Færsluflokkur: Dægurmál

Fer ég með dópáróður?

Ég var bannaður af öðrum bloggara, aftur.

Ekki það að mér líði neitt sérstaklega illa yfir því, mér finnast ástæðurnar og ásakanirnar bara fáránlegar.

Guðrún nokkur bloggar um dópáróður á blog.is og vill meina að það sé glæpsamlegt að fjalla um fíkniefni, aðallega kannabis.  Helst virðist það fara í taugarnar á henni að þeir sem stunda slíkan 'dópáróður' vísi í Wiki máli sínu til stuðnings, ég gerði athugasemd við þá skoðun hennar að það væri bara eftirlitslaust rusl inni á Wiki.

20 Smámynd: Arnar

Guðrún: ..með því að vísa í Wikipedia og fleiri vefi sem hafa ekkert eftirlit með því hvaða rusl fer inná þá..

Hvaða heimildir hefur þú fyrir því að það sé ekkert eftirlit með því hvaða 'rusl' er sett inn á Wiki.

Og ef hver sem er getur sett hvað sem er inn á Wiki, getur þú þá ekki bara farið þangað inn og leiðrétt misskilningin fyrst þér er þetta svona hugleikið?

Arnar, 2.11.2009 kl. 13:50

Fékk ekkert svar, líklega var hún of upptekinn (sem er svarið sem maður fær oftast hjá þeim sem geta ekki svarað spurningum en þora ekki að viðurkenna það).

Seinna benti ég henni á að það væri einfaldlega ekki glæpur að fjalla um kannabis.

27 Smámynd: Arnar

Guðrún,það er ekki glæpur að tala um kannabis.  Það er ekki glæpur að segja að kannabis sé skaðminna en bæði áfengi og tóbak.  Það er heldur ekki glæpur að benda á það að á meðan lögreglan er að eyða hellings tíma,peningum og orku í nánast vonlausri baráttu gegn kannabis þá er það hellings tími, peningar og orka sem fer EKKI í að berjast gegn mun hættulegri eiturlyfjum.

Svona eins og löggan væri að stoppa alla sem keyra of hægt (það er líka hættulegt), en einbeita sér ekki að þeim sem keyra of hratt.

Arnar, 2.11.2009 kl. 14:33 

Ekkert svar.. en ég sá að í svari hennar til annars aðila þá heldur hún því fram að unglingar fari út í neyslu vegna þess að þeir lesi um að það sé sagt í lagi á 'þessum bloggum'.

28 Smámynd: Arnar

"Þeir sem umgangast unglinga sem hafa verið í neyslu þekkja vel hversu mikið þau vitna í þessi blogg"

Þessir unglingar í neyslu.. drekka þeir og reykja?

Í'þessum bloggum' er oftast minnst á það að kannabis sé hættuminna (svona heilsulega séð) en áfengi og tóbak.  Ef þessir unglingar eru svona áhrifagjarnir og fara eftir öllu sem 'þessi blog' segja þeim að gera.. af hverju neyta þau áfengis og/eða reykja?

Arnar, 2.11.2009 kl. 14:35 

Ætli ég geti túlkað það sem einhvers konar svar að athugasemdum mínum var öllum eytt og ég bannaður af blogginu hennar með orðunum:

20 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Ég ætla mér að eyða út öllum dópáróðri í svörum fólks og loka á aðgang þeirra sem að eru með dópáróður.

Fíkniefnaneyslan er skelfilegt vandamál sem að verður að taka á.

Guðrún Sæmundsdóttir, 2.11.2009 kl. 14:38

Já einmitt, þannig tekur maður á vandamálum, þaggar niður alla gagnrýni og bannar þá sem eru ekki alveg sammála.

Var ég með "dópáróður", hafði spurning mín varðandi 'ruslið' á Wiki eitthvað með "dópáróður" að gera?  Var mikil hætta á því að unglingar álpuðust inn á bloggið hennar, læsu færsluna eftir mig og hugsuðu: "Hey, þessi gaur segir að það sé ekki eintómt eftirlitslaust rusl inni á Wiki, förum og fáum okkur dóp".

Maður leysir ekki vandamál með þöggun eða ritskoðun.  Maður leysir þau með opinskárri umræðu þar sem öll sjónarmið fá að koma fram.  Guðrún er algerlega út á þekju og hefur engan áhuga á gagnrýni, sumir gætu jafnvel freistast til þess að segja að hún bulli.


mbl.is Göngudeild SÁÁ lokað ef fjárframlög minnka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eru þín sóknargjöld notuð til góðs?

Skoðum þetta aðeins í samhengi:  Sóknargjöld eru 13.274kr á ári fyrir hvern þann sem er skráður í trúfélag.

Það fara því árs sóknargjöld 120,5 manns í það að borga bætur fyrir það að biskup var að misnota aðstöðu sína til að hygla tengdasyninum.

Það fara sóknargjöld 1506,7 manna í að borga séra Gunnari 20 miljónir fyrir að hætta þessum uppsteit og láta sig hverfa án þess að valda biskup meira veseni, sóknargjöld 2260 manna ef það er rétt að séra Gunnari hafi verið boðnar 30 miljónir.

Mig langar nú bara að vita hvort það mæti um 2260 manns eða fleirri í messur á sunnudögum á landinu öllu.

Á sama tíma er lögreglan undirmönnuð, landhelgisgæslan í fjársvelti, uppsagnir á spítölum, niðurskurður í menntakerfinu (skólum).

Ef ég væri ekki þegar búinn að skrá mig utan trúfélaga myndi ég gera það núna.

Tekur þú þátt í svona rugli?


mbl.is Prestur fær dæmdar bætur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til allra sem þjást af fordómum gagnvart samkynhneigð

Endilega horfið og hlustið á þetta ágæta lag áður en þið farið að opinbera fordóma ykkar um og í kringum næstu helgi.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband