Færsluflokkur: Vísindi og fræði

Til varnar ALVÖRU vísindum, nr. 1

Þetta kann að hljóma eins og No-true Scotsman rökvilla svo er reyndar ekki.  Það eru til gervivísindi sem eru ekki unninn samkvæmt viðurkenndum aðferðum, draga ályktanir sem eru í engu samræmi við gögnin sem liggja fyrir, framkvæma jafnvel engar rannsóknir til að fá gögn til að vinna úr heldur skálda bara eitthvað út í loftið.

Ein slík gervivísindi eru vitræn hönnun, sem snúast að mestu um það að líf sé svo flókið að það geti ekki átt sér náttúrulegar orsakir, því hljóti einhver ofurgáfaður hönnuður (lesist guð) búið allt til.  Samkvæmt þeirra kenningum er svarið við öllu 'guð gerði það'.  Hver sá sem er að rannsaka eitthvað getur á hvaða tímapunkti sem er stoppað og gefið sér að niðurstaðan sé 'guð gerði það'.  Jafnvel væri hægt að segja að það þurfi í raun ekki að rannsaka neitt því allir vita að 'guð gerði það'.  Mjög vísindalegt allt saman.  Svo eyða þeir allri sinni orku í ófrægingar herferðir gegn þróunarkenningunni og persónu Darwins en hafa ekki lagt fram eina einustu rannsókn sem styður þeirra 'kenningu'.

Og þessi er nú verið að reyna að lauma inn í almennings skóla í BNA sem alvöru vísindum og undir yfirskyninu 'teach both sides'.  Í raun er bara verið að reyna að opna fyrir yfirnáttúru í vísindum.

Sem betur fer eru ekki allir sem sætta sig við það.  Einn slíkur er Jeremy Mohn, líffræði kennari.. og trúaður (sem sagt ekki 'guðleysis darwinisti'), sem heldur út vefsíðunni Stand up for REAL science og hefur sett nokkuð góð myndbönd inn á Youtube undir nafninu standup4REALscience

Í fyrsta vídeoinu fer hann yfir það hvernig DNA rannsóknir staðfesta með óvefengjanlegum hætti skyldleika manna og apa, sem er eitt gott dæmi sem staðfestir þróunarlíffræði og þróunarkenninguna.

Menn hafa 46 litninga (par af 23 litingum) en okkar nánustu ættingjar, mannapar (great apes), hafa 48 litninga (par af 24 litningum).  Venjulega mætti halda að það staðfesti óskyldleika manna og apa, nema það væri hægt að finna einn litning í mönnum sem væri samsettur úr tveim litningum úr öpum.  Í videoinu er farið vel í hvernig þetta virkar, hvernig þetta var staðfest, og hvernig þetta er í samræmi við þróunarkenninguna.

Ítarefni um videoið: The Importance of Theories


11 'opnar' greinar úr Science varðandi Arda (Ardipithecus ramidus)

(Upplagt tækifæri fyrir Mófa, og aðra sköpunarsinna, til að nálgast alvöru heimildir.. ekki bara frá áróðursíðum Answers in Genesis og Discovery Institute.  Kynna sér báðar hliðar muniði.)

Í tölublaði Science sem kom út 2. október síðastliðinn voru ellefugreinar tileinkaðar rannsóknum á Arda, 4.4 miljón ára gömlum steingervingum af mannapa og hugsanlega sameiginlegum forföður nútímamanna og simpansa.

Vanalega þarf að borga fyrir áskrift eða einstaka greinar hjá Science en þeir hafa gert allar ellefu greinarnar aðgengilegar fyrir hvern sem er á netinu.

Sjá: Science - Ardipithecus ramidus

.. nothing continues to happen..

Man ekki hvar en einhverstaðar (sennilega í Terry Prachet þegar ég hugsa um það) las ég um það hvernig ekkert gerðist og hvernig ekkert hélt áfram að gerast.  Það var nokkurn vegin upplifun mín af því að horfa á beina útsendingu á árekstri við tunglið.

Í fréttinni segir að áætlað hafi verið að rykmökkurinn sem myndaðist við áreksturinn yrði 10km hár.

Mökkurinn hefði þurft að ná 2.5-3km hæð til að sjást frá jörðu (í sjónaukum) og hann hefði þurft að vera að lágmarki 1.5km hár til að ná upp úr skugganum og til að verða sýnilegur í sólarljósi.

Ekkert gerðist.

Ýmsar ástæður geta verið fyrir því eins og að 'farið' hafi lent á harðari undirlagi en búist var við, td. klettum, og því ekki þyrlast upp eins mikið efni.

En það var hellingur af mismunandi mælitækjum beint að staðnum, en það tekur því miður upp undir nokkra daga að vinna úr þeim gögnum sem safnaðist.

