Til varnar ALVÖRU vísindum, nr. 5

Til varnar ALVÖRU vísindum, nr. 1, Til varnar ALVÖRU vísindum, nr. 2, Til varnar ALVÖRU vísindum, nr. 3, Til varnar ALVÖRU vísindum, nr. 4.

Beint framhald af Til varnar ALVÖRU vísindum, nr. 4, standup4REALscience fjallar um nokkur þekkt millistig steingervinga.. sem sköpunarsinnar segja að séu ekki til.

Fjallað er um það hvernig þróunarlíffræði sagði fyrir um:

  • Sameiginlegan forfaðir froska og salamandra: Gerobatrachus, 290 miljón ára steingerving sem hefur ýmis einkenni beggja tegunda.
  • Forföður skjaldbaka: Odontochelyidae, sem var tennt og hafði aðeins skel á neðri hluta búksins.  (Til gamans má geta þess að það voru 'fósturfræði' (e. embriology) sem sögðu fyrir um þetta; sjá umfjöllun um Haeckel í Um óheiðarleika vísindamanna)
  • 'Afþróun' lappa á snákum: Pachyrhachis, Eupodophis og Najash eru allt steingervingar af útdauðum snákaum.. sem höfðu greinilega útlimi.  Nútíma snákar hafa en leyfar af þessum útlimum.
  • Að hæfileiki leðurblaka til að fljúga og hæfileiki þeirra til að 'sjá með hljóði' (e. echo-locate) hefði ekki þróast samtimis: Onychonycteris er frumstæðasta þekkti steingervða leðurblakan sem hafði vængi til að fljúga en innra eyrað var of vanþróað til að 'sjá með hljóði'.  Sem sýnir að hæfileikinn til að fljúga kom fyrst og hæfileikinn til að 'sjá með hljóði' (vantar rétta orðið yfir þetta.. hljóðsjá?) kom á eftir.
  • Forföður flatfiska sem hefur ekki bæði augun á sömu hlið: fóstur/lifrur/hrog flatfiska hafa augun á sitthvorri hlið höfuðsins en allir nútíma fullorðnir flatfiskar hafa bæði augun á sömu hlið.  Þróunarlíffræðin segir fyrir um forföður flatfiska sem hafði augun á sitthvorri hlið en hafði önnur einkenni flatfiska, steingervðar leifar tveggja slíkra tegunda hafa fundist, Amphistium og Hetronectes.
  • Forföður sækúa (sem eru spendýr) sem hafði útlimi eins og land-spendýr; Pezosiren, er steingervingur sem ber öll heilstu einkenni sækúa en hafði einnig fjóraútlimi og beinabyggingu sem bendir til þess að dýrið hafi getað gengið á landi en jafnframt lifað í vatni.

Lítið meira að segja um þetta myndband, það útskýrir sig algerlega sjálft: Þróunarkenningin er ALVÖRU vísindi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband