Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2008

Large Hadron Collider útskýrður.. með rappi


CERN Rap from Will Barras on Vimeo.

Frá Martin Luther til Hitlers - Hverjum má kenna um helförinna

Mikil ófrægingar herferð hefur verið og er í gangi af hálfu ofurtrúaðra sköpunarsinna, sem geta ekki komið með nein rök fyrir sýnum skoðunum og reyna því að tengja þróunarkenninguna og önnur vísindi sem passa ekki við þeirra trú við eitthvað slæmt.  Hitler, nazismi og helförin verða oftar en ekki fyrir valinu.

Gott og nýlegt dæmi um það er myndin Expelled, sem á að fjalla um það hvernig kennurum sé meinað að breiða út trúarskoðanir sínar í almenningsskólum í BNA, en sýnst víst aðallega um það að kenna þróunarkenningunni um helförina.

Nokkrar síður sem fjalla um þessa 'heimildarmynd':

Svo áberandi er áróðurinn og tilraunin til að tengja vísindi við nazisma að samtökin Anti-Defamation Legue sáu sig tilneydd til að gefa frá sér eftirfarandi yfirlýsingu:

"The film Expelled: No Intelligence Allowedmisappropriates the Holocaust and its imagery as a part of its political effort to discredit the scientific community which rejects so-called intelligent design theory.

Hitler did not need Darwin to devise his heinous plan to exterminate the Jewish people and Darwin and evolutionary theory cannot explain Hitler's genocidal madness.

Using the Holocaust in order to tarnish those who promote the theory of evolution is outrageous and trivializes the complex factors that led to the mass extermination of European Jewry.

Sjá : Anti-Evolution Film Misappropriates the Holocaust

Hvet alla sem efast um hlutdrægni þessarar stofnunar að kynna sér starfsemi hennar.

En, áróðurinn hefur áhrif.  Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir mínar og annarra til að leiðrétta þetta heldur sköpunnarsinninn mófiþví statt og stöðugt fram að Hitler, nazismi og helförin séu bein afleiðing þróunarkenningarinnar.  Í nýjasta blogginu sínu (þegar þetta er skrifað), Frá Darwin til Hitlers, sýnir hann myndband (sem ég hef ekki haft tíma til að horfa á ennþá, +58 mínútur) sem honum þykir styðja við þá hugmynd að þetta sé allt 'darwinisma' og trúleysi að kenna.

Ég ætla ekki að fara að neita því að nazismi nýti sér það sem hentar úr þróunarkenningunni til að réttlæta ýmislegt, en ætla frekar að taka fyrir hvaðan Hitler fékk sínar hugmyndir um að réttast væri að útrýma öllum gyðingum.

Ef maður flettir upp 'Martin Luther' á Wiki finnur maður fljótlega eftir farandi texta:

"Much scholarly debate has concentrated on Luther's writings about the Jews. His statements that Jews' homes should be destroyed, their synagoguesburned, money confiscated and liberty curtailed were revived and used in propaganda by the Nazisin 1933–45.[13]As a result of this and his revolutionary theological views, his legacy remains controversial.[14]"

Og undir Luther and antisemitism:

"His main works on the Jews were his 60,000-word treatise Von den Juden und Ihren Lügen (On the Jews and Their Lies), and Vom Schem Hamphoras und vom Geschlecht Christi (On the Holy Name and the Lineage of Christ) — reprinted five times within his lifetime — both written in 1543, three years before his death.[82]He argued that the Jews were no longer the chosen people, but were "the devil's people." They were "base, whoring people, that is, no people of God, and their boast of lineage, circumcision, and law must be accounted as filth."[83]The synagogue was a "defiled bride, yes, an incorrigible whore and an evil slut ..."[84]and Jews were full of the "devil's feces ... which they wallow in like swine."[85]He advocated setting synagogues on fire, destroying Jewish prayerbooks, forbidding rabbis from preaching, seizing Jews' property and money, smashing up their homes, and ensuring that these "poisonous envenomed worms" be forced into labor or expelled "for all time."[86]He also seemed to sanction their murder,[87]writing "We are at fault in not slaying them."[88]"

"The prevailing view[92]among historians is that his anti-Jewish rhetoric contributed significantly to the development of antisemitism in Germany,[93]and in the 1930s and 1940s provided an ideal foundation for the National Socialist's attacks on Jews.[94]"

"On December 17, 1941, seven Lutheran regional church confederations issued a statement agreeing with the policy of forcing Jews to wear the yellow badge, "since after his bitter experience Luther had already suggested preventive measures against the Jews and their expulsion from German territory.""

Svo ef mófi vill finna einhvern sökudólg og kenna honum um helförina gegn gyðingum ætti hann að líta sér nær.


Er Discovery Institute í samstarfi við íslamska sköpunarsinna?

Rakst á eftirfarandi grein í gær, Little Green Footballs Fumbles the Ball by Making False Claims about Discovery Institute, Islam, and Intelligent Design, þegar ég var að lesa mér til um 'En það er bara kenning!'.

Málið snýst um það að Little Green Footballs (LGF) fann gamlan útvarpsþátt sem fjallaði um íslamska sköpunarsinna í Tyrklandi þar sem það kom fram að þeir hafi átt langt samstarf og td. útvegað þeim kennsluefni til að bola þróun út úr skólum.

Discovery Institute (DI) hafnar þessu náttúrulega algerlega og segir þetta vera uppskáldað en eins og þegar þeir eru að rembast við að hafna þróunarkenningunni þá mistekst þeim algerlega að hrekja staðreyndir.. kannski af því að þeir geta það ekki.
Nenni ekki að þýða þetta allt:
Þess má geta, fyrir þá sem ekki vita, að DI er aðal aflið á bakvið vitræna hönnun (e. Intelligent Design) í BNA og berst við að koma kennsluefni sínu inn í almennings skólakerfið (e. public schools) sem 'mótvægi' við þróunarkenninguna.  Íslamskir sköpunarsinnar í Tyrklandi eru hinsvegar nákvæmlega það sem þeir segjast vera, sköpunarsinnar.
Svo þarf höfum við það einu sinni enn, vitræn hönnun er ekkert nema yfirhylming fyrir sköpunarsögu biblíunnar.. já eða kóransins.

En þróun er bara kenning!

“That evolution is a theory in the proper scientific sense means that there is both a fact of evolution to be explained and a well-supported mechanistic framework to account for it. To claim that evolution is ‘just a theory’ is to reveal both a profound ignorance of modern biological knowledge and a deep misunderstanding of the basic nature of science
(Gregory TR. Evolution as fact, theory, and path. Evo Edu Outreach 2008;1(1):46–52.)

Ótrúlega oft hefur maður heyrt og lesið þau rök að Þróunarkenning Darwins og seinni tíma viðbætur/breytingar á hugmyndum manna um þróun sé 'bara kenning' og því ekkert endilega sönn.  Sem betur fer eru áróðursíður sköpunarsinna farnar að mælast gegn því að sköpunarsinnar noti þessi 'rök'.

Það ótrúlegasta, að mínu mati, er hve margir kaupa þessi 'rök' og samþykkja að Þróunarkenningin sé eitthvað vafasöm vegna þess að hún er 'bara kenning'.  Misskilningurinn er sprottinn upp út frá því að 'almenningur' ruglar gjarnan saman orðunum tilgáta (e. hypothesis) og kenning (e. theory), oft kannski út af vanþekkingu á vísindalegri málnotkun.

Þegar maður velur sér rannsóknarefni setur maður fram tilgátu um viðfangsefnið og ef rannsókn staðfestir tilgátuna er maður kominn með kenningu.  Það er hægt að hafna tilgátu út frá því að hún sé 'bara tilgáta' en kenning er studd af rannsókn(um) og til að hafna kenningu þarf að sýna fram á að rannsókninni hafi verið ábátavant eða niðurstaðan á skjön við rannsóknina.

Nýjasta tæknin hjá sköpunarsinnum er því ekki að draga úr áreiðanleika Þróunarkenningarinnar með því að hún sé 'bara kenning' heldur ætla þeir nú að draga það í efa að Þróunarkenningin hafi rétt á því að kallast kenning.

"This thus leads to the question, under such a strong definition of the term, does evolution qualify as a theory?"
(Casey Luskinn, Evolution News, 21. júli 2008)

 


Young Mars Creationists?

Allt er nú til.

Datt um þessa síðu inn á www.answersingenesis.org þar sem það eru færð rök fyrir því að það syndaflóðið hefði 'skéð' á mars á sama tíma og það átti að hafa gerst á jörðinni og það á náttúrulega að styðja að mars sé ung pláneta og heimurinn hafi verið skapaður fyrir c.a. 6000 árum síðan.

Sjá : Mars, a Testament to Catastrophe

Aðal niðurstaðan þeirra virðist vera:

Given the evidence that the Earth received a significant number of impacts during the Flood (Spencer 1998), and that the size distribution of craters show that the Earth and Mars were hit by the same population of objects, it is likely that these events occurred at about the time of the Genesis Flood. Available data is consistent with such a bombardment, since most of the impacts on Earth would have been spread over the year of the Flood, with a smaller number afterward.

Hvernig þeir fá það út að þetta hafi gerst á sama tíma sé ég ekki alveg.  Megin rökin virðast vera: flóð & loftsteina árekstur á mars + flóð & loftsteina árekstur á jörðinni == 'guð gerði það'.

Kíkti aðeins á þessa tilvitnun í Spencer og það er ein allsherjar tilgáta hvernig hægt er að láta allt smella saman við meint syndaflóð.  Engin rök heldur bara þetta hlýtur að hafa gerst einhvern vegin svona..


Fyrsta lífveran þurfti upplýsingar á við tugi alfræðiorðabóka..

Hann mófi ofurkrissi og ofurbloggari á það til að setja fram strámenn eins og:

Fyrsta lífveran þurfti upplýsingar á við tugi alfræðiorðabóka ásamt flóknum búnaði til að lesa og framfylgja þessum upplýsingum. Það er ekki hægt að útskýra uppruna þessara upplýsinga ekki frekar en hægt er að útskýra uppruna upplýsinga í hvað bók sem er með blekinu og blaðsíðunum sem upplýsingarnar voru skrifaðar á.

(sjá : Guðleysis efnishyggjan er óvinur vísinda og skynsemi)

Þótt hann viðurkenni síðan fúslega að hann viti nákvæmlega ekkert um fyrstu lífveruna.  Tilgangurinn er náttúrulega að segja: DNA er eins og alfræðiorðabækur, alfræðiorðabækur eru flóknar og þar af leiðandi er DNA of flókið til að geta orðið til nema guð hafi stýrt því.

Ég tók það sem við vitum um fyrsta sameiginlega forföðurinn í færslunni : “And God said, let the NA precursors link together into a short noncoding kinetically favored chain and pseudoreplicate approximately statistically after their kind” og þar er sýnt að út frá því sem við vitum voru fyrstu lífverurnar mjög einfaldar miðað við það líf sem við þekkjum í dag.

En hvernig verður alfræðiorðabók til.  Sprettur hún bara fram full sköpuð eins og Adam og Eva í aldingarðinum?  Eða er alfræðibók samset úr smærri og einfaldari einingum?

Elsta þekkta alfræðiorðabókinn sem vitað er um er "Naturalis Historia" sem skrifuð var af Pliny the Elder c.a 77AD.  Höfundurinn segir að bókinn innihaldi 20.000 staðreyndir sem hann safnaði úr 2000 bókum og 100 'selected authors'.  Til samanburðar hefur Wikipedia nú yfir 8 miljón greinar á yfir 250 tungumálum.  Ef við skoðum svo þessa yfirlýsingu Pliny the Elder, um að bókin hans sé safn af upplýsingum úr yfir 2000 öðrum ritum.  Það þýðir að bókin hans spratt heldur ekki fram full sköpuð heldur samanstendur af safni af einfaldari bókum.

Svo ekki aðeins þróast alfræðiorðabækur með tímanum heldur eru þær líka samsettar úr einfaldari bókum, bókum sem eru sjálfar ekki alfræðiorðabækur.  Myndlíkingin hjá mófa á kannski betur við en hann heldur.


“And God said, let the NA precursors link together into a short noncoding kinetically favored chain and pseudoreplicate approximately statistically after their kind”

Uppruni lífs hefur oftar en ekki borð á góma í þeim umræðum sem ég hef fylgst með / tekið þátt í undanfarið.  Ég las líka áhugaverða grein fyrir nokkru, "What critics of critics of neo-creationists get wrong: a reply to Gordy Slack", á Pandas Thumbeftir líffræðinginn Nick Matzke þar sem hann skammar skoðanabræður sína fyrir að bregðast illa (í meiningunni að sýna lítil viðbrögð) við þeirri yfirlýsingu sköpunarsinna að vísindamenn viti ekkert um uppruna lífsins og geti þar af leiðandi ekki útskýrt hvernig líf varð til.

Ég verð að viðurkenna að ég tók þessa gagnrýni til mín þar sem ég hef tekið undir þessa yfirlýsingu vegna vanþekkingar á efninu.  En þökk sé grein Matzke þá hef ég nýja sýn á málið og með nýjum upplýsingum get ég hiklaust sagt: Já, við vitum bara alveg helling um uppruna lífs.  Hvet alla til að lesa greinina en ætla samt að gera heiðarlega tilraun til að þýða helstu atriðinn, gæti samt klikkað eitthvað á því allra fræðilegasta.

  1. Allar lífverur sem við þekkjum má rekja aftur til sameiginlegs forföðurs.  Þá er átt við að allar tegundir (e. species) af lífverum sem við þekkjum í dag megi rekja til einar tegundar af lífveru sem var uppi fyrir c.a. 3.5 miljarða árum síðan.  Sú tegund var tegund einfrumunga, líklega einfaldari en einföldustu bakteríur sem þekkjast í dag.  Þetta er staðfest með DNA/RNA rannsóknum sem sýna að allar þekktar lífverur hafa sameiginlegan grunn sem sýnir að forfaðirinn var sameiginlegur og með takmarkað genamengi.
  2. Sameiginlegi forfaðirinn var ekki fyrsta lífveran heldur átti sér líka forföður sem var jafnvel ennþá einfaldari.  Með því td. að skoða V/F/A-ATPase sem finnst 'allstaðar í tréi lífssin' (eins og hann orðar það) þá inniheldur það par af sex próteinum (e. hetrohexamer),alfa og beta, sem hafa 'statistically strong sequence similarity'.  Það bendir til þess að áður en V/F/A-ATPhase kerfin sem þekkast í dag voru til var til kerfi sem innihélt ekki par af sex próteinum heldur bara eitt sett af sex próteinum (e. homohexamer).  Finna má mörg önnur dæmi um sett af mismunandi próteinum sem rekja má til einfaldari forms af einu próteini.
  3. Áður en DNA/RNA/próten baserað líf varð til var til eitthvað en þá einfaldara, RNA-world (sjá wiki og evowiki).  Hann fer ekki ítarlega í þetta atriði en RNA útskýrir td. hvernig DNA og prótein verða til (það þarf prótein fyrir DNA og DNA fyrir prótein).
  4. Byggingar efni lífvera finnst og verður til í náttúrunni.
    - Vatn er eitt algengasta efnasambandið í alheiminum.
    - 'Earthlike' plánetur eru líklega frekar algengar í heiminum (Sjá td. Trio of super-Earths found around Milky Way star, Huge haul of Earth-like planets found og Hot super-Earths could host life after all)
    - Ammínó sýrur er einfalt að búa til, staðfest í með tilraunum og td. rannsóknum á loftsteinum.
    - Fyrstu afritarar (svo lífvera geti fjölgað sér) þurfa ekki að vera mjög flóknir, hann nefnir sem dæmi tilgátur um "PNA, peptide nucleic acids; other NAs of various sorts; and lipid worlds" sem fyrirrennara RNA.
    - ATP (aðal orkugjafi lífs, adenosine triphosphate) á sér hliðstæðu í ólífrænum pholyphosphate sameindum sem finnast í náttúrunni.
    - Mörg af efnasamböndunum sem talin eru nauðsynleg fyrir líf að myndast hafa verið mynduð í rannsóknum.

Svo við vitum að allar lífverur eiga sér sameiginlegan forföður sem var líklega einfaldari en allir afkomendur sínir.  Við vitum að sameiginlegi forfaðirinn átti sér líka forföður sem var en þá einfaldari.  Og við vitum að áður en forfaðir sameiginlega forfaðirs alls lífs var til þá var til eitthvað ennþá einfaldara og þar á undan einföld ólífræn efnaferli sem lögðu grunnin að flóknari hlutum.

Þegar þú hugsar um það, þá er það alveg hellingur.


Strámaður - Getur guð búið eitthvað til?

Tekið af Wiki : Strawman :

Carefully presenting and refuting a weakened form of an opponent's argument is not always itself a fallacy. It can refocus the scope of an argument or be a legitimate step of a proof by exhaustion. In contrast the straw man fallacy occurs in the following pattern:

1. Person A has position X.

2. Person B ignores X and instead presents position Y.Y is a distorted version of X and can be set up in several ways, including:

  1. Presenting a misrepresentation of the opponent's position and then refuting it, thus giving the appearance that the opponent's actual position has been refuted.[1]
  2. Quoting an opponent's words out of context -- i.e., choosing quotations that are not representative of the opponent's actual intentions (see contextomyand quote mining).[2]
  3. Presenting someone who defends a position poorly as thedefender and then refuting that person's arguments, thus giving the appearance that everyupholder of that position, and thus the position itself, has been defeated.[1]
  4. Inventing a fictitious persona with actions or beliefs that are criticized, such that the person represents a group of whom the speaker is critical.
  5. Oversimplifying an opponent's argument, then attacking the simplified version.

3. Person B attacks position Y.

4. Person B draws a conclusion that X is false/incorrect/flawed.This sort of "reasoning" is fallacious because attacking a distorted version of a position simply does not constitute an attack on the position itself.

Sköpunarsinninn Mófi beitir ítrekað Strámanns-rökunum (eða rökleysunni) þegar hann reynir að sannfæra heiminn, og líklega sjálfan sig, um að náttúrulegir ferlar geti aldrei búið neitt gáfulegt til og að guð hafi skapað heiminn í þeirri mynd sem hann er.

288px-Mount_Rushmore_National_MemorialUppáhalds dæmið hans þessa daganna er Mt. Rushmore, eitthvað sem augljóslega er gert af mannavöldum, og spurningin er 'Geta náttúrulegir ferlar hafa búið til Mt. Rushmore?'.

Svarið er nokkuð augljóslega nei.  Í mínu tilfelli þekki ég sögu fjallsins en ummerki á og umhverfis fjallið ættu að vera nóg fyrir hvern sem er til að draga þá upplýstu ályktun að andlitin í fjallinu séu af mannavöldum.

Þetta tekur Mófi hinsvegar og alhæfir út frá þessu eina dæmi að náttúrulegir ferlar geti ekki búið neitt til.

Mig langar því að snúa strámanninum og spyrja: Getur guð hafa búið til andlitin Mt. Rushmore?

Ef svarið er 'nei' þá er guð ekki til.  Ef svarið er 'já' þá hefurðu rangt fyrir þér, ég veit að Mt. Rushmore er manngert, og því er guð ekki til.


"This Space is Still Evolving"

This space is still evolvingÞað er líklega ekki margt sem bloggið mitt og The Creation Museum eiga sameiginlegt, en þessi setning er víst eitt af fáu.

Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín en smá 'google' leiddi í ljós að þessi setning er á örugglega einu frægasta skilti í heimi.  Núna er spurningin hvort þetta sé viljandi eða óviljandi.. brandari.

Ég rakst fyrst á tilurð þessa skiltis þegar ég las 'New Scientist Short Sharp Science Blog: A trip to the Creation Museum' fyrir nokkru.  Það var reyndar ekki aðallega skiltið sem vakti athygli mína heldur sú staðreynd að trúaðir(*) eru hræddir, skít hræddir.  Þeir eru hræddir um að vísindi munu drepa guðinn þeirra.

Eftir að hafa lesið bloggið um heimsóknina í sköpunar safnið varð ég forvitinn um 'Graffiti Alley and Culture in Crisis' sýningarsvæðið, þar sem gestum er gefin innsýn í hvernig heimurinn eigi að líta út ef það er ekki til neinn guð, eða eins og stendur á heimasíðu Answers in Genesis (hér eftir AiG).

What happened when the God of the Bible was replaced with the god of humanism and the religion of science?

Eftir því sem ég best veit, hef ekki heimsótt þetta safn sjálfur, er sýningar svæðið uppfullt af útstillingum sem eiga að hræða trúaða; veggjakrot og niðurníðsla, ofbeldi, klám, samkynhneigð, fóstureyðingar, stofnfrumurannsóknir, o.s.f.v.  Og vísindunum náttúrulega kennt um þetta allt saman.  Boðskapurinn er augljóslega; taktu biblíuna þína fram yfir vísindi og rannsóknir, ef þú trúir ekki á guð þá fer heimurinn til andskotans (bókstaflega).

Grunnskylda kristna á víst að vera að breiða út fagnaðarerindið, þeim í AiG þykir það greinilega ekki virka nógu vel og reyna nú að hræða fólk til fylgis.  Ef kærleikurinn og umburðarlyndið dugar ekki demba þeir yfir fólk hræðsluáróðri um að vísindi munu grafa undir gildum fjölskyldunnar og valda sundrung, ofbeldi og öðrum hörmungum.

Hvernig þeir fá það út að það sé Þróunarkenningu Darwins að kenna að konum standi til boða að fara í fóstureyðingar eða að samkynhneigð sé til vegna þess að jarðfræðingar geta með mælingum sýnt að jörðin sé um eða yfir 4.2 miljarða ára gömul er mér algerlega fyrirmunað að skilja.  Það er eins og sköpunarsagan sé síðasta vígi kristinnar trúar og þetta fólk gerir allt til að sannfæra aðra um að vísindi sem stangast á við sköpunarsöguna séu beinlínis lygar.  Vísindi eru eitt allsherjar alheimssamsæri um að drepa guð, eina leiðin til að verja trúna sé að hafna vísindum, velja fáfræði fram yfir upplýsingu.  Og ekki á þeirri forsendu að upplýsingin sé röng heldur af því að ef hún er rétt þá er sköpunarsagan röng og þá hefur fólk ástæðu til að efast um tilurð guðs og 'eins og allir vita' eru þeir sem trúa ekki á guð geðveikir villimen sem fara ekki eftir neinum reglum.  Þeir eru samkynhneigðir, stunda fóstureyðingar, stela og ljúga, skoða klám á internetinu, og taka ekki hvíldardaginn heilagan.  Ef guð er ekki til hefur engin ástæðu til að fara eftir neinum reglum.

Ertu orðin(n) hrædd(ur)?

Haltu þá fast í guðinn þinn.

(*) þegar ég segi trúaðir hér er ég ekki að alhæfa um alla trúaða, heldur aðallega bókstafstrúaðra sköpunarsinna og aðra sem taka biblíunni sem óskeikulum sannleik og orði guðs.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband