Til varnar ALVÖRU vísindum, nr. 3
15.10.2009 | 14:37
Til varnar ALVÖRU vísindum, nr. 1 og Til varnar ALVÖRU vísindum, nr. 2
Um 8% af genamengi manna eru leifar af svokölluðum ERV vírusum, vírusar geta 'stungið' sínu erfðaefni inn í erfðaefni hýsils. Ef genamengi manna og simpansa er borið saman kemur í ljós að finna má erfðaefni úr ERV vírusum á nákvæmlega sama stað, sama á við fleiri tegundir mannapa. Samkvæmt þróunarkenningunni og hugmyndinni um sameiginlegan forföður er það vel útskýranlegt með sameiginlegum uppruna. Sameiginlegur forfaðir 'áskotnaðist' gen vírussins sem dreifðust svo til allra afkomna tegunda.
Að halda því fram að óskyldar tegundir, fleiri en tvær, hefðu allar 'áskotnast' gen sama ERV vírussins á nákvæmlega sama stað sitt genamengi er stjarnfræðilega ólíklegt.
Í meðfylgjandi vídeói er farið yfir það hvernig menn uppgötvuðu þetta, hvernig þróunarkenningin útskýrir þetta og hvernig það allt styður að menn og mannapar eigi sameiginlegan forföður.
Vísindi og fræði | Breytt 30.10.2009 kl. 15:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Til varnar ALVÖRU vísindum, nr. 2
14.10.2009 | 15:03
Framhald af: Til varnar ALVÖRU vísindum, nr. 1.
C-vítamín, eða skortur á því, er ekki alveg það fyrsta sem manni dettur í hug sem staðfesting á sameiginlegum forföður stakra tegunda og þar með enn ein staðfestingin á þróunarkenningunni.
Mannslíkaminn getur ekki framleitt C-vítamín, það sama á td. við simpansa og naggrísi, svo við verðum að bæta það upp með fæðu. Án C-vítamíns þá veikist manneskja (sjá Scurvy) og deyr að lokum. DNA rannsóknir hafa leitt í ljós að orsakir skorts á C-vítamíns framleiðslu er gena 'galli' og að það sé nákvæmlega sami gena 'galli' í mönnum og simpönsum (og öðrum öpum með þennan galla), sem bendir sterklega til þess að gallinn sé erfður frá sameiginlegum forföður. Rannsóknir hafa einnig sýnt fram á að það er annar gena galli sem veldur því að naggrísir geta ekki framleitt C-vítamín, sem styður einnig við þróunarkenninguna því það er mun lengra í sameiginlegan forfaðir manna og naggrísa. Ítarlegri umfjöllun um þetta í vídeóinu og myndrænni framsetning, um hvernig alvöru vísindi virka.
Ítarefni með vídeói: Prediction 2.3: Molecular vestigial characters
Vísindi og fræði | Breytt 30.10.2009 kl. 15:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Til varnar ALVÖRU vísindum, nr. 1
14.10.2009 | 11:37
Þetta kann að hljóma eins og No-true Scotsman rökvilla svo er reyndar ekki. Það eru til gervivísindi sem eru ekki unninn samkvæmt viðurkenndum aðferðum, draga ályktanir sem eru í engu samræmi við gögnin sem liggja fyrir, framkvæma jafnvel engar rannsóknir til að fá gögn til að vinna úr heldur skálda bara eitthvað út í loftið.
Ein slík gervivísindi eru vitræn hönnun, sem snúast að mestu um það að líf sé svo flókið að það geti ekki átt sér náttúrulegar orsakir, því hljóti einhver ofurgáfaður hönnuður (lesist guð) búið allt til. Samkvæmt þeirra kenningum er svarið við öllu 'guð gerði það'. Hver sá sem er að rannsaka eitthvað getur á hvaða tímapunkti sem er stoppað og gefið sér að niðurstaðan sé 'guð gerði það'. Jafnvel væri hægt að segja að það þurfi í raun ekki að rannsaka neitt því allir vita að 'guð gerði það'. Mjög vísindalegt allt saman. Svo eyða þeir allri sinni orku í ófrægingar herferðir gegn þróunarkenningunni og persónu Darwins en hafa ekki lagt fram eina einustu rannsókn sem styður þeirra 'kenningu'.
Og þessi er nú verið að reyna að lauma inn í almennings skóla í BNA sem alvöru vísindum og undir yfirskyninu 'teach both sides'. Í raun er bara verið að reyna að opna fyrir yfirnáttúru í vísindum.
Sem betur fer eru ekki allir sem sætta sig við það. Einn slíkur er Jeremy Mohn, líffræði kennari.. og trúaður (sem sagt ekki 'guðleysis darwinisti'), sem heldur út vefsíðunni Stand up for REAL science og hefur sett nokkuð góð myndbönd inn á Youtube undir nafninu standup4REALscience.
Í fyrsta vídeoinu fer hann yfir það hvernig DNA rannsóknir staðfesta með óvefengjanlegum hætti skyldleika manna og apa, sem er eitt gott dæmi sem staðfestir þróunarlíffræði og þróunarkenninguna.
Menn hafa 46 litninga (par af 23 litingum) en okkar nánustu ættingjar, mannapar (great apes), hafa 48 litninga (par af 24 litningum). Venjulega mætti halda að það staðfesti óskyldleika manna og apa, nema það væri hægt að finna einn litning í mönnum sem væri samsettur úr tveim litningum úr öpum. Í videoinu er farið vel í hvernig þetta virkar, hvernig þetta var staðfest, og hvernig þetta er í samræmi við þróunarkenninguna.
Ítarefni um videoið: The Importance of Theories
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 14:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
11 'opnar' greinar úr Science varðandi Arda (Ardipithecus ramidus)
10.10.2009 | 21:32
(Upplagt tækifæri fyrir Mófa, og aðra sköpunarsinna, til að nálgast alvöru heimildir.. ekki bara frá áróðursíðum Answers in Genesis og Discovery Institute. Kynna sér báðar hliðar muniði.)
Í tölublaði Science sem kom út 2. október síðastliðinn voru ellefugreinar tileinkaðar rannsóknum á Arda, 4.4 miljón ára gömlum steingervingum af mannapa og hugsanlega sameiginlegum forföður nútímamanna og simpansa.
Vanalega þarf að borga fyrir áskrift eða einstaka greinar hjá Science en þeir hafa gert allar ellefu greinarnar aðgengilegar fyrir hvern sem er á netinu.
Sjá: Science - Ardipithecus ramidus.. nothing continues to happen..
9.10.2009 | 14:37
Man ekki hvar en einhverstaðar (sennilega í Terry Prachet þegar ég hugsa um það) las ég um það hvernig ekkert gerðist og hvernig ekkert hélt áfram að gerast. Það var nokkurn vegin upplifun mín af því að horfa á beina útsendingu á árekstri við tunglið.
Í fréttinni segir að áætlað hafi verið að rykmökkurinn sem myndaðist við áreksturinn yrði 10km hár.
Mökkurinn hefði þurft að ná 2.5-3km hæð til að sjást frá jörðu (í sjónaukum) og hann hefði þurft að vera að lágmarki 1.5km hár til að ná upp úr skugganum og til að verða sýnilegur í sólarljósi.
Ekkert gerðist.
Ýmsar ástæður geta verið fyrir því eins og að 'farið' hafi lent á harðari undirlagi en búist var við, td. klettum, og því ekki þyrlast upp eins mikið efni.
En það var hellingur af mismunandi mælitækjum beint að staðnum, en það tekur því miður upp undir nokkra daga að vinna úr þeim gögnum sem safnaðist.
Vona bara að niðurstaðan verði ekki: Ekkert gerðist.
Tvö geimför lenda á tunglinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
The Biggest Bang that Noone ever heard.
8.10.2009 | 09:47
Flott video frá Thunderf00t um fyrirhugaðan árekstur við tunglið.
Verður spennandi að sjá hvað kemur út úr þessu. Ef það finnst vatn í nýtanlegu magni undir yfirborði tunglsins þá stór eikur það möguleika manna á að byggja þarna varanlega útstoð.
Árekstur á tunglinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trú í hnotskurn
6.10.2009 | 13:57
Vísindamenn í Bretlandi og Bandaríkunum komust að þeirri niðurstöðu fyrir rúmum tuttugu árum að klæðið sé frá tímabilinu 1260-1390 en ekki allir hafa tekið þá niðurstöðu trúanlega.
Ef ég trúi einhverju X en svo kemur hópur manna og sýnir fram á að trú mín á X sé byggð á röngum forsendum, uppfæri ég trú mína í samræmi við nýju forsendurnar eða held ég áfram mínu striki og trúi nú einnig því að allir aðrir en ég hafi rangt fyrir sér?
Seinni valmöguleikinn er væntanlega í skilgreiningunni á að vera bókstafstrúarmaður.
Auðvitað getur hópur manna haft rangt fyrir sér, en ég man ekki til þess að það hafi komið fram einhver ný gögn varðandi aldurinn á þessum 'klæðum'. Eina sem rannsakendur hafa ekki getað útskýrt en þá er hvernig myndin á efninu er tilkomin.. vonandi fáum við útskýringu á því bráðlega.
Eftirlíking líkklæðis Krists sannar að það sé falsað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Mófi er ótrúlegt eintak..
2.10.2009 | 16:59
Í færslu sinni, Eru þetta alvöru vísindi?, reynir Mófi með einstaklega óheiðarlegum hætti að vefengja nýlegar fréttir af Ardi, nafni minn Arnar Pálsson fjallar um þessa frétt á ögn málefnalegri hátt og vísar (rétt) í heimildir, Forfaðir eða frænka.
Fyrst minnist Mófi á hið 'fræga' Nebraska-manns mál frá 1917 þar sem blásin var upp frétt um meinta 'elstu mann-apa ameríku' út frá einni steingerðri tönn. Það reyndist hinsvegar vera röng greining, eins og kom fram í tímaritinu Science 1927 (skemmtileg tilviljun). Tönnin og önnur steingerð bein sem fundust á sama/stað reyndust vera úr útdauðu svíni.
Með því er hann að reyna að vekja upp efasemdir hjá lesendum um áreiðanleika fréttarinnar og undirbúa jarðvegin fyrir punkt tvö. Hann gleymir alveg að minnast á það að það voru 'alvöru' vísindamenn sem hröktu þetta og greinin um hvernig þetta var hrakið birtist í 'alvöru' vísindatímaritinu Science.
Í öðrulagi birtir hann mynd sem 'eftir hans bestu vitund' sýnir einhver fimm til sex bein sem hann vill meina að Arda sé 'búin til úr'. Þá er hann að gefa það í skyn að verið sé að skálda eitthvað upp eins og gert var í tilfelli Nebraska-mannsins.
Mófi veit greinilega ekki mikið, eða hefur amk. ekki eitt mörgum mínútum í að kynna sér málið áður en hann ákvað að tjá sig um það.
Arnar, nafni minn, vísar td. á grein eftir Carl Zimmer þar sem það kemur fram að það hafi fundist 110 bein sem úr þessari 'Arda' en ekki bara fimm til sex eins og Mófi gefur í skyn. Til samanburðar hefur fullorðin nútímamaður 206 bein, svo þarna hefur fundist svona um það bil hálf beinagrindin.
Til að toppa alla þessa vitleysu linkar Mófi einnig á forsíðu Science þar sem það er mynd af öllum beinunum sem fundust.
Nennir einhver að telja hvað það eru mörg bein þarna?
Held að Mófi ætti að láta 'alvöru' vísindamenn um 'alvöru' vísindi og halda sig við biblíuna sína ef hann getur ekki kynnt sér 'alvöru' heimildir áður en hann skáldar eitthvað upp.
4,4 milljóna ára bein varpa nýju ljósi á þróun mannsins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | Breytt 6.10.2009 kl. 14:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Hvernig er hægt að tryggja að maður endi ekki í helvíti?
2.10.2009 | 15:04
Jú, auðvitað með því að ganga í alla mögulega trúarhópa.. einhver hlýtur að hafa rétt fyrir sér.
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
(Þar sem Mófi bannar mér að skrifa athugasemdir hjá sér beini ég þessu bara til hans hér.)
Sköpunarsinninn hann Mófi er mikill andstæðingur 'guðleysis darwinisma', án þess að sýna þess mikil merki að hann viti hvað hann er að tala um. Eitt af því sem hann tjáir sig oft um er uppruni lífs (sem hafði þannig séð ekkert með kenningar Darwins að gera) þar sem hann tekur alla sína vitneskju af áróðursíðum sköpunarsinna, eins og td. AiG sem endar alla sína 'rökfærslur' á að biblían sé eina rétta heimildin og því hljóti allt annað að vera rangt ef það stangast á við biblíuna.
Á morgun er fyrirlestur um uppruna lífs, Hvernig varð lífið til?, í Háskóla Íslands þar sem farið verður yfir ýmsar mismunandi kenningar líffræðinar um uppruna lífs, raunverulegu vandamálin sem þessar kenningar standa frammi fyrir og hvað það er í alvöru sem vísindamenn, sem rannsaka þetta viðfangs efni, eru ósammála um.
Tengt efni af Stjörnufræðivefnum:
Vísindaþátturinn 29. september 2009 - 44. þáttur -
Uppruni lífsinsHvernig varð lífið á jörðinni til? Guðmundur Eggertsson, prófessor í líffræði, reyndi að svara þessari spurningu auk annarra sem tengjast lífi í alheimi.
- Lengd: 55 mínútur og 4 sekúndur
- Hlusta (mp3): Þáttur 44 - 29.09.2009
Ítarefni
Kemst því miður ekki sjálfur en held að það yrði mjög fróðlegt fyrir Mófa og aðra sköpunarsinna að hlýða á þetta. Kynna sér hina hliðina.. frá hinni hliðinni (en ekki AiG eða DI).