Trú í hnotskurn

Vísindamenn í Bretlandi og Bandaríkunum komust að þeirri niðurstöðu fyrir rúmum tuttugu árum að klæðið sé frá tímabilinu 1260-1390 en ekki allir hafa tekið þá niðurstöðu trúanlega.

Ef ég trúi einhverju X en svo kemur hópur manna og sýnir fram á að trú mín á X sé byggð á röngum forsendum, uppfæri ég trú mína í samræmi við nýju forsendurnar eða held ég áfram mínu striki og trúi nú einnig því að allir aðrir en ég hafi rangt fyrir sér?

Seinni valmöguleikinn er væntanlega í skilgreiningunni á að vera bókstafstrúarmaður.

Auðvitað getur hópur manna haft rangt fyrir sér, en ég man ekki til þess að það hafi komið fram einhver ný gögn varðandi aldurinn á þessum 'klæðum'.  Eina sem rannsakendur hafa ekki getað útskýrt en þá er hvernig myndin á efninu er tilkomin.. vonandi fáum við útskýringu á því bráðlega.


mbl.is Eftirlíking líkklæðis Krists sannar að það sé falsað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Surprise... fölsun í trúarbrögðum, hvernig getur það verið... ha ;)

DoctorE (IP-tala skráð) 6.10.2009 kl. 14:10

2 Smámynd: Arnar

Fölsun er eitt, en að trúa á fölsunina jafnvel eftir að það er búið að afhjúpa hana er annað.  Það þarf mjög einbeittan vilja til þess.

Arnar, 6.10.2009 kl. 15:00

3 identicon

Svo ég bendi nú á bókstafstrú flestra annarra.

Flestir trúa X af því flestir aðrir trúa X.  Ef þeir spyrja nánar út í það þá fá þeir þær upplýsingar að X sé rétt af því Y og Z sé rétt.  Þá láta margir sér það nægja.  Aðrir spyrja af hverju Y og Z sé rétt þá er þeim sagt að Y sé rétt af því Þ, Æ og Ö er rétt.

Ef það er farið í gegnum allar þessu pottþéttu sannanir þá kemur maður alltaf að þeim punkti að einhver fullyrðing sé talin vera rétt en hún er það ekki örugglega, heldur er hún byggð á trú... þannig er X líka byggð á trú.

hmm (IP-tala skráð) 6.10.2009 kl. 17:38

4 Smámynd: Arnar

hmm; hvað kemur það málinu við að Y, Z -> X og Þ, Æ, Ö -> Y (ef ég man framsetninguna rétt) sé byggt á trú?  Var að ræða um trúa á falsaða hluti.

Það er ekkert að því að 'trúa' að Y, Z -> X og Þ, Æ, Ö -> Y sé rétt séu Z, Þ, Æ og Ö vel skilgreind og prófanleg fyrirbæri.  En sé eitthvert þeirra byggt á einhverskonar óstaðfestanlegri 'trú' þá eru það ekki 'pottþéttar' sannanir.

Það er svo eitt að trúa og annað að trúa á hluti sem búið er að sýna fram á með staðfestum hætti að sé einfaldlega rangur.

Í tilfelli þessa 'klæða' þá hafa aldursgreiningar sýnt fram á að efnið er ekki eldra en frá 13. öld (ef ég man rétt) þannig að það getur engan vegin verið líkklæði krists, amk. ef við gerum ráð fyrir að tímasetning biblíusagnana sé rétt.

Arnar, 7.10.2009 kl. 10:34

5 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það eru til bein úr dýrlingum, sem sannast hefur að hafi aldrei verið til, heldur skáldskapur. Það eru til fjöldinn allur af flísum úr krossi Krists, forhúðin af kristi (nokkur stykki), Íkon, sem Páll postuli málaði sjálfur, Naglar sem  notaðir voru í krossfestingunni etc.  Þetta var iðnaður og heilu kirkjurnar byggðar utan um þessa gripi. Fólk trúir enn að þetta sé algerlega rét og satt og kirkjan ýtir undir það.  Sama fildir um líkklæðið, sem skyndilega dúkkar upp 1500 árum síðar. Maður segir bara common, er hægt að eyða orðum á þetta?

Annað, sem er merkilegra finnst mér er sú staðreynd að Heilu borgirnar hafa verið skáldaðar upp líka og ber helst að nefna Nasaret. Hún var ekki til. Sama gildir um Capernaum og Bethel. Það stendur ekki steinn yfir steini, hvar sem litið er á þessar skruddur.

Jón Steinar Ragnarsson, 10.10.2009 kl. 23:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband