Að skilja ekki skilgreiningar

Skilgreiningar eru skemmtilegt fyrirbrigði, einfalt dæmi er td. mælieiningin Metri sem er vel skilgreint alþjóðlegt hugtak.  Þegar einhver notar mælieininguna Metri þá skilja allir hvað hún þýðir.  Ég get td. ekki komið með mína eigin skilgreiningu á Metri og haldið því fram að allir aðrir séu að mæla vitlaust og ætlast til þess að einhver taki mark á mér.

Trú er líka vel skilgreint hugtak:

Sjá wiki: Trú;
Trú er í víðum skilningi að hafa eitthvað fyrir satt eða fyrir eitthvað sem vonað er að muni verða. Í þrengri skilningi orðsins getur það átt við trú á yfirnáttúrlegar verur eða algildan sannleika, án bindingar við skipulegan átrúnað. Trú getur einnig verið það að aðhyllast tiltekin trúarbrögð, að tilheyra tilteknu trúfélagi.

Og svo er trúleysi annað hugtak sem er vel skilgreint:

Sjá wiki: Trúleysi;
Trúleysi er sú afstaða að trúa ekki á yfirnáttúrulegar verur eða öfl, þ.m.t. guði. Er stundum notað sem samheiti yfir guðleysi, þótt það síðarnefnda útiloki ekki endilega trú á yfirnáttúru aðra en guði.

En, það eru alltaf einhverjir sem skilja ekki skilgreiningar.  Td. heldur einhver 'Grútur' því fram í bloggfærslunni '"Trendið" sem er trúleysi' að trúleysi sé í raun og veru trú (í þrengri skilningi orðsins), hef reyndar heyrt marga trúaða bloggara halda þessu fram.  Það er hinsvegar nokkuð ljóst að 'Grútur' er með einhverja allt aðra skilgreiningu á trúleysi en gengur og gerist, af skilgreiningu hugtakanna sést augljóslega að trúleysi er "ekki trú".  Skilgreiningarnar útiloka hvor aðra, einhver sem er trúaður getur ekki verið trúlaus og einhver sem er trúlaus getur ekki verið trúaður.

Auðvitað trúa trúleysingjar ýmsu í víðari skilningi orðsins; ég trúi því alveg þegar ég les gagnrýni um bíómynd hvort hún sé góð eða slæm og ég trúi því alveg að það verði hæg suð-austan átt, 4 metrar á sekúndu, 14°C hiti og lítils háttar rigning um hádegisbil á morgun (6.8.2009) eins og segir á www.vedur.is.  Það hefur hinsvegar ekkert með það að gera að trúa í þrengri skilgreiningu orðsins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já það er mjög heimskulegt að segja að sá sem trúir EKKI sé líka í trúarbrögðum... hreinasta heimska

Afar slöpp tilraun til þess að reyna að gera trúfrjálsa að einhverjum trúarhóp... sem er hreinasta della, algerlega eins og við er að búast af sumum ;)

DoctorE (IP-tala skráð) 5.8.2009 kl. 15:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband