Bloggfærslur mánaðarins, september 2009
Dissent from Darwinism vs. The Clergy Letter Project
8.9.2009 | 12:23
Það er fróðlegt að bera þetta tvennt saman.
Það fyrra er á vegum Discovery Institute(DI) og á að sýna fram á ósamstöðu meðal vísindamanna um þróunarkenningu Darwins:
dissentfromdarwin.org:
"We are skeptical of claims for the ability of random mutation and natural selection to account for the complexity of life. Careful examination of the evidence for Darwinian theory should be encouraged."
Síðustu tölur segja að 'fleirri en 700' hafi skrifað undir samkvæmt heimasíðu DI, og reyndar hef ég séð ýmislegt sem bendir til þess að flestir á þessum lista séu ekki einu sinni vísindamenn, hvað þá líffræðingar.
Hinn listinn er hinsvegar aðeins undirskrifaður af prestum eða öðrum sem tengjast trúfélögum á sambærilegan hátt og er beint á móti vitrænni hönnun:
The clergy letter project:
We the undersigned, Christian clergy from many different traditions, believe that the timeless truths of the Bible and the discoveries of modern science may comfortably coexist. We believe that the theory of evolution is a foundational scientific truth, one that has stood up to rigorous scrutiny and upon which much of human knowledge and achievement rests.To reject this truth or to treat it as one theory among others is to deliberately embrace scientific ignorance and transmit such ignorance to our children.
(Yfirlýsingin er lengri en þetta, feitletrun er mín)
Samkvæmt heimasíðu hafa 11.951 kristnir klerkar skrifað undir þetta. Og það er skilyrði fyrir því að komast á listann að vera 'klerkur'.
Nú grunar mig að 'klerkar' í BNA séu töluvert færri en vísindamenn hverskonar, svo það er svoldið skemmtilegt að sjá að hlutfallslega miklu fleiri klerkar hafna vitrænni hönnun en vísindamenn sem efast um Darwin.
Og þótt ég sé ekki sammála öllu sem stendur í þessu Clergy Letter Project, þá er ég alveg sammála þessu sem ég feitletraði, það er ekki hægt að hafna þróun án þess að vera vísvitandi fáfróður.
Afhverju skynsamt fólk samþykkir þróun
8.9.2009 | 10:23
Nýtt og skemmtilegt myndband frá DonExodus2 sem útskýrir margt sem sköpunarsinnar hafna og segja að eingin hafi fundið.
Og ég leyfi mér að kalla það skynsemi að hafna ekki sjálfkrafa öllum gögnunum og allri þekkingu sem við höfum í dag út frá +2000 ára gamalli skáldsögu þar sem skrifaðar eru en þá eldri munmælasögur.
Þjóðkirkjan endurskrifar sköpunarsöguna
4.9.2009 | 16:17
Þetta virðist vera þema dagsins.
Inn á www.barnatru.is, undir 'Hver er guð' stendur eftirfarandi:
Fyrir langa langa löngu sagði Guð sem er eilífur eins og þú veist núna:
,,Verði ljós!
Og það varð ljós.
Síðan skapaði Guð himininn, sól og stjörnur. Hann skapaði jörðina og allt sem á henni er.
Guð lét jörðina snúast í kringum skínandi bjarta sólina.
Þar er greinilega verið að matreiða sköpunarsöguna ofan í börn sem einhvern sannleik. Síðasta setningin stingur hinsvegar í stúf og er ekki í samræmi við það sem stendur í biblíunni.
14Guð sagði: "Verði ljós á festingu himinsins, að þau greini dag frá nóttu og séu til tákns og til að marka tíðir, daga og ár.
15Og þau séu ljós á festingu himinsins til að lýsa jörðina." Og það varð svo.
16Guð gjörði tvö stóru ljósin: hið stærra ljósið til að ráða degi og hið minna ljósið til að ráða nóttu, svo og stjörnurnar.
17Og Guð setti þau á festingu himinsins, að þau skyldu lýsa jörðinni
18og ráða degi og nóttu og greina sundur ljós og myrkur. Og Guð sá, að það var gott.
Þarna er ferlinu vel og vandlega lýst hvernig guð festi sólina og tunglið upp á tjaldið (festingu himinsins) sem hann setti yfir jörðina.
Skemmtilegt samt að þeir breyta ekki út frá því að guðinn þeirra skapaði ljósið áður en hann skapaði sólina sem gefur frá sér ljósið sem við búum við. En það er ekki víst að markhópurinn fyrir þessa síðu kirkjunnar, leikskólabörn, skilji fáránleikan í því.
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Genesis 2.0: Sköpunarsagan endurskrifuð útfrá 'rökum' sköpunarsinna
4.9.2009 | 12:56
Með hæfilegum skammti af vísunum í biblíulegar þversagnir.
Ótrúlegt að þeir átti sig ekki á því að þeir eru algerlega búnir að rústa því sem þeir eru að reyna að varðveita.
Fleirri útnefningar til gullnu krókóandarinnar
4.9.2009 | 11:47
Allt Youtube notendur sem ég hef aldrei heyrt um áður. Fyrsti er sköpunarsinni sem er eitthvað að bulla um steingervinga sem stenst engan veginn, annar að bulla um jarðfræði og þriðji er einnig að fara með rangfærslur um steingervinga. Td. að reyna að halda því fram að organic minerals hafi einhvern tíman verið lifandi.
The Organic Class: The organic chemicals, not the minerals, are probably the result of biological activities, but not necessarily. The key here is that the minerals are the result of geological activities and not directly the product of organisms.
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 11:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Allar tilgátur Micheal Behe um vitræna hönnun hafa verið hraktar
2.9.2009 | 16:17
Svona kannski í framhaldi af síðustu færslu, um það hvernig sköpunarsinnar sannfæra sjálfa sig um að þeir hafi rétt fyrir sér, langar mig að skoða eftirfarandi ummæli úr blogginu hans Mófa (þar sem hann bannar mér að gera athugasemdir hjá sér):
Sveinn
Öll dæmin hans Behe hafa verið hrakin, sum hver áður en hann skrifaði um þau.Svar Mófa
Engin af þeim hefur verið hrakin.
Sjá: http://mofi.blog.is/blog/mofi/entry/937622/#comment2579873
Þessi yfirlýsing Mófa er stórmerkileg í ljósi þess að bæði ég og Sveinn ásamt fjölda annara höfum ítrekað bent honum á að það sem Michael Behe hefur bullað um Intelligent Design (ID) stenst engan vegin og alltaf því sem hann hefur sagt málstað ID til stuðnings hefur verið hrakið.
Stærsta framlag Behe til ID er hugmyndin um Irreducible Complexity (IC), að það séu til hlutir (líffæri) sem eru svo flóknir að það sé ekki hægt að taka neinn 'bút' (prótein) af þeim í burtu án þess að þeir hætti að virka. Rökin eru þá; Af því að það sé ekki hægt að taka það í sundur þá er ekki hægt að setja það saman í smáum skrefum.
Sjáum nú til:
- The Evolution of the Flegellum- Youtube, cdk007.
- Irreducible Complexity (becterial flagellum) debunked- Youtube, fyrirlestur með lífræðinginum Ken Miller.
- Irreducible Complexity and Micheal Behe- Greinasafn á Talkorigins með greinum sem hrekja allar hugmyndir Behe um IC.
- Recently in Irreducible Complexity..- Greinasafn á Panda's Thumb sem hrekja IC.
- Recently in Flagellum evolution..- Greinasafn á Panda's Thumb sem fjalla um hvernig hlutur eins og flagellum getur þróast.
- New Work Documents the Evolution of Irreducibly Complex Structures- Grein sem fjallar um þróun IC kerfa (eins og titillinn segir).
Þarna inn á milli í greinum á Talkorigins og Panda's Thumb er einnig minnst á og hraktar þær hugmyndir Behe um að ferlið sem veldur storknun blóðs og jafnvel ónæmiskerfið sé IC.
Allt hrakið.
Annað skemmtilegt dæmi sem sýnir hvað Behe bullar er þegar hann gagnrýndi rannsókn þar sem hann beinlínis segir að það sem rannsóknin leiddi í ljós væri ómögulegt. Sjá: PZ Myers - Historical Contingency in the evolution of E. coli. Maðurinn virkilega segir að það sem gerðist sé ómögulegt, eftir að það gerðist.
Bæði það (að Behe segir að það sem gerðist hafi verið ómögulegt, þótt það hafi gerst) og svo að sköpunarsinnar gleypa við öllu sem Behe segir gerir lítið annað en sanna það að sköpunarsinnar hafna öllum gögnum, eða einfaldlega skoða þau ekki, sem eru í mótsögn við þeirra sköpunarsögu.
Meira að segja samkennarar Behe við Lehigh Háskólann sáu ástæðu til að setja eftirfarandi yfirlýsingu á heimasíðu skólans:
The department faculty, then, are unequivocal in their support of evolutionary theory, which has its roots in the seminal work of Charles Darwin and has been supported by findings accumulated over 140 years.The sole dissenter from this position, Prof. Michael Behe, is a well-known proponent of "intelligent design." While we respect Prof. Behe's right to express his views, they are his alone and are in no way endorsed by the department. It is our collective position that intelligent design has no basis in science, has not been tested experimentally, and should not be regarded as scientific.
Sjá: Department Position on Evolution and "Intelligent Design", feitletrun mín.
Svo, hefur öllum dæmum Behe um IC verið hafnað? Já.
Skil ekki hvernig Mófi getur haldið öðru fram með góðri samvisku þegar honum hefur marg oft verið bent á hið gangstæða. Nema náttúrulega hann hafi; valkvæmt minni, ekki kynnt sér það sem honum var bent á og/eða hreinlega hafni öllu því sem ekki passar við hans bókstaflega skilning á biblíunni.