Færsluflokkur: Heilbrigðismál

Skynsemin ræður

(Nei, þessi færsla hefur ekkert með Trabant að gera)

Árið 2001 birtist grein eftir þrjá lækna við Columbia háskólan í N.Y.C. í Jornal of Reproductive Medicine þar sem þeir greindu frá rannsókn sinni, sem væri ekki frásögu færandi nema hvað þeir héldu því fram að þeir hefðu sýnt fram á að bænir ykju frjósemi kvenna sem voru í frjósemis aðgerð um 50% um fram frjósemi þeirra sem nutu ekki bæna við.

Þeir sögðust sem sagt búnir að framkvæma rannsókn sem staðfesti það að bænir virkuðu. 

Margir efuðust, þar á meðal Dr. Bruce Flamm, prófessor við háskólann í Californíu.  Hann fór yfir rannsóknar gögnin og gerði margar athugasemdir við framkvæmdina sem voru birtar í öðrum læknaritum.  Hann komst líka að því að einn af með höfundum greinarinnar var alls ekki læknir heldur lögfræðingur með masters gráðu í Parapsycology (þekki ekki hvað íslenska heitið er, einhverskonar sálarrannsóknir) og hafði áður birt margar vafasamar greinar um yfirnáttúrulegan lækningarmát. Sami einstaklingur var einnig seinna dæmdur fyrir svik og fjárplógstarfsemi (mail fraud) sem var ekki til þess að auka á áreiðanleika hans. 

Eftir ítrekaðar fyrirspurnir Dr. Flamm lét Columbia háskólinn einnig fjarlægja nafn annars höfundar af greininni, prófessors við skólann, þar sem hann sagðist bara hafa gengt ráðgefandi hlutverki.

Eini eftirstandandi höfundurinn fór í framhaldinu í meiðyrða mál gagnvart Dr. Flamm, í stað þess að leggja fram einhver frekari gögn eða rök til að styðja greinina, sem hann svo tapaði nú nýlega.

Eftir þessa útreið getur maður ekki tekið mikið mark á svona grein; einn höfundurinn var vanhæfur og þar að auki búinn að mynda sér skoðun fyrirfram, annar lét afmá nafn sitt af greininni (spurning af hverju hann leyfði það að setja nafnið sitt á hana til að byrja með) og sá þriðji reyndi að þagga niður gagnrýni með málsókn í stað þess að verja rannsóknina með gögnum og rökum.

Niðurstaðan hlýtur óhjákvæmilega að vera sú að bænir virka bara als ekki.

Michael Shermer kemur með skemmtilegan vínkil á þetta:

One wonders why the prayers do not seem to work in the other direction; that is, all those women who, due to alcohol or other external influences, engaged in sexual activity with no intention of conceiving and thus, over the course of the next several days, prayed like mad for pregnancy prevention, to no avail.

Ítarefni:


Fer ég með dópáróður?

Ég var bannaður af öðrum bloggara, aftur.

Ekki það að mér líði neitt sérstaklega illa yfir því, mér finnast ástæðurnar og ásakanirnar bara fáránlegar.

Guðrún nokkur bloggar um dópáróður á blog.is og vill meina að það sé glæpsamlegt að fjalla um fíkniefni, aðallega kannabis.  Helst virðist það fara í taugarnar á henni að þeir sem stunda slíkan 'dópáróður' vísi í Wiki máli sínu til stuðnings, ég gerði athugasemd við þá skoðun hennar að það væri bara eftirlitslaust rusl inni á Wiki.

20 Smámynd: Arnar

Guðrún: ..með því að vísa í Wikipedia og fleiri vefi sem hafa ekkert eftirlit með því hvaða rusl fer inná þá..

Hvaða heimildir hefur þú fyrir því að það sé ekkert eftirlit með því hvaða 'rusl' er sett inn á Wiki.

Og ef hver sem er getur sett hvað sem er inn á Wiki, getur þú þá ekki bara farið þangað inn og leiðrétt misskilningin fyrst þér er þetta svona hugleikið?

Arnar, 2.11.2009 kl. 13:50

Fékk ekkert svar, líklega var hún of upptekinn (sem er svarið sem maður fær oftast hjá þeim sem geta ekki svarað spurningum en þora ekki að viðurkenna það).

Seinna benti ég henni á að það væri einfaldlega ekki glæpur að fjalla um kannabis.

27 Smámynd: Arnar

Guðrún,það er ekki glæpur að tala um kannabis.  Það er ekki glæpur að segja að kannabis sé skaðminna en bæði áfengi og tóbak.  Það er heldur ekki glæpur að benda á það að á meðan lögreglan er að eyða hellings tíma,peningum og orku í nánast vonlausri baráttu gegn kannabis þá er það hellings tími, peningar og orka sem fer EKKI í að berjast gegn mun hættulegri eiturlyfjum.

Svona eins og löggan væri að stoppa alla sem keyra of hægt (það er líka hættulegt), en einbeita sér ekki að þeim sem keyra of hratt.

Arnar, 2.11.2009 kl. 14:33 

Ekkert svar.. en ég sá að í svari hennar til annars aðila þá heldur hún því fram að unglingar fari út í neyslu vegna þess að þeir lesi um að það sé sagt í lagi á 'þessum bloggum'.

28 Smámynd: Arnar

"Þeir sem umgangast unglinga sem hafa verið í neyslu þekkja vel hversu mikið þau vitna í þessi blogg"

Þessir unglingar í neyslu.. drekka þeir og reykja?

Í'þessum bloggum' er oftast minnst á það að kannabis sé hættuminna (svona heilsulega séð) en áfengi og tóbak.  Ef þessir unglingar eru svona áhrifagjarnir og fara eftir öllu sem 'þessi blog' segja þeim að gera.. af hverju neyta þau áfengis og/eða reykja?

Arnar, 2.11.2009 kl. 14:35 

Ætli ég geti túlkað það sem einhvers konar svar að athugasemdum mínum var öllum eytt og ég bannaður af blogginu hennar með orðunum:

20 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Ég ætla mér að eyða út öllum dópáróðri í svörum fólks og loka á aðgang þeirra sem að eru með dópáróður.

Fíkniefnaneyslan er skelfilegt vandamál sem að verður að taka á.

Guðrún Sæmundsdóttir, 2.11.2009 kl. 14:38

Já einmitt, þannig tekur maður á vandamálum, þaggar niður alla gagnrýni og bannar þá sem eru ekki alveg sammála.

Var ég með "dópáróður", hafði spurning mín varðandi 'ruslið' á Wiki eitthvað með "dópáróður" að gera?  Var mikil hætta á því að unglingar álpuðust inn á bloggið hennar, læsu færsluna eftir mig og hugsuðu: "Hey, þessi gaur segir að það sé ekki eintómt eftirlitslaust rusl inni á Wiki, förum og fáum okkur dóp".

Maður leysir ekki vandamál með þöggun eða ritskoðun.  Maður leysir þau með opinskárri umræðu þar sem öll sjónarmið fá að koma fram.  Guðrún er algerlega út á þekju og hefur engan áhuga á gagnrýni, sumir gætu jafnvel freistast til þess að segja að hún bulli.


mbl.is Göngudeild SÁÁ lokað ef fjárframlög minnka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Sturtur skaðlegar heilsu"

Svo hljóðar fyrirsögn á frétt á dv.is í dag (sjá: Sturtur skaðlegar heilsu).

Já, það detta væntanlega einhverjir á hverju ári í sturtu og slasast eða fá sápu í augun.  En sama má segja um næstum HVAÐ SEM ER.  Hvað eru margir sem stinga sig á nálum eða missa þunga hluti á tærnar á sér, á hverjum degi?  Gras er hættulegt heilsu þeirra sem þjást af frjókorna ofnæmi.

En eru frétta-haukar DV að vísa í eitthvað svoleiðis? 

Nei, þeir eru að vísa í frétt sem birtist í fjölmiðlum í gær um að sturtuhausar væru ákjósanlegur dvalar- og vaxtastaður fyrir ýmiskonar bakteríur sem hugsanlega gætu síðan valdið öndunarfærasýkingum hjá þeim sem nota sturturnar.  Það eru bakteríurnar sem eru skaðlegar heilsu en ekki sturtan.

Arnar Pálsson líffræðingur bloggaði um frétt mbl.i um þetta sama mál í gær: Sjúkdómurinn er öndunarfærasýking

Það eru bakteríur allstaðar.  Menn bera til dæmis með sér um tíu sinnum fleirri bakteríur en það eru frumur í líkanum og það hafa fundist amk. 182 tegundir af bakteríum sem lifa á húðinni einni saman.  Sumar þeirra eru hættulegar heilsu okkar, ef þær ná að fjölgasér nógu mikið.  Helsta leið þeirra inn í líkaman er í gegnum munn og öndunarfæri og því eru td. hendur mjög algengur miðill baktería á leið inn í líkamann.

Vonandi lætur engin blaðamenn DV vita því á yrði væntanlega næsta fyrir sögn: "HENDUR ERU HÆTTULEGAR HEILSU MANNA".


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband