Færsluflokkur: Trúmál og siðferði

Til varnar ALVÖRU vísindum, nr. 4

Til varnar ALVÖRU vísindum, nr. 1, Til varnar ALVÖRU vísindum, nr. 2, Til varnar ALVÖRU vísindum, nr. 3

Sköpunarsinnar eru þeir sem hafa þá trúarsannfæringu að einhverskonar yfirnáttúrulegur skapari hafi skapað allar lífverur í sinni upprunalegu mynd, eða amk. þannig að þær hafi kannski breyst/aðlagast lítils háttar frá upprunalegu sköpuninni. 

Sömu aðilar telja að steingervingar styðji þetta því allir steingervingar sem fundist hafa 'heilar' lífverur en ekki einhverskonar blöndur af tveim lífverum.  Saman ber hin fræga Crocoduck, sem á að vera einhverskonar milli stig þróunar frá öndum yfir í krókódíla.

Ef steingervingarnir eru hinsvegar skoðaðir, flokkaðir eftir tegundum og þeim raðað upp eftir tímaröð og með tilliti til þess í hvaða jarðlögum þeir finnast má sjá ákveðið mynstur.  Þeir mynda svona einhverskonar röð frá þeim elstu til þeirra yngstu þar sem, ef við veljum td. einn steingerving af handahófi þá er oftast hægt að finna eldri steingervingar-tegund sem er nánast eins en samt oftast má greina einhvern mismun.  Sama ef steingervingurinn sem við völdum er borinn saman viðyngri steingervingar-tegund.

Annað fróðlegt sem steingervingarnir leiða í ljós er að ný tegund lífvera kemur fram, lifir í einhvern tíma (oft miljónir ára) og hverfur svo.  Við taka nýjar tegundir, líkar hinum fyrri en með einhver ný/breytt einkenni sem aðgreina þær frá hinum fyrri.

Þessi atriði passa engan vegin við sköpun, þar sem allar lífverur voru skapaðar í sinni upprunalegu mynd.. og á sama tíma.  Skaparinn þyrfti endalaust að vera að skapa nýjar og nýjar tegundir af lífverum jafnóðum og þær eldri deyja út.

Darwin sá þetta ferli og fékk þar með hugmyndina að uppruna tegundanna og lagði þar með grunninn að þróunarkenningunni.

Í myndbandi 4 frá standup4REALscience fer hann ýtarlegra í misskilning sköpunarsinna um millistig og það hvernig steingervingar eru í takt við þróunarkenninguna.


Er Mófi fasisti?

Ég myndi segja já.  Hann ritskoðar bloggið sitt og beitir lygum og blekkingum til að láta svo líta út að hann hafi rétt fyrir sér.  Og, nú með hans eigin rökum er hann orðin fasisti.

Í nýjasta útspili sínu, Er Dawkins fasisti?, réttlætir Mófi það að kalla Dawkins fasista með eftirfarandi:

6 Smámynd: Mofi

Myndbandið sem ég benti á fjallaði um þetta.

Richard Dawkins - The God delusion
Children have a right not to have their minds addled by nonsense, and we as a society have a duty to protect them from it. So we should no more allow parents to teach their children to believe, for example, in the literal truth of the Bible or that the planets rule their lives, than we should allow parents to knock their children’s teeth out or lock them in a dungeon

Veit ekki betur en þetta er rétt framsetning á skoðunum Dawkins eins og þær koma fram í The God delusion. Endilega leiðréttu mig ef það er rangt.

Og það sorglega er að hann fattar það ekki einu sinni þegar Matti bendir honum á hvað sé rangt.

Matti fletti því upp að þessi texti, quote-mine, sem Mófi eignar Dawkins er í raun tilvitnun Dawkins í annann mann, sálfræðinginn Nicholas Humphrey.  Það getur hver sem er séð á td. google books: The God delusion bls. 326.  Það hefði Mófi getað séð, áður en hann stökk á eitthvað sköpunarsinna áróðurs rugl sem hann gleypir við umhugsunarlaust og gerir sjálfan sig svo ítrekað af fíbli með að birta.

Mófi, hvort sem þú ert meðvitaður um óheiðarleikan eða ekki, þá kallast svona quote-mine að ljúga.  Lygarar komast ekki inn í himnaríkið þitt.

16Thou shalt not bear false witness against thy neighbour.  Exodus 20:16

Fyrir utan að þessi árátta þín er brot á gullnu reglunni og ÖLLUM þeim kærleiks og umburðarlyndis boðskap sem trúin þín stendur fyrir og boðar.

Með sömu 'rökum' gæti ég nú quotað í Mófa sem quotar í Dawkins sem quotar í Humphrey og fengið það út að Mófi sé fasisti.. og ég þar með líka.


Til varnar ALVÖRU vísindum, nr. 3

Til varnar ALVÖRU vísindum, nr. 1 og Til varnar ALVÖRU vísindum, nr. 2

Um 8% af genamengi manna eru leifar af svokölluðum ERV vírusum, vírusar geta 'stungið' sínu erfðaefni inn í erfðaefni hýsils.  Ef genamengi manna og simpansa er borið saman kemur í ljós að finna má erfðaefni úr ERV vírusum á nákvæmlega sama stað, sama á við fleiri tegundir mannapa.  Samkvæmt þróunarkenningunni og hugmyndinni um sameiginlegan forföður er það vel útskýranlegt með sameiginlegum uppruna.  Sameiginlegur forfaðir 'áskotnaðist' gen vírussins sem dreifðust svo til allra afkomna tegunda.

Að halda því fram að óskyldar tegundir, fleiri en tvær, hefðu allar 'áskotnast' gen sama ERV vírussins á nákvæmlega sama stað sitt genamengi er stjarnfræðilega ólíklegt.

Í meðfylgjandi vídeói er farið yfir það hvernig menn uppgötvuðu þetta, hvernig þróunarkenningin útskýrir þetta og hvernig það allt styður að menn og mannapar eigi sameiginlegan forföður.


Til varnar ALVÖRU vísindum, nr. 2

Framhald af: Til varnar ALVÖRU vísindum, nr. 1.

C-vítamín, eða skortur á því, er ekki alveg það fyrsta sem manni dettur í hug sem staðfesting á sameiginlegum forföður stakra tegunda og þar með enn ein staðfestingin á þróunarkenningunni.

Mannslíkaminn getur ekki framleitt C-vítamín, það sama á td. við simpansa og naggrísi, svo við verðum að bæta það upp með fæðu.  Án C-vítamíns þá veikist manneskja (sjá Scurvy) og deyr að lokum.  DNA rannsóknir hafa leitt í ljós að orsakir skorts á C-vítamíns framleiðslu er gena 'galli' og að það sé nákvæmlega sami gena 'galli' í mönnum og simpönsum (og öðrum öpum með þennan galla), sem bendir sterklega til þess að gallinn sé erfður frá sameiginlegum forföður.  Rannsóknir hafa einnig sýnt fram á að það er annar gena galli sem veldur því að naggrísir geta ekki framleitt C-vítamín, sem styður einnig við þróunarkenninguna því það er mun lengra í sameiginlegan forfaðir manna og naggrísa.  Ítarlegri umfjöllun um þetta í vídeóinu og myndrænni framsetning, um hvernig alvöru vísindi virka.

Ítarefni með vídeói: Prediction 2.3: Molecular vestigial characters


Til varnar ALVÖRU vísindum, nr. 1

Þetta kann að hljóma eins og No-true Scotsman rökvilla svo er reyndar ekki.  Það eru til gervivísindi sem eru ekki unninn samkvæmt viðurkenndum aðferðum, draga ályktanir sem eru í engu samræmi við gögnin sem liggja fyrir, framkvæma jafnvel engar rannsóknir til að fá gögn til að vinna úr heldur skálda bara eitthvað út í loftið.

