Eru þín sóknargjöld notuð til góðs?

Skoðum þetta aðeins í samhengi:  Sóknargjöld eru 13.274kr á ári fyrir hvern þann sem er skráður í trúfélag.

Það fara því árs sóknargjöld 120,5 manns í það að borga bætur fyrir það að biskup var að misnota aðstöðu sína til að hygla tengdasyninum.

Það fara sóknargjöld 1506,7 manna í að borga séra Gunnari 20 miljónir fyrir að hætta þessum uppsteit og láta sig hverfa án þess að valda biskup meira veseni, sóknargjöld 2260 manna ef það er rétt að séra Gunnari hafi verið boðnar 30 miljónir.

Mig langar nú bara að vita hvort það mæti um 2260 manns eða fleirri í messur á sunnudögum á landinu öllu.

Á sama tíma er lögreglan undirmönnuð, landhelgisgæslan í fjársvelti, uppsagnir á spítölum, niðurskurður í menntakerfinu (skólum).

Ef ég væri ekki þegar búinn að skrá mig utan trúfélaga myndi ég gera það núna.

Tekur þú þátt í svona rugli?


mbl.is Prestur fær dæmdar bætur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er skömm fyrir alla að vera í þjóðkirkju... einkavinavæðingin og sukkið er rosalegt hjá þessum kuflum...

Ég skil ekki að nokkur maður geti lifað með sjálfum sér vitandi hverju hann er að halda uppi og viðhalda... skömm er varla nægilega sterkt orð yfir þetta.


DoctorE (IP-tala skráð) 29.10.2009 kl. 16:21

2 Smámynd: Styrmir Reynisson

Ég skil ekki hvernig í ósköpunum einhverjum dettur í hug að ríkið eigi að borga í söfnuðina. Það er fáránlegt, af hverju fara söfnuðurnir ekki einfaldlega á hausinn ef fólk er ekki til í að gefa í þá sjálft? Þetta er svo mikið vangefið system.

Styrmir Reynisson, 29.10.2009 kl. 16:23

3 identicon

Sko plottið með að taka þessi gjöld með sköttum er til þess að fólk átti sig síður á að það sé að borga þessa peninga...
Ef fólk fengi greiðsluseðil, eða reikning í heimabanka.. þá er það algerlega ljóst að fæstir myndu borga.

Þess vegna eru þessi gjöld í skattinum, bara eitt þrep í blekkingarvefnum

DoctorE (IP-tala skráð) 29.10.2009 kl. 16:35

4 identicon

Menn ættu einnig að pæla í því hvað Íslendingar eru að gera með prest í sendiráði í London.  Þessi snobbstaða var réttlætt á sínum tíma með því að við værum að senda sjúklinga í tvísýnar og erfiðar hjartaaðgerðir í London.  Það þyrfti því hempuklætt fólk til að halda í hendina á því og eftir aðstæðum hugga ættingjana ef illa færi.  Starfslýsingin var í raun meira í ætti við það sem félagsfræðingar eru að gera víða í kerfinu.  Hins vegar var hætt að gera þessar aðgerðir í London fyrir mörgum áratugum síðan en staðan hefur hangið inni í kerfinu fyrir "vini og vandamenn".

Samkvæmt fréttinni var aðalkrafa Sigríðar upp á 14,8 milljónir, þ.e. mismun launa auk staðaruppbótar og húsaleigustyrks. Á það var ekki fallist heldur á varakröfuna, 1,64 milljónir sem var óumdeildur mismunur á lanununum.

Í fyrsta lagi, hvað er merkilegt við þetta starf í Londin sem réttlætir slíkan launamun?

Í öðru lagi, 14,8 milljónir.  Það mætti jú gera ýmislegt annað fyrir þessa peninga, innan eða utan kirkjunnar.  Ég held að kirkja þurfi að ganga undan með góðu fordæmi og skera niður þessa vitleysu.  Það er búið að skrúfa fyrir sukkið í utanríkisþjónustunni (nema í Varnarmálastofnun).

Það eru eflaust einhverjir sem rjúka upp til handa og fóta og telja að Íslendingar í London og nágrenni eigi að njóta orða Guðs á íslensku.  Borgar þetta fólk sóknargjöld?  Borgar þetta fólk skatta og skyldur á Íslandi?  Ef það er svona mikil þörf fyrir íslensku kristnihaldi í London þá eiga þeir að borga sem njóta þjónustunnar.  Annars hljóta Íslendingar annars staðar í útlöndum að fá hið sama.  Eigum við ekki einnig að stunda heilsugæslu í sendiráðum fyrst við erum að stunda þar sálgæslu. 

Boggi (IP-tala skráð) 29.10.2009 kl. 21:30

5 Smámynd: Arnar Pálsson

Við ættum að klippa á fjárlög til kirkjunar, t.d. með því að segja sig úr þjóðkirkjunni.

En ætli AGS geri ekki kröfu um að kirkunni sé haldið við og að hver íslendingur fari 5 sinnum í viku í kirkju og biðji fyrir mammon.

Arnar Pálsson, 29.10.2009 kl. 23:05

6 Smámynd: Arnar

Styrmir, alveg sammála og held að DoctorE hafi komið með svarið.  Flestir átta sig ekki á því að þeir eru að borga í þetta og myndu aldrei gera það ef þeir fengu greiðsluseðil með félagsgjöldunum.

Að ríkið sé að standa í innheimtu fyrir félagsgjöld trúfélaga er bara fáránlegt.

Arnar, 30.10.2009 kl. 10:40

7 Smámynd: Arnar

Boggi, ég hef einmitt heyrt svipuð rök til réttlætingar embættis sendiráðsprests í Danmörk.  Að það sé svo svakalega mikil þörf á sálgæslu að þetta embætti sé ómissandi.

Aldrei fengið neintar útskýringar á því hvernig þessi þörf verður til eða hver hún sé í raun.

Arnar, 30.10.2009 kl. 10:49

8 Smámynd: Arnar

Arnar, það eitt og sér myndi reyndar ekki duga til því þjóðkirkjan fær alveg hellings greiðslur frá ríkinu í 'leigu' (einhverskonar bætur fyrir kirkjujarðir sem ríkið hefur tekið yfir) og svo borgar ríkið laun presta.

Hef heyrt að greiðslur ríkisins til þjóðkirkjunar nemi um 4.5 miljörðum (sumir segja 6 miljarðar en það er sennilega of hátt miðað við tölur sem ég hef séð td. á vefnum hjá Vantrú) á ári, sem eru þá sóknargjöld, laun og aðrar greiðslur.

Það mætti gera ýmislegt gáfulegra fyrir þann pening.

En, ef allir skráðu sig úr þjóðkirkjunni sem hafa ekki beint áhuga eða hag af því að vera meðlimir þá væri erfiðara fyrir þá að réttlæta þetta.  Meðan það er hægt að segja að 90% íslendinga séu skráðir í kirkjuna (79% er reyndar nýjasta tala sem ég hef heyrt) þá er erfðiara að berjast gegn aðskilnaði.

Arnar, 30.10.2009 kl. 11:00

9 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Vert að minnast á að ríkið heldur úti 110  prestum, en er að fækka sýslumönnum út 24 í 7.

Það er 17 sinnum meiri áhersla á yfirnáttúrlega lögæslu en jarðneska.  Er það að furða þótt allt sé í steik hjá okkur?

Jón Steinar Ragnarsson, 30.10.2009 kl. 13:56

10 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ef kirkjan tæki 1% af fjárlögum sínum frá, þá dygði það til að brauðfæða 400 börn á ári. Raunar dugir þessi peningur sem kirkjan bruðlar með  til að hafa alla þjóðina á fríu fæði um ókomiin ár.

Jón Steinar Ragnarsson, 30.10.2009 kl. 14:06

11 Smámynd: Arnar

Já, mér fannst það einmitt svoldið skondið þegar prestur var að ræða það hversu kvíðinn hann er vegna hjálparstarfs sem hann stundar í kirkjunni sinni.  Eftirspurnin hafði aukist svo mikið.

Hvað ætli launin hans dugi til að hjálpa mörgum?

Arnar, 30.10.2009 kl. 15:55

12 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Jón Steinar, ríkið heldur út amk 138 prestum/próföstum og þá eru ekki með taldir starfsmenn Biskupsstofu og biskuparnir þrír.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 2.11.2009 kl. 13:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband