Til varnar ALVÖRU vísindum, nr. 1

Þetta kann að hljóma eins og No-true Scotsman rökvilla svo er reyndar ekki.  Það eru til gervivísindi sem eru ekki unninn samkvæmt viðurkenndum aðferðum, draga ályktanir sem eru í engu samræmi við gögnin sem liggja fyrir, framkvæma jafnvel engar rannsóknir til að fá gögn til að vinna úr heldur skálda bara eitthvað út í loftið.

Ein slík gervivísindi eru vitræn hönnun, sem snúast að mestu um það að líf sé svo flókið að það geti ekki átt sér náttúrulegar orsakir, því hljóti einhver ofurgáfaður hönnuður (lesist guð) búið allt til.  Samkvæmt þeirra kenningum er svarið við öllu 'guð gerði það'.  Hver sá sem er að rannsaka eitthvað getur á hvaða tímapunkti sem er stoppað og gefið sér að niðurstaðan sé 'guð gerði það'.  Jafnvel væri hægt að segja að það þurfi í raun ekki að rannsaka neitt því allir vita að 'guð gerði það'.  Mjög vísindalegt allt saman.  Svo eyða þeir allri sinni orku í ófrægingar herferðir gegn þróunarkenningunni og persónu Darwins en hafa ekki lagt fram eina einustu rannsókn sem styður þeirra 'kenningu'.

Og þessi er nú verið að reyna að lauma inn í almennings skóla í BNA sem alvöru vísindum og undir yfirskyninu 'teach both sides'.  Í raun er bara verið að reyna að opna fyrir yfirnáttúru í vísindum.

Sem betur fer eru ekki allir sem sætta sig við það.  Einn slíkur er Jeremy Mohn, líffræði kennari.. og trúaður (sem sagt ekki 'guðleysis darwinisti'), sem heldur út vefsíðunni Stand up for REAL science og hefur sett nokkuð góð myndbönd inn á Youtube undir nafninu standup4REALscience

Í fyrsta vídeoinu fer hann yfir það hvernig DNA rannsóknir staðfesta með óvefengjanlegum hætti skyldleika manna og apa, sem er eitt gott dæmi sem staðfestir þróunarlíffræði og þróunarkenninguna.

Menn hafa 46 litninga (par af 23 litingum) en okkar nánustu ættingjar, mannapar (great apes), hafa 48 litninga (par af 24 litningum).  Venjulega mætti halda að það staðfesti óskyldleika manna og apa, nema það væri hægt að finna einn litning í mönnum sem væri samsettur úr tveim litningum úr öpum.  Í videoinu er farið vel í hvernig þetta virkar, hvernig þetta var staðfest, og hvernig þetta er í samræmi við þróunarkenninguna.

Ítarefni um videoið: The Importance of Theories


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég man bara eftir einum vitleysingi, sem hefur haldið út einhverju þófi gegn Darwin hér, en það er Mofi. Maður sem ekki skilur né meðtekur rök. Ég er enn að sjá sömu rökleysurnar og fullyrðingarnar þar og fyrir tveim árum. Maður kíkir á hann til að líta ofan í "the abyss of human stupidity."

Það er annars vert að halda vöku sinni, þegar svona álfar ná pólitískum áhrifum eins og í USA og keppast við að koma forneskjunni inn á námskrár. raunar er það trendið núna að taka börnin úr skólum og kenna þeim heima með þeim formerkjum að vísindin, séu eitt allsherjar samsæri hins illa.

Maður efast stundum um hvort þróun sé fakta, þegar maður sér þessa stöðnun andlegs vaxtar.  

Jón Steinar Ragnarsson, 14.10.2009 kl. 13:09

2 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Þú þarft ekki að þýða hugtakið 'Great apes'. Íslenska orðið yfir þann flokk dýrategunda er 'mannapar' (ekki manna-par... )

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 14.10.2009 kl. 13:33

3 Smámynd: Arnar

Oh.. mannapar auðvitað, takk.

Arnar, 14.10.2009 kl. 13:49

5 Smámynd: Arnar

Ef ég vissi um einhver nýleg dæmi þess að einhver væri að boða eugenics sem sem einhverskonar vísindi myndi ég væntanlega mótmæla því.

Arnar, 14.10.2009 kl. 15:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband