"Sturtur skaðlegar heilsu"
17.9.2009 | 11:26
Svo hljóðar fyrirsögn á frétt á dv.is í dag (sjá: Sturtur skaðlegar heilsu).
Já, það detta væntanlega einhverjir á hverju ári í sturtu og slasast eða fá sápu í augun. En sama má segja um næstum HVAÐ SEM ER. Hvað eru margir sem stinga sig á nálum eða missa þunga hluti á tærnar á sér, á hverjum degi? Gras er hættulegt heilsu þeirra sem þjást af frjókorna ofnæmi.
En eru frétta-haukar DV að vísa í eitthvað svoleiðis?
Nei, þeir eru að vísa í frétt sem birtist í fjölmiðlum í gær um að sturtuhausar væru ákjósanlegur dvalar- og vaxtastaður fyrir ýmiskonar bakteríur sem hugsanlega gætu síðan valdið öndunarfærasýkingum hjá þeim sem nota sturturnar. Það eru bakteríurnar sem eru skaðlegar heilsu en ekki sturtan.
Arnar Pálsson líffræðingur bloggaði um frétt mbl.i um þetta sama mál í gær: Sjúkdómurinn er öndunarfærasýking
Það eru bakteríur allstaðar. Menn bera til dæmis með sér um tíu sinnum fleirri bakteríur en það eru frumur í líkanum og það hafa fundist amk. 182 tegundir af bakteríum sem lifa á húðinni einni saman. Sumar þeirra eru hættulegar heilsu okkar, ef þær ná að fjölgasér nógu mikið. Helsta leið þeirra inn í líkaman er í gegnum munn og öndunarfæri og því eru td. hendur mjög algengur miðill baktería á leið inn í líkamann.
Vonandi lætur engin blaðamenn DV vita því á yrði væntanlega næsta fyrir sögn: "HENDUR ERU HÆTTULEGAR HEILSU MANNA".
Meginflokkur: Vísindi og fræði | Aukaflokkar: Fjölmiðlar, Heilbrigðismál, Umhverfismál | Facebook
Athugasemdir
Setja sturtuhausinn í klórvatn öðru hvoru...................
margrét (IP-tala skráð) 29.9.2009 kl. 15:25
Og þvo sér um hendurnar fyrir mat..
Spurning hvort það sé ekki óþrifnaður sem er skaðlegur heilsu frekar en sturturnar.
Arnar, 29.9.2009 kl. 16:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.