Ef læknar höfnuðu ekki yfirnáttúru og kukli
13.8.2009 | 12:14
Skyldi það gera þá að guðleysingjum að útiloka hjátrú frá læknavísindum ?
Trúir þú á álfa - (Hversvegna trúir fólk á biblíuna)
12.8.2009 | 14:37
Trúleysingjar og bókstafstrúaðir (kristnir í þessu samhengi) eiga alveg ótrúlegustu hluti sameiginlega, td. hafna báðir hópar ýmiskonar þjóðtrú og hjátrú.
Trúleysingjar átta sig samt á því (amk. þeir sem ég þekki til) að ef þú hafnar tilvist ákveðins yfirnáttúrulegs fyrirbæris, td. álfa þá ertu jafnframt að hafna öllum öðrum yfirnáttúrulegum fyrirbærum með sömu rökum. Trúaðir hafna hinsvegar oftast öllum yfirnáttúrulegum fyrirbærum nema þeim sem snúa að þeirra eigin trú, jafnvel þótt sömu rök væri hægt að nota gegn þeim. Þetta hlýtur að vera einhvers konar sjálfsblinda, svona eins og að gagnrýna aðra en sjá síðan ekki sama galla í sjálfum sér. Það er bara hræsni að gagnrýna fólk fyrir að trúa á álfa þegar viðkomandi trúir svo sjálfur á tröll.
Hver er td. munurinn á álfum, tröllum og englum? Hver er munurinn á guðum ásatrúarmanna, hindúa eða kristinna? Að mínu áliti er munurinn enginn. Allt byggist þetta á gömlum þjóðsögum sem gengið hafa milli kynslóða, jafnvel munmælasögum, sem bæta við sig og breytast í hverri frásögn og/eða þýðingu þangað til það er búið að afbaka og ýkja upprunalegu söguna og jafnvel mynda einhverja hjátrú í kringum efnið.
Þegar ég var yngri fórum við stundum í leik, td. í skólanum, þar sem allir mynduðu hring og svo átti einn að velja orð og hvísla því að td. þeim sem sat á vinstri hönd og orðið þannig látið 'ganga' hringinn. Man ekki eftir því að það hafi nokkurn tíman tekist að koma orðinu/setningunni rétt allan hringinn. Samt byggjast öll stærstu skipulögðu trúarbrögðin á þúsund ára gömlum bókum/ritum sem byggjast á en þá eldri heimildum sem hafa gengið manni af manni í hundruðir ef ekki þúsundir ára og allir (átrúendurnir) halda að þeir séu að fylgja óskeikulu orði guðs/guða.
Einmitt, biblían á að hafa orðrétt eftir guði eitthvað sem hann sagði/hugsaði fyrir ~6500 árum síðan, þegar það var engin til að heyra í honum, ekki einu sinni súrefni til að bera hljóðið. Allar sögurnar í biblíunni eru sagðar af mönnum, skrifaðar af mönnum og þýddar af mönnum. Og samt er henni einhvern vegin tekið trúanlega fram yfir allar hinar þjóðsögurnar sem eru líka sagðar af mönnum, skrifaðar af mönnum og þýddar af mönnum.
Hvernig er hægt að segja að ein munnmæla sagan sé bull en önnur innblásin af guði þegar það eru nákvæmlega jafn lítið sem styður þær? Voru menn sem skrifuðu um æsi ekki jafn mikið innblásnir af Óðni og Móse var innblásinn af sínum guð? Hver er munurinn? Hvernig er hægt að hafna einni þjóðsögu en samþykkja aðra þegar það er í raun jafn lítið/mikið sem styður þær?
Eina rökrétta niðurstaðan er að trúaðir samþykki nánast umhugsunarlaust allt sem fellur að þeirra trú. Td. trúaðir (kristnir) gefa sér að guðinn þeirra sé góður og ef þeir heyra sögu um hversu góður guðinn þeirra er þá gleypa þeir við því. Seinna er sagan notuð til að staðfesta að guðinn sé góður (Það stendur í biblíunni að guð sé til, guð segir að það biblían sé sönn -> guð er til). Sem trúleysingi tek ég hinsvegar þjóðsögum með fyrirvara, þjóðsaga er þjóðsaga og þá skiptir engu hvort mig langar að trúa því að sagan sé sönn.
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um óvísindaleg vísindi og yfirnáttúrulegar ályktanir
7.8.2009 | 10:55
Mófa finnst vísindi vera óvísindaleg af því að þau útiloka hið yfirnáttúrulega. (Undir venjulegum kringumstæðum myndi ég benda honum á hversu mikið rugl þetta viðhorf er í hans eigin bloggi en það flokkast víst undir einelti svo ég kem minni skoðun bara á framfæri hér).
Tilgangur vísinda er að afla þekkingar og útskýra eitthvað betur en áður var gert. Sem dæmi: Newton kom fyrst fram með kenningu sem útskýrði þyngdarafl og svo kom Einsteinseinna fram með afstæðiskenninguna sem var betri útskýring á þyngdarafli/kröftum heldur en kenning Newtons gerði. Newton hafði ekki rangt fyrir sér, en kenning hans útskýrði ekki allt og kenning Einsteins útskýrði það sem upp á vantaði (kenning Einsteins útskýrir reyndar ekki heldur allt.. en það er annað vandamál ).
Ef vísindi eiga að skila einhverjum árangri, til að þau séu marktæk, þurfa þau að vera áþreifanleg. Þeas. þau þurfa að byggja á mælingum, prófunum og gögnum sem hægt er að endurtaka. Og ef öll endurteknu prófin og endurteknu mælingarnar skila samhljóma niðurstöðu þá gefur það sterklega til kynna að niðurstaðan sé áreiðanleg.
Inn kemur mófi:
- Þeirra rök eru oftast ekki beint rök heldur heimspeki sem segir að vísindi útiloka hið yfirnáttúrulega og þar með Guð. Sem oftar en ekki fer yfir í það að gögnin skipta ekki máli því að sköpun er niðurstaða sem hægt er að hafna vegna þess að það er heimspeki sem að þeirra mati er óvísindaleg í eðli sínu.
- Vísindasamfélagið að stórum hluta hefur samþykkt þá skilgreiningu á vísindum að vísindi útiloka yfirnáttúru og þar með íhlutun Guðs.
- .. mér finnst gífurlega óvísindalegt að útiloka Guð eða yfirnáttúru fyrir fram vegna einhvers konar heimspeki. Ég veit að margir skilgreina vísindi svona og ég er þeim algjörlega ósammála. Fyrir mitt leiti eru vísindi aðferðafræði til að öðlast þekkingu á heiminum sem við búum í. Ekki að útiloka svör fyrir fram, það getur ekki verið annað en óvísindalegt.
- .. mér finnst að vísindi eiga að snúast um að afla sér gagna og fylgja þeim gögnum í þá átt sem þau benda eða leit að þekkingu. Að gefa sér fyrir fram niðurstöðu eins og þessi heimspeki gerir er að mínu mati óvísindalegt.
- Málið er ekki vísindalega aðferðin heldur ályktanir út frá gögnunum og hvort að það er eitthvað vísindalegt að hafna fyrir fram ákveðnum niðurstöðum vegna einhverrar heimspeki. Þegar kemur að spurningum eins og hvort að vitsmunir spiluðu hlutverk í myndun lífs að þá hafni maður engri niðurstöðu fyrir fram vegna einhverrar heimspeki heldur meti gögnin eins vel og maður getur.
- .. ég er heldur ekki að tala um að mæla einhverja yfirnáttúru. Ég er að tala um ályktanir út frá gögnunum, að þegar kemur að þeim þá ætti maður ekki að útilokar maður ákveðnar ályktanir vegna einhverrar heimspeki heldur fylgja gögnunum í þá átt sem þau benda.
Auðvitað eiga vísindamenn ekki að útiloka neitt eða gefa sér niðurstöður fyrir fram. Reyndar setja vísindamenn fram tilgátur og gefa sér þannig séð einhverja niðurstöðu en prófanir leiða svo hina endanlegu niðurstöðu í ljós. Annar þáttur sem hefur mikil áhrif í vísindaheiminum er ritrýni (e. peer review), sem er ferli þar sem aðrir vísindamenn fara yfir rannsóknir og gögn, framkvæma sínar eigin prófanir og annaðhvort staðfesta niðurstöðuna, eða hafna henni. Þannig að ef það er eitthvað ósamræmi í rannsókninni, gögnunum og/eða niðurstöðunum þá kemur það fljótlega í ljós.
Þannig að það gengur engan vegin upp í vísindasamfélaginu að vera búin(n) að ákveða niðurstöðuna fyrirfram eða einhvern vegin túlka niðurstöðuna öðruvísi en gögnin benda til.
Varðandi hið yfirnáttúrulega (e. Supernatural) og að það sé útilokað frá vísindum er það alveg rétt. Skilgreiningin á 'yfirnáttúrulegt' er að það er ekki hægt að mæla það, það er utan náttúrunnar, eitthvað óútskýranlegt. Þegar þú ert að rannsaka eitthvað þá viltu aldrei hafa einhverja óútskýranlega stærð, annars færðu aldrei neina marktæka niðurstöðu. Ekki bara það heldur gæti hver sem er framkvæmt sömu rannsókn og komist að einhverri allt annarri niðurstöðu. Rannsóknin væri því gagnslaus og myndi ekki færa neitt nýtt fram eða auka skilning okkar á einu eða neinu.
Segjum svo að Newton hafi sett fram þá tilgátu að hlutir falli til jarðar vegna einhverja yfirnáttúrulegra afla. Það myndi ekki segja okkur neitt, hlutir falla niður, allir vita það. Það myndi ekki útskýra afhverju, það myndi ekki útskýra gang himintunglanna, það myndi ekki útskýra hvað þarf mikinn kraft til að kasta 1kg kúlu 100m og það myndi ekki útskýra afhverju það þarf minni kraft til að kasta sömu kúlu sömu vegalengd á tunglinu, ekkert.
Á sama hátt geta gögn aldrei bent til yfirnáttúrulegra afla einfaldlega af því að það er ekki hægt að mæla neitt slíkt og því ekki til nein gögn yfir yfirnáttúruleg öfl. Það eru því aðeins tvær mögulegar útkomur; niðurstaðan er náttúruleg eða óþekkt. Auðvitað gæti 'óþekkt' bent til einhvers yfirnáttúrulegs en það er engin leið til að staðfesta það. Hver sem er getur ályktað hvað sem hann vill um yfirnáttúrulega hluti en þá sitjum við uppi með ótal ólíkar ályktanir, engin gögn til að styðja þær og í raun erum við ekkert betur sett. Hvaða ályktun er rétt, af hverju er ein ályktun eitthvað réttari en önnur? Órökstudd ályktun skilar okkur ekki betri þekkingu.
Og þess vegna verður að útiloka hið yfirnáttúrulega frá vísindum, það hefur hvort eð er engin mælanleg áhrif, það útilokar sig eiginlega sjálft. Í raun taka vísindi enga afstöðu til hins yfirnáttúrulega, það er ekki hægt að mæla neitt sem er yfirnáttúrulegt og það er ekki hægt að prófa neitt sem er yfirnáttúrulegt. Ef eitthvað hefur engin áhrif þá er óþarfi að taka tillit til þess.
Vísindavefurinn: Hvað eru vísindi
Wiki: Vísindi
Wiki: Visindaleg aðferð (e. Scientific method)
Að skilja ekki skilgreiningar
5.8.2009 | 14:02
Skilgreiningar eru skemmtilegt fyrirbrigði, einfalt dæmi er td. mælieiningin Metri sem er vel skilgreint alþjóðlegt hugtak. Þegar einhver notar mælieininguna Metri þá skilja allir hvað hún þýðir. Ég get td. ekki komið með mína eigin skilgreiningu á Metri og haldið því fram að allir aðrir séu að mæla vitlaust og ætlast til þess að einhver taki mark á mér.
Trú er líka vel skilgreint hugtak:
Sjá wiki: Trú;
Trú er í víðum skilningi að hafa eitthvað fyrir satt eða fyrir eitthvað sem vonað er að muni verða. Í þrengri skilningi orðsins getur það átt við trú á yfirnáttúrlegar verur eða algildan sannleika, án bindingar við skipulegan átrúnað. Trú getur einnig verið það að aðhyllast tiltekin trúarbrögð, að tilheyra tilteknu trúfélagi.
Og svo er trúleysi annað hugtak sem er vel skilgreint:
Sjá wiki: Trúleysi;
Trúleysi er sú afstaða að trúa ekki á yfirnáttúrulegar verur eða öfl, þ.m.t. guði. Er stundum notað sem samheiti yfir guðleysi, þótt það síðarnefnda útiloki ekki endilega trú á yfirnáttúru aðra en guði.
En, það eru alltaf einhverjir sem skilja ekki skilgreiningar. Td. heldur einhver 'Grútur' því fram í bloggfærslunni '"Trendið" sem er trúleysi' að trúleysi sé í raun og veru trú (í þrengri skilningi orðsins), hef reyndar heyrt marga trúaða bloggara halda þessu fram. Það er hinsvegar nokkuð ljóst að 'Grútur' er með einhverja allt aðra skilgreiningu á trúleysi en gengur og gerist, af skilgreiningu hugtakanna sést augljóslega að trúleysi er "ekki trú". Skilgreiningarnar útiloka hvor aðra, einhver sem er trúaður getur ekki verið trúlaus og einhver sem er trúlaus getur ekki verið trúaður.
Auðvitað trúa trúleysingjar ýmsu í víðari skilningi orðsins; ég trúi því alveg þegar ég les gagnrýni um bíómynd hvort hún sé góð eða slæm og ég trúi því alveg að það verði hæg suð-austan átt, 4 metrar á sekúndu, 14°C hiti og lítils háttar rigning um hádegisbil á morgun (6.8.2009) eins og segir á www.vedur.is. Það hefur hinsvegar ekkert með það að gera að trúa í þrengri skilgreiningu orðsins.
Til allra sem þjást af fordómum gagnvart samkynhneigð
5.8.2009 | 10:59
Endilega horfið og hlustið á þetta ágæta lag áður en þið farið að opinbera fordóma ykkar um og í kringum næstu helgi.
"Og þegar þér biðjist fyrir, þá verið ekki eins og hræsnararnir."
4.8.2009 | 13:30
Það er fátt eins skemmtilegt og að vitna í biblíuna, til að benda á hvað fólkið sem trúir á það sem stendur í henni velur og hafnar því hverju það trúir. Eða, einfaldlega hefur ekki hugmynd um hvað það er sem það trúir á.
Það eru alveg nokkrir bloggarar sem birta bænir á nánast hverjum einasta degi hér á blogginu, það eru haldnar bæna göngur (well.. amk. ein) og allskonar bæna samkomur, Omega er með bæna stundir og sjónvarpar því til allra sem vilja sjá.
Allt þykist þetta fólk vera voðalega kristið og trúað.
En hvað segir biblían um slíkt?
5Og þegar þér biðjist fyrir, þá verið ekki eins og hræsnararnir. Þeir vilja helst standa og biðjast fyrir í samkundum og á gatnamótum, til þess að menn sjái þá. Sannlega segi ég yður, þeir hafa tekið út laun sín.
6En nær þú biðst fyrir, skaltu ganga inn í herbergi þitt, loka dyrunum og biðja föður þinn, sem er í leynum. Faðir þinn, sem sér í leynum, mun umbuna þér.
7Þegar þér biðjist fyrir, skuluð þér ekki fara með fánýta mælgi að hætti heiðingja. Þeir hyggja, að þeir verði bænheyrðir fyrir mælgi sína.
8Líkist þeim ekki. Faðir yðar veit, hvers þér þurfið, áður en þér biðjið hann.
9En þannig skuluð þér biðja: Faðir vor, þú sem ert á himnum. Helgist þitt nafn,
10til komi þitt ríki, verði þinn vilji, svo á jörðu sem á himni.
11Gef oss í dag vort daglegt brauð.
12Fyrirgef oss vorar skuldir, svo sem vér og fyrirgefum vorum skuldunautum.
13Og eigi leið þú oss í freistni, heldur frelsa oss frá illu. [Því að þitt er ríkið, mátturinn og dýrðin að eilífu, amen.]
Sem sagt, það stendur í biblíunni að það sé hræsni að biðjast fyrir þar sem allir sjá til og/eða á einhvern hátt vekja athygli á tilbeiðslu sinni, jafnvel á samkundum eins og í kirkju. Þarna eru líka leiðbeiningar um að þegar trúaðir biðja eigi þeir bara að fara með faðirvorið en ekki vera að biðja um hitt og þetta, því guðinn viti nú alveg hvað það er sem þeir ætli að biðja um.
Hvernig getur fólk kallað sig kristið og trúað á biblíuna en á sama tíma brotið gegn þeim reglum sem settar eru í biblíunni? Er hægt að vera kristinn en trúa bara sumu, bara svona því sem hentar hverju sinni?
Hræsnarar, það stendur í biblíunni svo það hlýtur að vera satt.
Trúmál | Breytt s.d. kl. 13:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Um málfrelsi og mannréttindi
31.7.2009 | 11:28
Heitasta málið á blog.is í dag virðist vera lokun á bloggi DoctorE vegna ummæla hans um nafngreindan miðil. Ummælin má sjá hér, amk. þangað til því verður eytt líka. Dæmi hver fyrir sig.
Í umræðu um þetta mál á púkablogginu svarar Árni Matt fyrir sig með:
Árni: Nú þykir mér moldin vera farin að rjúka í logninu Friðrik!
Þú gerir því hér skóna að lokað hafi verið fyrir síðu DoctorE vegna þess að við séum að "loka á þá sem segja sannleikann, þótt hann sé óþægilegur".
DoctorE hefur bloggað hér í tvö ár og skrifað hundruð bloggfærslna og þúsundir athugasemda. Nú bar svo við að hann sagði nafngreindan einstakling geðveikan og glæpamann og brást svo hinn versti við þegar hann var beðinn að gæta orða sinna.
Er þetta sá "sannleikur" sem þú tekur að þurfi að koma fram? Að nafngreindur einstaklingur úti í bæ sé bæði geðveikur og glæpamaður? Hvað hefur þú fyrir þér í því? Hefur þú undir höndum læknisfræðilegar upplýsingar um að viðkomandi sé geðveikur eða sannanir fyrir því að hann sé glæpamaður? Nýtur viðkomandi einstaklingur minni mannréttinda en aðrir vegna þess að þú ert ósammála honum eða að þér finnst hann kjánalegur?
Miðað við svörin hjá Árna skilur hann ekki hugtökin málfrelsi og mannréttindi. Það snýst ekki endilega um að ég megi segja hvað sem ég vill, það snýst líka um að aðrir megi kalla mig geðsjúkan glæpamann fyrir það sem ég segi. Sem sagt, virkar í báðar áttir. Hann spyr hvort 'viðkomandi einstaklingur' njóti minni mannréttinda, en hvað með mannréttindi DoctorE. Nýtur hann minni mannréttinda hjá ritstjórn blog.is af því að hún er ekki sammála honum? Hefur 'viðkomandi einstaklingur' fullann rétt á að bulla út í eitt í fjölmiðlum en DoctorE ekki rétt á að benda hvað þetta sé mikið bull?
Ef 'viðkomandi einstaklingur' er nógu vitlaus til að koma fram undir nafni í fjölmiðlum og halda öðru eins bulli fram og 'viðkomandi einstaklingur' gerði, þá er 'viðkomandi einstaklingur' að kalla yfir sig gangrýni. Ef 'viðkomandi einstaklingur' þykist hafa einhverjar gáfur til að segja fyrir um óorðna atburði sem reynist svo bara bull þá er eiginlega eðlilegt í framhaldi því að setja fram spurningar um geðheilsu viðkomandi.
Sannleikurinn er sá að 'viðkomandi einstaklingur' var að bulla, held það sé nokkuð augljóst úr þessu ef einhver vissi það ekki fyrir. Það að 'viðkomandi einstaklingur' komi fram, undir nafni, í fjölmiðlum með annað eins bull þýðir að 'viðkomandi einstaklingur' er:
- Með athyglissýki; fólk sem gerir hvað sem er fyrir athygli, gæti jafnvel flokkast sem geðsjúkdómur.
- Geðveikur; fólk sem heyrir raddir er yfirleitt talið veikt á geði, það þarf enga læknisskýrslur eða annað, 'viðkomandi einstaklingur' lýsti þessu yfir sjálfviljugur.
- Glæpamaður; ef 'viðkomandi einstaklingur' kom með þessa bull spá í þeim eina tilgangi að hagnast á henni þá er það glæpsamlegt. Veit dæmi þess að td. börn búsett í Grindavík og á Selfossi hafi orðið hrædd eftir að hafa heyrt fréttir af þessu máli.
- Allt að ofan.
Það eru mín mannréttindi að halda þessu fram og ég hef talið upp þær ástæður sem ég byggi mína skoðun á. Mín skoðun getur alveg verið röng og öllum er velkomið að benda mér á það.
Mannréttindi | Breytt s.d. kl. 11:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ef Isaac Newton væri lifandi í dag..
30.7.2009 | 12:02
Isaac Newton var trúaður, fáir held ég sem mótmæla því. En það er samt kjánalegt að nota trú hans sem einhverskonar 'sönnun' fyrir því að trúin sé rétt (Argument from authority). En samt vilja sumir gera það og rökin virðast vera 'Newton var svakalega klár, hann var trúaður, þess vegna hlýtur trúin að vera rétt'. En þá kjánalegra er að álykta að ef hann væri uppi í dag að þá myndi hann aðhyllast nákvæmlega sömu trúarskoðanir.
Skoðum nokkur quote-mine sem sköpunarsinnum finnst gaman að draga fram sem 'rök':
Newton: Can it be by accident that all birds beasts & men have their right side & left side alike shaped (except in their bowells) & just two eyes & no more on either side the face & just two ears on either side the head & a nose with two holes & no more between the eyes & one mouth under the nose & either two fore leggs or two wings or two arms on the sholders & two leggs on the hipps one on either side & no more? Whence arises this uniformity in all their outward shapes but from the counsel & contrivance of an Author?
Newton var uppi fyrir ~300 árum síðan (1643-1727), hann dó 82 árum áður en Darwin fæddist (1809-1882). Það hafa eflaust verið uppi einhverjar hugmyndir um þróun og sameiginlega forfeður á þeim tíma sem Newton var á lífi, en það var Darwin sem fyrst tók þessar hugmyndir saman og setti fram kenningu byggða á rannsóknum sem er almennt samþykkt í dag (nema af sköpunarsinnum náttúrulega). Allar þessar pælingar Newtons um líkindi milli ólíkra dýrategunda er hægt að útskýra með sameiginlegum forfeðrum og þróun. Newton hafði ekki aðgang að þróunarkenningu Darwins, hann rannsakaði þetta ekki sjálfur og gat því aðeins ályktað út frá því sem hann sá.
Newton: Whence is it that the eyes of all sorts of living creatures are transparent to the very bottom & the only transparent members in the body, having on the outside an hard transparent skin, & within transparent juyces with a crystalline Lens in the middle & a pupil before the Lens all of them so truly shaped & fitted for vision, that no Artist can mend them? Did blind chance know that there was light & what was its refraction & fit the eys of all creatures after the most curious manner to make use of it? These & such like considerations always have & ever will prevail with man kind to beleive that there is a being who made all things & has all things in his power & who is therfore to be feared?
Annað dæmi sem Newton nefnir er augað, en eins og áður var einfaldlega lítið vitað um augað á þeim tíma sem hann var uppi. Síðan þá hefur nú ýmislegt gerst og margar rannsóknir sem til sem sýna hvernig auga getur þróast, sjá wiki Evolution of the eye. Í external links er einnig bent á:
Til frekari upplýsinga fyrir þá sem þurfa á að halda.
Ég ætla ekki að fullyrða neitt um hvort það myndi breyta trúarskoðunum Newtons, en ef hann væri upp í dag gæti hann amk. fengið svör við öllum þessum spurningum sem hann var að velta fyrir sér (að ofan) og gæti tekið upplýsta ákvörðun; á ég að trúa gögnunum sem er hægt að prófa eða því sem stendur í 2000 ára gamalli bók?
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 13:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Út í geim og heim aftur
29.7.2009 | 15:18
Skemmtilegt orðalag í þessari frétt:
Virgin Galactic var stofnað af Sir Richard Branson 2004 með það fyrir augum að reka geimflugfélag fyrir ferðamenn sem vilja komast út í geim og heim aftur.
Kannski ekki mikil markaður fyrir ferðir aðra leiðina.
Geimferðir frá Abu Dhabi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dæmisaga um .. well.. Keiko.
28.7.2009 | 14:49
Fékk eftir farandi dæmisögu sem svar við þeirri alhæfingu minni að það hefði ekkert spurst til guðs í yfir 2000 ár í athugasemd hjá öðrum bloggara.
Kristinn: Ég talaði við ungan mann fyrir u.þ.b. 10 árum sá var fæddur og uppalinn í Orlando. Hann fullyrti a Keikó, (sem þá var í Vestmannaeyja höfn)væri í Sea Word Orlando. Hans sjónarhorn náði ekki út fyrir Florida skagann. Þó að þú hafir ekki heyrt í Guði, þá þýðir það ekki endilega að >Hann sé ekki þar.
Sagan á náttúrulega einhvern vegin að sýna mér að þótt guð hafi ekki látið á sér kræla síðustu 2000 árinn (að frátöldum einstaka brenndum brauðsneiðum og myglusvepp) þá sé ég bara ekki búinn að leita nógu vel.
Mér finnst samt meira líkt með fullyrðingu 'unga' mannsins um staðsetningu Keiko og fullyrðingum trúaðra um tilvist guðs. Keiko er í Sea World og guð er á himnum, sjónarhorn 'unga' mannsins náði ekki út fyrir Flórida skaga og sjónarhorn trúaðra nær ekki út fyrir biblíuna. 'Ungi' maðurinn verður (varð.. 10 ár síðan) hugsanlega hissa og jafnvel vonsvikin næst þegar hann fer (fór) í Sea World, ætli trúaðir verði álíka vonsviknir og Jesú þegar þeir 'meet their maker'..
'Ungi' í ungi maðurinn er innan " ' " vegna þess að mér finnst það vera Ad hominem í sögunni, þjónar engum öðrum tilgangi en að draga úr fullyrðingum 'unga' mannsins vegna þess að hann er (var) ungur.