Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2010
Bíó: biblían og heimsendablæti
14.1.2010 | 10:46
Í gær fjallaði ég lauslega um myndina Book of Eli, sem fjallar um mann sem gætir síðasta eintak biblíunnar sem á að geta endurreist samfélag manna eftir að hamfarir hafa nánast lagt jörðina í eyði. Að minnsta kosti er sögusvið myndarinnar, Bandaríkin, í svona 'post-apocalyptic state', veit ekki hvernig það kom til.
En þemað; heimsendir, biblían og trú.
Í gær sá ég líka trailer fyrir myndina Legion, þar sem söguþráðurinn snýst um að mannkyn hafi endanlega misst trúna á guði og hann hafi því ákveðið (enn einu sinni) að útrýma öllum. Eina von mannkyns er auðvitað nýfætt barn sem gætt er af sundurleitum hóp manna og einum engli á veitingastað í miðri eyðimörk.
Aftur er þemað; heimsendir, biblían og trú.
Í ár á aldeilis að græða á kristnum sem bíða spenntir eftir heimsendi.
Skemmtileg tilviljun..
13.1.2010 | 11:31
Innan skamms verður frumsýnd myndin Book of Eli þar sem Denzel Washington fer með aðalhlutverkið. En myndin gerist 2043 þegar hamfarir eða stríð hafa lagt Bandaríkin í rúst, Washington leikur Eli sem ferðast um landið með síðasta eintakið af Biblíunni sem á að vera eina von mannkyns um að endurreisa samfélagið.
Hvað ætli Biblían hans Washington segi um markaðssetningu?
ImDB: The Book of Eli (2010)
Kvikmyndir.is: The Book of Eli (2010)
Wiki: The Book of Eli
Denzel Washington lifir samkvæmt Biblíunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 11:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Hversu margar stjörnur komast á bakvið littla fingur?
11.1.2010 | 10:55
Smá tilraun; haldið littla fingri upp til móts við nætur himinin og giskið á hvað það eru margar stjörnur á bakvið.
Ég efast um að það sé hægt að telja þær.
Ef þú horfir upp í nætur himinninn virðist vera tómt svæði á milli sýnilegu stjarnanna en í raun er 'tómarúmið' fullt af stjörnum.
Með aðstoð Hubble og fleirri sjónauka er búið að setja saman mynd af svæði sem er miklu minni en nögl littla fingurs og inniheldur tug þúsundir stjörnuþoka með miljörðum af störnum. Með berum augum frá Jörðu lítur þetta svæði út fyrir að vera bara svart tómarúm.
HubbleSite: Galaxy History Revealed in This Colorful Hubble View
Myndin sem umræðir: http://hubblesite.org/newscenter/archive/releases/2010/01/image/a/
Íslensk hornsíli bæta skilning á þróun lífs
11.1.2010 | 09:28
Íslensk hornsíli bæta skilning á þróun lífs
Skemmtilegt að sjá að Ísland (og íslensk hornsíli) komist í greinar hjá Science.
Hornsíli í Vífilsstaðavatni gegna þýðingarmiklu hlutverki í nýrri rannsókn sem bendir til þess að þróun lífs á jörðinni verði frekar í stórum stökkum en í hægari skrefum.
Þetta styður einnig við Punctuated equilibrium kenningar Stephen J Gould, sem segir einmitt að þróun verði frekar í stórum 'skrefum' frekar en smáum eins og Darwin gat sér til um.
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 10:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Og meira um óheiðarleika og ritskoðunaráráttu sköpunarsinna
8.1.2010 | 10:34
Hvað gerirðu þegar þú lýgur og ferð með rangt mál, ef þú ert sköpunarsinni þá reynirðu að ritskoða alla þá sem afhjúpa lygina og bullið.
Eitt fyrsta og augljósasta merki um að einhver fari með rangt mál er þegar þeir beita ritskoðun.
(Sem er til dæmis mjög algengt hjá trúuðum bloggurum hér á blog.is)
Fyrir nokkru kom Casey Luskin nokkur, lögfræðingur sem starfar fyrr Discovery Institute, fram í 'viðtali' á Fox News þar sem hann fór með hin staðlaða sköpunarsinna áróður, sem er að megninu til lygi. Youtube notandin DonExodus2 afhjúpaði lygarnar í myndbandi á Youtube og Discovery Institute lagði fram kæru um að hann væri að nota höfundavarið efni og fékk myndbandið fjarlægt. (fjallaði um það áður: Sköpunarsinnar ljúga.. og reyna svona að ritskoða þá sem afhjúpa þá).
Uppfærsla frá DonExodus2 um málið:
Upprunalega vídeóið frá DonExodus2 þar sem hann afhjúpar lygarnar og bullið í Luskin:
Eina vopn trúarbragða gegn skynsemi er ritskoðun.
Trúleysingi ársins 2009
5.1.2010 | 14:08
"There is probably no god. Stop worrying and enjoy your life."
Í lok ársins 2008 sá Ariane Sherine auglýsingu á strætó frá kristnum samtökum (jesussaid.org) með URL-i á heimasíðu þar sem því var haldið fram að allir sem væru ekki kristnir myndu brenna í helvíti til eilífðar nóns, og bloggaði um það. 6. janúar 2009 birtust fyrstu auglýsingarnar á strætisvögnum, samtals var auglýst á 800 vögnum en einnig í neðanjarðarlestakerfi London og á risaskjánum á Oxford Street.
Athiest Bus Campaign var kominn af stað, að mínu mati áhrifamesti 'trúleysis-gjörningurinn' á liðnu ári.