Vona bara að niðurstaðan verði ekki: Ekkert gerðist.


mbl.is Tvö geimför lenda á tunglinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

The Biggest Bang that Noone ever heard.

Flott video frá Thunderf00t um fyrirhugaðan árekstur við tunglið.

Verður spennandi að sjá hvað kemur út úr þessu.  Ef það finnst vatn í nýtanlegu magni undir yfirborði tunglsins þá stór eikur það möguleika manna á að byggja þarna varanlega útstoð.


mbl.is Árekstur á tunglinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mófi er ótrúlegt eintak..

Í færslu sinni, Eru þetta alvöru vísindi?, reynir Mófi með einstaklega óheiðarlegum hætti að vefengja nýlegar fréttir af Ardi, nafni minn Arnar Pálsson fjallar um þessa frétt á ögn málefnalegri hátt og vísar (rétt) í heimildir, Forfaðir eða frænka.

Fyrst minnist Mófi á hið 'fræga' Nebraska-manns mál frá 1917 þar sem blásin var upp frétt um meinta 'elstu mann-apa ameríku' út frá einni steingerðri tönn.  Það reyndist hinsvegar vera röng greining, eins og kom fram í tímaritinu Science 1927 (skemmtileg tilviljun).  Tönnin og önnur steingerð bein sem fundust á sama/stað reyndust vera úr útdauðu svíni.

Með því er hann að reyna að vekja upp efasemdir hjá lesendum um áreiðanleika fréttarinnar og undirbúa jarðvegin fyrir punkt tvö.  Hann gleymir alveg að minnast á það að það voru 'alvöru' vísindamenn sem hröktu þetta og greinin um hvernig þetta var hrakið birtist í 'alvöru' vísindatímaritinu Science.

gona-press-1_largeÍ öðrulagi birtir hann mynd sem 'eftir hans bestu vitund' sýnir einhver fimm til sex bein sem hann vill meina að Arda sé 'búin til úr'.  Þá er hann að gefa það í skyn að verið sé að skálda eitthvað upp eins og gert var í tilfelli Nebraska-mannsins.

Mófi veit greinilega ekki mikið, eða hefur amk. ekki eitt mörgum mínútum í að kynna sér málið áður en hann ákvað að tjá sig um það.

Arnar, nafni minn, vísar td. á grein eftir Carl Zimmer þar sem það kemur fram að það hafi fundist 110 bein sem úr þessari 'Arda' en ekki bara fimm til sex eins og Mófi gefur í skyn.  Til samanburðar hefur fullorðin nútímamaður 206 bein, svo þarna hefur fundist svona um það bil hálf beinagrindin.

Til að toppa alla þessa vitleysu linkar Mófi einnig á forsíðu Science þar sem það er mynd af öllum beinunum sem fundust.

covermed

Nennir einhver að telja hvað það eru mörg bein þarna?

Held að Mófi ætti að láta 'alvöru' vísindamenn um 'alvöru' vísindi og halda sig við biblíuna sína ef hann getur ekki kynnt sér 'alvöru' heimildir áður en hann skáldar eitthvað upp.


mbl.is 4,4 milljóna ára bein varpa nýju ljósi á þróun mannsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Uppruni lífsins: Skyldu mæting og skyldu hlustun fyrir Mófa og aðra sköpunarsinna

(Þar sem Mófi bannar mér að skrifa athugasemdir hjá sér beini ég þessu bara til hans hér.)

Sköpunarsinninn hann Mófi er mikill andstæðingur 'guðleysis darwinisma', án þess að sýna þess mikil merki að hann viti hvað hann er að tala um.  Eitt af því sem hann tjáir sig oft um er uppruni lífs (sem hafði þannig séð ekkert með kenningar Darwins að gera) þar sem hann tekur alla sína vitneskju af áróðursíðum sköpunarsinna, eins og td. AiG sem endar alla sína 'rökfærslur' á að biblían sé eina rétta heimildin og því hljóti allt annað að vera rangt ef það stangast á við biblíuna.

Á morgun er fyrirlestur um uppruna lífs, Hvernig varð lífið til?, í Háskóla Íslands þar sem farið verður yfir ýmsar mismunandi kenningar líffræðinar um uppruna lífs, raunverulegu vandamálin sem þessar kenningar standa frammi fyrir og hvað það er í alvöru sem vísindamenn, sem rannsaka þetta viðfangs efni, eru ósammála um.

Tengt efni af Stjörnufræðivefnum:

Vísindaþátturinn 29. september 2009 - 44. þáttur -
Uppruni lífsins

Hvernig varð lífið á jörðinni til? Guðmundur Eggertsson, prófessor í líffræði, reyndi að svara þessari spurningu auk annarra sem tengjast lífi í alheimi.

Ítarefni

Kemst því miður ekki sjálfur en held að það yrði mjög fróðlegt fyrir Mófa og aðra sköpunarsinna að hlýða á þetta.  Kynna sér hina hliðina.. frá hinni hliðinni (en ekki AiG eða DI).


Sorglegt, en..

.. vert að benda á að ~99,9% allra tegunda lífvera sem hafa verið til í heiminum frá upphafi lífs eru útdauðar.  Sjá: Wiki Extinction

Kemur nú ekki mikið fram í fréttinni hjá mbl.is en fréttin á BBC er mun ítarlegri, sjá Giant fish 'verges on extinction'.  Þar kemur td. fram að það sé búið að leita í ánni í þrjú ár af þessum fiski en engin fundist.  Reyndar sýndu hljóðsjár mælingar eitthvað sem gæti hugsanlega verið þessi fiskur en ekki tókst að staðfesta það í þeim tilvikum.

Það er annað sem kemur fram í fréttinni hjá BBC, sem er að það er verið að hugsa um að viðhalda stofninum með 'aðstoð manna'.  Mér, persónulega, finnst svona inngrip í náttúruna ekki réttlætanleg.  Þótt það sé sorglegt að stofnar deyi út, jafnvel af mannavöldum, þá er það samt náttúrulegt ferli sem er verið að grípa inn í.  Tegundir deyja út án áhrifa frá mönnum.

Málið væri öðruvísi, gagnvart mér, ef það stæði til að hreinsa upp ánna (minnka mengun), minnka veiðar og/eða fara í aðrar aðgerðir til að þessi fiskitegund gæti haldið áfram að lifa náttúrulega.


mbl.is Fiskum fækkar í Yangzte
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Way of the Master gefa sérstaka útgáfu af Þróunarkenningu Darwins

Bættu bara við 50 blaðsíðna kafla, skrifaðan af Ray Comfort, með upptalningu á öllum helstu sköpunarsinna rangfærslunum um Darwin og þróunarkenninguna þar með talið:

  • Að Adolf Hitler hafi byggt sínar öfga-hugmyndir á þróunarkenningu Darwins
    Reyndar er ýmislegt sem bendir til þess að gyðingafordómar Hitlers sé komið frá Luther.  Fyrir utan að þótt það væri rétt þá breytir það engu um að þróunarkenningin er það besta sem við höfum til að lýsa því ferli hvernig lífverur breytast til aðlagast umhverfi sínu.  Survival of the fittest er ekki það sama og Survival of the strongest.
  • Að Darwin hafi verið kynþátta hatari
    Getur vel verið að Darwin hafi haft einhverjar ranghugmyndir um íbúa 'þriðjaheimsins', það var mjög algengt á hans tíma.  Það breytir hinsvegar engu um að þróunarkenningin er það besta sem við höfum til að lýsa því ferli hvernig lífverur breytast til aðlagast umhverfi sínu.
  • Að Darwin hafi fyrirlitið konur
    Þekki ekki Darwin persónulega nógu vel til að geta svarað þessu, en Ray Comfort getur örugglega dregið fram einhver sköpunarsinna quote-mina.  En og aftur breytir það hinsvegar engu um að þróunarkenningin er það besta sem við höfum til að lýsa því ferli hvernig lífverur breytast til aðlagast umhverfi sínu.
  • Að þróunarkenningin snúist um að "nothing created everything"
    Nei, það er einfaldlega rangt.  Hér eru þeir að blanda saman Big Bang Theory og þróunarkenningunni, og Big Bang Theory snýst ekki einu sinni um að allt hafi orðið til úr engu.  Þeir einu sem halda því fram að heimurinn hafi orðið til úr engu eru sköpunarsinnar.
  • DNA
    Skil ekki hvað það kemur efni bókarinnar við, DNA var óþekkt á tímum Darwins.  Reyndar útskýrir DNA ýmislegt með erfðir sem Darwin var að velta fyrir sér en gat ekki útskýrt, enda bætir DNA við þróunarkenninguna en kollvarpar henni ekki.
  • Skort á millistigum af steingervingum
    Þvílíkt bull, ef við tökum menn (Homo Sapiens) og svo einhvern miljónára gamlan forfaðir, þá eru allir steingervingar sem fundist hafa sem leiða frá forfeðrinum til okkar millistig.  Sköpunarsinnar hafna hinsvegar öllum ábendingum um að þeir hafi rangt fyrir sér.

Og svo kemur 'balanced view' af sköpunarsögunni frá frægum trúuðum vísindamönnum, sem svo skemmtilega vill til að eru allir látnir.  Alltaf gott að túlka orð löngu látins fólks sköpunarkenningunni í hag, fólks sem bjó ekki yfir sömu upplýsingum og við gerum í dag.

Sem sagt 50 blaðsíður af rangfærslum og árásum á persónu Darwins til þess að sverta þróunarkenninguna ásamt sköpunarsögunni, "guð gerði það", sem mótvægi.  Skrifað af manni hélt því fram að bananar hefðu verið skapaðir af guði í núverandi mynd svo þeir pössuðu akkúrat í hendur manna.

Hvernig ætli þeim þætti ef það yrði settur 50 blaðsíðna fyrirvari í biblíuna þeirra til að benda á að hún stenst engan vegin raunveruleikann, eins og að guð hafi skapað allt úr.. þú veist það.. engu.


"Sturtur skaðlegar heilsu"

Svo hljóðar fyrirsögn á frétt á dv.is í dag (sjá: Sturtur skaðlegar heilsu).

Já, það detta væntanlega einhverjir á hverju ári í sturtu og slasast eða fá sápu í augun.  En sama má segja um næstum HVAÐ SEM ER.  Hvað eru margir sem stinga sig á nálum eða missa þunga hluti á tærnar á sér, á hverjum degi?  Gras er hættulegt heilsu þeirra sem þjást af frjókorna ofnæmi.

En eru frétta-haukar DV að vísa í eitthvað svoleiðis? 

Nei, þeir eru að vísa í frétt sem birtist í fjölmiðlum í gær um að sturtuhausar væru ákjósanlegur dvalar- og vaxtastaður fyrir ýmiskonar bakteríur sem hugsanlega gætu síðan valdið öndunarfærasýkingum hjá þeim sem nota sturturnar.  Það eru bakteríurnar sem eru skaðlegar heilsu en ekki sturtan.

Arnar Pálsson líffræðingur bloggaði um frétt mbl.i um þetta sama mál í gær: Sjúkdómurinn er öndunarfærasýking

Það eru bakteríur allstaðar.  Menn bera til dæmis með sér um tíu sinnum fleirri bakteríur en það eru frumur í líkanum og það hafa fundist amk. 182 tegundir af bakteríum sem lifa á húðinni einni saman.  Sumar þeirra eru hættulegar heilsu okkar, ef þær ná að fjölgasér nógu mikið.  Helsta leið þeirra inn í líkaman er í gegnum munn og öndunarfæri og því eru td. hendur mjög algengur miðill baktería á leið inn í líkamann.

Vonandi lætur engin blaðamenn DV vita því á yrði væntanlega næsta fyrir sögn: "HENDUR ERU HÆTTULEGAR HEILSU MANNA".


Teach the Controversy!

Fyrirsögnin er helsta slagorð sköpunarsinna, það sem þeir nota til að réttlæta þá skoðun sína að það eigi að kenna sköpunarsöguna í skólum í BNA sem mótvægi við þróunarkenninguna.

Nú, ef þetta væri þeim jafn hugfangið viðfangsefni og þeir vilja láta, þá ættu þeir nú að vera að berjast fyrir því að fá myndina Creation sýnda í BNA.  Svona til þess að kynna hina hliðina, gæta réttlætis og standa vörð um jafnrétti.  En eins og getið hefur verið í fréttum hefur ekki verið áhugi fyrir því að setja myndina í sýningar í BNA, td. vegna þess að 'aðeins' 39% íbúa samþykkir þróun sem útskýringu á fjölbreytileika lífvera eða að 150 ára gamlar hugmyndir Darwins þyki of róttækar fyrir almenning í BNA.

Og þótt myndin snúist á ákveðin hátt um þróunarkenningu Darwins, er hann sem persóna frekar í aðahlutverki og einni samskipti hans við aðra fjölskyldumeðlimi, eins og sagt er í lýsingunni:

A world-renowned scientist, and a dedicated family man struggling to accept his daughter’s death, Darwin is torn between his love for his deeply religious wife and his own growing belief in a world where God has no place. He finds himself caught in a battle between faith and reason, love and truth. This is the extraordinary story of Charles Darwin and how his master-work “The Origin of Species” came to light. It tells of a global revolution played out in the confines of a small English village; a passionate marriage torn apart by the most provocative idea in history – evolution; and a theory saved from extinction by the logic of a child.

Meira segja hafa þeir dómar sem ég hef lesið um myndina helst kvartað yfir því að í henni sé gert of mikið úr dauða dóttur Darwins.

En við hvað eru þá bandaríkjamenn hræddir?  Vilja þeir ekki fræðast eitthvað meira um Darwin?  Miðað við þær umræður sem ég hef lesið á netinu eða séð á Youtube veitir ekki af því að bandarískir sköpunarsinnar kynntu sér aðeins persónuna sem þeir virðast helga líf sitt að gagnrýna.

Vona að minnsta kosti að sýningum á myndinni í BNA sé ekki hafnað af trúarlegum fordómum gagnvart Darwin.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband