Til varnar ALVÖRU vísindum, nr. 3
15.10.2009 | 14:37
Til varnar ALVÖRU vísindum, nr. 1 og Til varnar ALVÖRU vísindum, nr. 2
Um 8% af genamengi manna eru leifar af svokölluðum ERV vírusum, vírusar geta 'stungið' sínu erfðaefni inn í erfðaefni hýsils. Ef genamengi manna og simpansa er borið saman kemur í ljós að finna má erfðaefni úr ERV vírusum á nákvæmlega sama stað, sama á við fleiri tegundir mannapa. Samkvæmt þróunarkenningunni og hugmyndinni um sameiginlegan forföður er það vel útskýranlegt með sameiginlegum uppruna. Sameiginlegur forfaðir 'áskotnaðist' gen vírussins sem dreifðust svo til allra afkomna tegunda.
Að halda því fram að óskyldar tegundir, fleiri en tvær, hefðu allar 'áskotnast' gen sama ERV vírussins á nákvæmlega sama stað sitt genamengi er stjarnfræðilega ólíklegt.
Í meðfylgjandi vídeói er farið yfir það hvernig menn uppgötvuðu þetta, hvernig þróunarkenningin útskýrir þetta og hvernig það allt styður að menn og mannapar eigi sameiginlegan forföður.
Meginflokkur: Vísindi og fræði | Aukaflokkar: Menntun og skóli, Trúmál, Trúmál og siðferði | Breytt 30.10.2009 kl. 15:10 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.