Að þjást af kærleik
24.7.2009 | 14:36
Rak augun í bloggfærsluþar sem höfundur segist hafa fengið sýn af jesú þjást á krossinum og bætir svo við:
"Nema það að það fylgdi þessu rosalega mikill friður og yfirgnæfanlegur kærleikur. Ég heyrðu Jesú segja við mig það ver mér mikil heiður að deyja fyrir þig."
Og einhvern vegin þykir mér þetta rangt, það er kannski bara ég en ég tengi engan vegin saman frið, kærleik og heiður við þjáningu og dauða. Finnst það eiginlega bara frekar sjúkt.
Tvennt sem kom upp i huga mér við þessa lesningu. Las fyrir nokkrum mánuðum grein á New Scientist um hvernig fólk er líklegra til að trúa hlutum ef aðrir þjáðust fyrir þá (Religions owe their success to suffering martyrs). Friðsamlega og kærleiksríka þjáning jesús á krossinum kemur þar sterkt inn í kristna trú. Td. segir höfundur bloggfærslurnar:
"Þetta er verð að tala um það sé heiður að þjást fyrir Jesú krist hér á jörini."
Sem kemur nákvæmlega inn á einn punkt í greininni sem segir að þegar fólk er svo farið að trúa þá er það tilbúið að taka á sig sömu þjáningar.
Þarna er líka spilað grimmt inn á samviskuna; jesú þjáðist fyrir þig, það væri þér heiður að þjást fyrir hann á móti, þar af leiðandi væri það óheiðarlegt að neita að þjást fyrir jesú á móti. Enginn vill vera óheiðarlegur, satt?
Það seinna var þetta með að jesú hafi þótt það heiður að deyja (og þjást) fyrir viðkomandi bloggara. Bæði finnst mér það lýsa miklum hégóma, sem ég hélt að væri ekkert sérstaklega kristilegt. Mér þætti það sjúkt ef einhver vildi deyja fyrir mig og myndi fara fram á að viðkomandi væri lokaður inni á viðeigandi stofnun.
Guð er..
23.7.2009 | 11:55
Rak augun í könnun á heimasíðu Lifandi Vísinda með fyrir sögninni 'Guð er' (get því miður ekki linkað beint á könnunina).
Tvennt skemmtilegt við þessa könnun; fyrst að 49% (af 2641 sem höfðu kosið þegar ég skrifa þetta) höfðu valið 'Ekki til' og svo að 14% höfðu valið 'Allt þetta og meira til' (væntanlega verið að vísa til allra valmöguleika í könnuninni). Svo c.a. 370 manneskjur álíta að guð er 'algóður', 'almáttugur', 'hinn mikli andi', 'eins og lýst er í biblíunni', 'jesú kristur', meira til.. og að hann sé ekki til og að þeir viti ekki hvað guð er.
Auðvitað er könnunin hjá þeim illa upp sett en þetta sýnir líka hvað fólk hugsar lítið áður en það velur.
Það eru aðeins þrír svarmöguleikar sem "meika sense" fyrir mig amk., 'Ekki til', 'Veit ekki' og 'Eins og lýst er í biblíunni' (skil ekki hvernig trúaðir ætla að álykta að guð sé einhvern vegin öðruvísi en honum er lýst í biblíunni). Þegar þetta er skrifað hafa 49% valið 'Ekki til', 10% 'Veit ekki' og 5% 'Eins og lýst er í biblíunni'.
Júpiter er hættulegur jörðu
22.7.2009 | 14:16
Í færslu sinni, "Skjöldur jarðar, Júpiter", ályktar Mófi (án þess að færa fyrir því nein rök) að það sé merki um hversu vel alheimurinn sé hannaður að Júpíter sé einhvers konar skjöldur fyrir Jörðina sem hafi verið 'settur' á þann stað sem plánetan er.
Það er alrangt. Reiknilíkön sem notuð voru í rannsóknum sýna fram á að Júpíter beinir í raun loftsteinum inn á spörbaug Jarðar og skapar því aukna hættu á að loftsteinar lendi á Jörðu. Reyndar væri ástandið verra ef smærri pláneta, td. Neptun eða Saturn, væri á sama sporbaug og Júpíter en niðurstöðurnar sýna að best væri (fyrir jörðina) ef þarna væri en þá minni eða jafnvel engin pláneta yfir höfuð.
Hverskonar hönnun væri það (fyrir jörðina) sem beindi fleiri lofsteinum í áttina að jörðu og beinlínis yki hættuna á árekstrum? Svarið er einfalt; það er engin hönnun.
Áhugasamir geta kíkt á grein á New Scientist um niðurstöðurnar: Jupiter increases risk of comet strike on Earth.
![]() |
Árekstur við Júpíter |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 16:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Brot á skilmálum blog.is
22.7.2009 | 12:19
Í samskiptum við ritstjóra blog.is, sem getið er í færslunni á undan, þar sem mófi kvartaði undan mér spurði ég hvort eftirfarandi færslur væru ekki brot á skilmálum blog.is.
"Notandi samþykkir að miðla ekki ólöglegu efni, áreiti, hótunum, særandi skrifum eða nokkru öðru sem getur valdið skaða. Notandi samþykkir sérstaklega að miðla ekki háði, rógi, smánun, ógnun eða ráðast á mann eða hóp manna vegna þjóðernis, litarháttar, kynþáttar, trúarbragða eða kynhneigðar, í samræmi við ákvæði 233. gr. a. almennra hegningarlaga nr. 19/1940."
- Frá Darwin ti Hitlers; Mofi reynir að tengja Hitler við þróunarkenninguna til að sverta hana með voðaverkum hans. Hitler var hinsvegar kristin sköpunarsinni sem trúði engan vegin á þróun mans frá 'óæðri' verum.
- Putin klæðir Stalin upp sem engil; Mófi reynir að klína voðaverkum Stalíns á þróunarkenninguna ('darwinisma') og guðleysi. Sem er náttúrulega bull þar sem þótt Stalín hafi samþykkt þróun hafnaði hann kenningum Darwins og kaus frekar kenningar Jean-Baptiste Lamarck.
- Dæmi um guðleysis stjórnvöld; Mófi reynir að kenna guðleysi um voðaverk Pol Pot. Þótt Pol Pot haf kannski sannarlega verið trúlaus, þá eru engar heimildir fyrir því að það hafi haft afgerandi áhrif á gjörðir hans og Rauðu Kmeranna. Þeir voru fyrst og fremst kommúnistar sem vildu breyta þjóðfélaginu með social engineering. Trúleysi/guðleysi hefur ekkert með það að gera.
- Ávextir darwinismans; Mófi vill kenna Darwin og þróunarkenningu hans um fjöldamorð í skóla í Finnlandi. Einstaklega ósmekkleg grein með quote-mine í Darwin sem segir aðeins hálfan sannleikan.
Allar þessar greinar virðast einungis vera til þess að rægja og smána trúleysi, trúleysingja og þróunarkenninguna með rangfærslum.
Veit ekki til þess að ritstjóri blog.is hafi brugðist við þessum upplýsingum, þessar færslur eru allar en þá inni, hann er líklega uppteknari við það að banna óþolandi einstaklinga eins og mig sem reyna að benda á ruglið sem flæðir óheft upp úr fólki eins og Mófa.
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 13:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Trú í myrkri - trú sem þolir ekki gagnrýni
22.7.2009 | 11:19
Það er fátt jafn hressandi og að vera bannfærður af kristilegum bloggurum, jafnvel tvisvar eða þrisvar á dag, fyrir það eitt að spyrja þá spurninga sem þeir geta ekki svarað eða benda þeim á að eitthvað sem þeir eru að halda fram sé eintómt rugl. Ótrúleg seigla hjá sumum að banna mann aftur og aftur og eyða vandræðalegum færslum í ljósi þess að það er ekkert mál að stofna bara nýjan blog.is notanda og að það er ekkert í skilmálum blog.is sem bannar það.
Ritstjóri blog.is lokaði reyndar á mig vegna kvörtunar og opnaði ekki aftur fyrr en ég hafði lofað að vera ekki að ónáða viðkomandi bloggara aftur, bar við einelti.
En hvað eru bloggarar að bera sínar skoðanir á torg ef skoðanirnar standast engin rök og þeir sjálfir þola enga gagnrýni? Reyndar hef ég þá tilgátu að þeir sem blogga hvað mest eru þeir sem hafa minnsta trúarsannfæringu. Stanslausar endurtekningar á sömu rökvillunum, trúarsannfæringu þeirra til stuðnings, er ekkert nema örvæntingafull tilraun til að sannfæra sjálfa sig, eins og að ef eitthvað er sagt nógu oft hljóti það að vera satt. Ef þeim er bent á að rökin standist ekki, staðhæfingarnar séu rangar og að svörin séu bara útúrsnúningur er bannað og ritskoðað.
Held að Mófi lýsi þessu best sjálfur.
Mófi: "Sumir náttúrulega geta ekki lært af þannig einföldum lexíum af því að þeirra trú blindar þá."
Talandi um Mófa, þar sem það var víst hann sem ég átti að vera að leggja í einelti, þá er hann alveg ótrúlega gott dæmi um bókstafstrúaðan einstakling sem virðist aðallega vera að skrifa til að sannfæra sjálfan sig. Sama hversu oft það er bent á að rökin hans standast ekki og staðhæfingarnar byggist á engu nema hans trú og skoðunum þá tekur hann engum sönsum. Og svo þegar hann verður rökþrota þá bannar hann og ritskoðar, sem er skondið miðað við fyrri yfirlýsingar.
Mófi: "Ég kem hérna fram algjörlega fyrir opnum tjöldum og leyfi öllum að gagnrýna mína trú eins og þeim listir."
Já, einmitt það. Leyfir öllum að gagnrýna, hljómar eins og kristið umburðarlyndi í verki.
Mófi: "..ég er með langan lista af bloggurum sem ég er búinn að banna svo ég get engan veginn gefið mig út fyrir að leyfa öllum að tjá sig hérna."
Gott að fá það á hreint, en hvar er umburðarlyndi núna? Hann bannaði mig að minnsta kosti fimm sinnum og ég hef ekki tölu á hversu mörgum athugasemdum hann eyddi. Umburðarlyndið er ekkert nema yfirskin og yfirlýsingin um að leyfa öllum að gagnrýna er ekkert nema hræsni. Td. í ljósi þess að viðkomandi heldur því fram að sömu kristnu gildi séu undirstaða lýðræðis, mannréttinda og frelsis í heiminum.
Mófi: "Þegar við skoðum sögu hins vestræna heims þá sjáum við að kristni hefur upplýst stærstu afrek vestrænnnar menningar. Þegar við lesum bækur Hitchens og Dawkins og fleiri guðleysingja þá í þeirra lista yfir stofnanir og gildi sem þeir halda mest upp á eins og mannréttindi, réttinn til að fylgja sannfæringu sinni, líðræði, jafnrétti kvenna og karla og endalok þrælahalds. Þegar þú skoðar mannkynssöguna þá kemstu að því að þessi gildi komu vegna kristninnar trúar. Ef kristni væri ekki til þá væru þessi gildi ekki vera til eins og við þekkjum þau í dag. Svo það er engin spurning að það er eitthvað mjög stórkostlegt við kristni.. "
Skrítið, hann gleymdi alveg að minnast á ritskoðun og skoðanakúgun.
Ég ber virðingu fyrir trúuðum sem eru öruggir í sinni trú, af hvaða trúarbrögðum sem þeir eru. Trúuðum sem þurfa ekki að nota rangfærslur, útúrsnúninga og jafnvel lygar til að réttlæta sína trú fyrir sjálfum sér eða öðrum. Mófi fellur ekki í þann flokk, hann getur ekki einu sinni verið samkvæmur sjálfum sér hvað þá trúnni sem hann trúir svo heitt.
Ef þú trúir einhverju bjánalegu, td. að himinni sé grænn, þá skaltu ekki blogga um það ef þú þolir ekki að fá athugasemdir um litblindu eða að þú sért einfaldlega bjáni.
Mófi: "Þegar einhver sýnir heimsku, trekk í trekk eftir að hafa verið leiðréttur þá finnst manni stundum þörf á því að láta viðkomandi vita að núna er hann byrjaður að hegða sér heimskulega í veikri von að hann taki sig á."
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 12:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Sköpunarsinnar ljúga.. og reyna svo að ritskoða þá sem afhjúpa þá
12.6.2009 | 10:06
DonExodus2er duglegur á YouTube við að afhjúpa ruglið og lygarnar í sköpunarsinnum.
Nýlega stóð hann laumu-sköpunarsinnann Casey Luskingera það sem hann gerir best, ljúga í sjónvarpi og tók það náttúrulega fyrir í Videoi:
Viðbrögðin hjá Discovery Institute (þar sem Luskin vinnur) brást við með því að kæra DonExodus2 fyrir að brjóta höfundarréttarlög á efni sem Discovery Institute á ekki:
Hvet alla til að kíkja á videoin hjá DonExodus2 þar sem hann afhjúpar lygina og útúrsnúningana í þessu liði sem beitir öllum brögðum í baráttu sinni gegn vísindum og rökhugsun.
Kristinn kærleikur í verki
17.9.2008 | 11:36
Þýskur prestur gerði lag þar sem páfinn er gagnrýndur og viti menn. Hann er núna undir lögregluvernd meðan rannsakaðar eru morðhótanir sem honum bárust frá kaþólikkum.
The hate mail has poured in, apparently.
You dirty protestant pig, I shit on you and your dirty songs, read one note.
When a newspaper prints a Mohammed cartoon, entire cities burn," read another. "But when the Holy Father is ridiculed in blasphemy, we are supposed to just accept that? No, not like that Mr. Bittlinger you will surely receive the justice you deserve.
Svipuð viðbrögð voru þegar PZ Myers móðgaði heilaga kaþólska kexið: Að vanvirða heilagt kex - meiri glæpur en Helförin?
En voru það ekki kristnir sem hneyksluðust á viðbrögðum múslima í stóra muhamed-teiknimyndamálinu? Og ég sem hélt að kristnir ættu að vera svo miklu betri, umburðarlyndari og það allt.. greinilega bara yfirskyn.
Hér er annars lagið:
http://www.youtube.com/watch?v=qTpwh4hCGZk
(Youtube vill ekki leifa mér að setja það beint inn)
Sjá:
- German priest gets police protection for insulting Pope
- Fatwa envy and Clemens Bittlinger. Police called.
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 11:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Does Intelligent Design Have Merit?
17.9.2008 | 11:11
Var að lesa greinina "The Discovery Institude Needs your help" inn á Pandas Thumb. Þar er fjallað um að ID sé enn og aftur komið í vandræði á "Does Intelligent Design have merit" á Opposing Views síðunni.
With about 70 billion stars and as many as 100 million life forms (at least here on Earth), the universe is a stunningly complex place. Did all of this matter evolve independently, or was it guided by a larger force as proponents of intelligent design believe? With the debate raging in living rooms, classrooms and courtrooms, the stakes are high when it comes to determining intelligent designs merit.
Þarna koma svo fram rök með og á móti (veit ekki hvort hver sem er getur gert það) og svo er umræða um rökinn. Er bara búinn að lesa hluta af 'já' rökum Behe, sama gamla tuggan um IC og detecting design, Nick Matzke er sem betur fer mættur á svæðið til að reyna að leiðrétta þetta enn einu sinni:
Behe is ignoring lots of relevant data
Unfortunately Dr. Behe continues his standard modus operandi, which is making bald assertions backed up by incredibly tenditious interpretations of mainstream evolutionary research, and ignoring the counterevidence which has been publicly presented to him again and again.
En eins og svo oft þá virðist Behe bara velja það sem hentar og afneita öllu því sem stangast á við hans.. von.. um yfirnáttúrulegar útskýringar á því sem hann skilur ekki eða finnst of ótrúlegt.
Annars, skemmtileg og fróðleg lesning fyrir þá sem hafa áhuga.
LHC : Vitræn hönnun vs. náttúrulegir ferlar
12.9.2008 | 14:25
"Upplýsingar og flóknar vélar verða ekki til af sjálfu sér, þær þurfa hönnuð."
- Mófi, hvar sem hann kemur því að (Sennilega copy/paste og þýtt af AiG).
Large Hadron Collider er ein stærsta og flóknasta vél sem menn hafa nokkurn tíman smíðað. Engin deilir um að slík vél þurfi 'vitræna hönnun' til að verða að veruleika.
Samt, má finna álíka fyrirbæri í náttúrunni: Cosmic particle accelerator pinpointed in Crab Nebula
Þetta fyrirbæri er náttúrulegur öreindahraðall án hönnunar.
Einhverjir munu væntanlega segja 'guð gerði það' og að þetta sé stórkostlegt dæmi um hvað guð er æði, án þess þó að hafa nokkuð í höndunum annað en von.
Trúir þú á þróun?
12.9.2008 | 10:59
Margir trúaðir virðast halda að það sé ekki hægt að hafa skoðun á hlutunum án þess að Trúa (með stórum staf) á þá. Það er alveg hægt að trúa einhverju án þess að það séu trúarbrögð, ég get td. trúað einhverju sem mér er sagt eða trúað að eitthvað sé rétt því það allt sem ég veit bendir til þess.
PZ Myers kom með skemmtilegan vínkil á þetta út frá könnun þar sem fólk var spurt hvort það Trúði á big bang. Ekki hvort það trúði því að kenningin um big bang sem upphaf alheimsins eins og við þekkjum hann sé rétt eða líkleg.. heldur hvort fólk Trúði á big bang.
Yes, I believe evolution is true.
I consider it the best explanation of the origin and diversity of life on earth,
and it is backed by an immense body of evidence. Strictly speaking,
it is not a matter of belief, but a recognition of the knowledge
of qualified experts and a familiarity with the research
that has been done in the field; I would also
add that science does not deal in absolute
truth, but strives for approximations,
and is always willing to discard old
ideas if better explanations
with better evidence
come along.
Do you have evidence for an alternative theory?
Sjá : Peeeedaaaaaants!
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 11:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)