Mófi er ótrúlegt eintak..

Í færslu sinni, Eru þetta alvöru vísindi?, reynir Mófi með einstaklega óheiðarlegum hætti að vefengja nýlegar fréttir af Ardi, nafni minn Arnar Pálsson fjallar um þessa frétt á ögn málefnalegri hátt og vísar (rétt) í heimildir, Forfaðir eða frænka.

Fyrst minnist Mófi á hið 'fræga' Nebraska-manns mál frá 1917 þar sem blásin var upp frétt um meinta 'elstu mann-apa ameríku' út frá einni steingerðri tönn.  Það reyndist hinsvegar vera röng greining, eins og kom fram í tímaritinu Science 1927 (skemmtileg tilviljun).  Tönnin og önnur steingerð bein sem fundust á sama/stað reyndust vera úr útdauðu svíni.

Með því er hann að reyna að vekja upp efasemdir hjá lesendum um áreiðanleika fréttarinnar og undirbúa jarðvegin fyrir punkt tvö.  Hann gleymir alveg að minnast á það að það voru 'alvöru' vísindamenn sem hröktu þetta og greinin um hvernig þetta var hrakið birtist í 'alvöru' vísindatímaritinu Science.

gona-press-1_largeÍ öðrulagi birtir hann mynd sem 'eftir hans bestu vitund' sýnir einhver fimm til sex bein sem hann vill meina að Arda sé 'búin til úr'.  Þá er hann að gefa það í skyn að verið sé að skálda eitthvað upp eins og gert var í tilfelli Nebraska-mannsins.

Mófi veit greinilega ekki mikið, eða hefur amk. ekki eitt mörgum mínútum í að kynna sér málið áður en hann ákvað að tjá sig um það.

Arnar, nafni minn, vísar td. á grein eftir Carl Zimmer þar sem það kemur fram að það hafi fundist 110 bein sem úr þessari 'Arda' en ekki bara fimm til sex eins og Mófi gefur í skyn.  Til samanburðar hefur fullorðin nútímamaður 206 bein, svo þarna hefur fundist svona um það bil hálf beinagrindin.

Til að toppa alla þessa vitleysu linkar Mófi einnig á forsíðu Science þar sem það er mynd af öllum beinunum sem fundust.

covermed

Nennir einhver að telja hvað það eru mörg bein þarna?

Held að Mófi ætti að láta 'alvöru' vísindamenn um 'alvöru' vísindi og halda sig við biblíuna sína ef hann getur ekki kynnt sér 'alvöru' heimildir áður en hann skáldar eitthvað upp.


mbl.is 4,4 milljóna ára bein varpa nýju ljósi á þróun mannsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

AMEN!

Johnny (IP-tala skráð) 2.10.2009 kl. 22:23

2 identicon

Flott grein, ég er hættur að láta Mofa trufla mig. Enda er Mofi öfgamaður þeir reyna alltaf að finna sannleikan:) eins og Bíblían sem er búinn að endurgera 11 sinnum á íslensku.

Arnar M (IP-tala skráð) 3.10.2009 kl. 20:07

3 identicon

Aldrei reyna að rökræða við öfgamenn því þeir hafa(að eigin sögn) alltaf rétt fyrir sér. Þið getið alveg eins farið út í horn og rifist við vegginn það er alveg jafn mikið upp úr því að hafa.

Þorvaldur Þórsson (IP-tala skráð) 5.10.2009 kl. 09:59

4 Smámynd: Arnar

Ég er ekki alveg viss um að Mófi sé meðvitaður um að hann hafi rangt fyrir sér eða ekki.  En mig grunar sterklega að með öllum þessum skrifum sínum sé hann aðallega að reyna að sannfæra sjálfan sig frekar en aðra.

Svo sýnist mér flestir gefast fljótlega upp á að 'rökræða' við hann Mófa, en það er hinsvegar frekar fyrirhafnarlaust að benda á allar rangfærslurnar sem hann apar upp eftir áróðursíðum AiG og DI.

Btw, fyrstu tveir linkarnir inn á bloggfærslunar hjá Mófa og Arnari Pálssyni eru í einhverju rugli, laga það kannski ef ég nenni..

Arnar, 5.10.2009 kl. 12:53

5 identicon

Margur verður api af glópabulli

DoctorE (IP-tala skráð) 6.10.2009 kl. 14:09

6 Smámynd: Arnar

Farinn að semja spakmæli?

Arnar, 6.10.2009 kl. 14:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband