðið að svona eigi líf að vera og svo fínstillt alheiminn til þess að lífið sem hann skilgreindi geti þrifist.
Fred nokkur Adams frá University of Michigan bjó til reiknilíkan þar sem hann getur breytt nokkrum breytum og séð hvaða áhrif það hefur á alheiminn. Með líkaninu hefur hann sýnt fram á að það sé hægt að breyta töluvert miklu frá 'okkar' alheimi og samt fá alheim sem gæti myndað líf.
Tilgátan: Er heimurinn fínstillur fyrir líf? Niðurstaðan: Nei.
Sjá: Is our universe fine-tuned for life?
Jafnvel þótt aðeins 1% af stjörnukerfum í stjörnuþokunni okkar, Vetrarbrautinni (e. Milky Way), hafi plánetur sem líkjast jörðinni þá eru þúsundir 'jarða' í Vetrarbrautinni. Og vetrarbrautin er aðeins ein af miljörðum stjörnuþoka í alheiminum.
Sjá: Solar systems like ours may be rare
- Að halda því fram að alheimurinn sé sérstaklega skapaður sem eitthvað leiksvæði fyrir menn, meðan þeir bíða eftir heimsendi svo guð geti dæmt um hverjir þóknast honum eða ekki..
- Að halda það að guð hafi skapað allan alheiminn bara til þess að sjá hvernig menn noti eða misnoti frjálsan vilja til að velja eða hafna guði..
- Að halda því fram að jörðin sé einhver sérstakur staður í öllum alheiminum..
- Að halda að alheimurinn sé fínstilltur bara fyrir menn..
.. það er hégómi.
Og síðast þegar ég vissi var hégómi ein af dauðasyndunum sjö.
In almost every list pride(or hubrisor vanity) is considered the original and most serious of the seven deadly sins, and indeed the ultimate source from which the others arise. It is identified as a desire to be more important or attractive than others, failing to give compliments to others though they may be deserving of them,[citation needed]and excessive love of self (especially holding self out of proper position toward God).
Sjá: Wiki - Seven deadly sins
"Senior Fellow" í Discovery Institute staðfestir tilganginn með ID.. að véfengja vísindi
11.8.2008 | 16:21
Speaking of your desire for this kind of particularity, you are a senior fellow at the Discovery Institute that studies and believes in Intelligent Design. How do you, as an Orthodox Jew, reconcile with this kind of generality - with the view of their being a hierarchy with a chief "designer" - while believing in and praying to a very specific God?
The important thing about Intelligent Design is that it is not a theory - which is something I think they need to make more clear. Nor is Intelligent Design an explanation. Intelligent Design is a challenge. It's a challenge to evolution. It does not replace evolution with something else.
The question is not whether it replaces evolution, but whether it replaces God.
No, you see, Intelligent Design doesn't tell you what is true; it tells you what is not true. It tells you that it cannot be that this whole process was random.
Sjá : One on One: Broadcast views | Jerusalem Post
ID er ekki kenning, ID útskýrir ekki neitt, ID segir ekki um hvað er satt. Eini tilgangurinn er að ráðast gegn þróunarkenningunni og öðrum 'guðleysis darwinisma' (vísindi sem stangast á við biblíulega bókstafstrú). Eina sem ID segir að þróun geti ekki gerst af handahófi, punktur.
NASA opnar myndasafnið sitt
11.8.2008 | 15:21
Nýlega opnaði NASA nýjan vef, www.nasaimages.org, þar sem hátt í 50.000 (gróflega áætlað af mér) myndir eru nú aðgengilegar á netinu. Þarna má bæði fynna myndir sem tengjast sögufrægum atburðum varðandi geimkönnun og einnig stórkostlegar myndir af himingeimnum sem teknar hafa verið með Hubble eða öðrum tækjum.
Skemmtilegt að fletta í gegnum þetta, þessi mynd hérna til hliðar minnir mig td. á The Total Perspective Vortex.
Erfitt að skoða svona myndir og halda samt að jörðinn sé einhver sérstakur staður í alheiminum, jafnvel einhverskonar miðpunktur og að allur alheimurinn snúist um einhverjar vesælar verur sem byggja jörðina.