Ein slík gervivísindi eru vitræn hönnun, sem snúast að mestu um það að líf sé svo flókið að það geti ekki átt sér náttúrulegar orsakir, því hljóti einhver ofurgáfaður hönnuður (lesist guð) búið allt til.  Samkvæmt þeirra kenningum er svarið við öllu 'guð gerði það'.  Hver sá sem er að rannsaka eitthvað getur á hvaða tímapunkti sem er stoppað og gefið sér að niðurstaðan sé 'guð gerði það'.  Jafnvel væri hægt að segja að það þurfi í raun ekki að rannsaka neitt því allir vita að 'guð gerði það'.  Mjög vísindalegt allt saman.  Svo eyða þeir allri sinni orku í ófrægingar herferðir gegn þróunarkenningunni og persónu Darwins en hafa ekki lagt fram eina einustu rannsókn sem styður þeirra 'kenningu'.

Og þessi er nú verið að reyna að lauma inn í almennings skóla í BNA sem alvöru vísindum og undir yfirskyninu 'teach both sides'.  Í raun er bara verið að reyna að opna fyrir yfirnáttúru í vísindum.

Sem betur fer eru ekki allir sem sætta sig við það.  Einn slíkur er Jeremy Mohn, líffræði kennari.. og trúaður (sem sagt ekki 'guðleysis darwinisti'), sem heldur út vefsíðunni Stand up for REAL science og hefur sett nokkuð góð myndbönd inn á Youtube undir nafninu standup4REALscience

Í fyrsta vídeoinu fer hann yfir það hvernig DNA rannsóknir staðfesta með óvefengjanlegum hætti skyldleika manna og apa, sem er eitt gott dæmi sem staðfestir þróunarlíffræði og þróunarkenninguna.

Menn hafa 46 litninga (par af 23 litingum) en okkar nánustu ættingjar, mannapar (great apes), hafa 48 litninga (par af 24 litningum).  Venjulega mætti halda að það staðfesti óskyldleika manna og apa, nema það væri hægt að finna einn litning í mönnum sem væri samsettur úr tveim litningum úr öpum.  Í videoinu er farið vel í hvernig þetta virkar, hvernig þetta var staðfest, og hvernig þetta er í samræmi við þróunarkenninguna.

Ítarefni um videoið: The Importance of Theories


11 'opnar' greinar úr Science varðandi Arda (Ardipithecus ramidus)

(Upplagt tækifæri fyrir Mófa, og aðra sköpunarsinna, til að nálgast alvöru heimildir.. ekki bara frá áróðursíðum Answers in Genesis og Discovery Institute.  Kynna sér báðar hliðar muniði.)

Í tölublaði Science sem kom út 2. október síðastliðinn voru ellefugreinar tileinkaðar rannsóknum á Arda, 4.4 miljón ára gömlum steingervingum af mannapa og hugsanlega sameiginlegum forföður nútímamanna og simpansa.

Vanalega þarf að borga fyrir áskrift eða einstaka greinar hjá Science en þeir hafa gert allar ellefu greinarnar aðgengilegar fyrir hvern sem er á netinu.

Sjá: Science - Ardipithecus ramidus

Hvernig er hægt að tryggja að maður endi ekki í helvíti?

Jú, auðvitað með því að ganga í alla mögulega trúarhópa.. einhver hlýtur að hafa rétt fyrir sér. 


Uppruni lífsins: Skyldu mæting og skyldu hlustun fyrir Mófa og aðra sköpunarsinna

(Þar sem Mófi bannar mér að skrifa athugasemdir hjá sér beini ég þessu bara til hans hér.)

Sköpunarsinninn hann Mófi er mikill andstæðingur 'guðleysis darwinisma', án þess að sýna þess mikil merki að hann viti hvað hann er að tala um.  Eitt af því sem hann tjáir sig oft um er uppruni lífs (sem hafði þannig séð ekkert með kenningar Darwins að gera) þar sem hann tekur alla sína vitneskju af áróðursíðum sköpunarsinna, eins og td. AiG sem endar alla sína 'rökfærslur' á að biblían sé eina rétta heimildin og því hljóti allt annað að vera rangt ef það stangast á við biblíuna.

Á morgun er fyrirlestur um uppruna lífs, Hvernig varð lífið til?, í Háskóla Íslands þar sem farið verður yfir ýmsar mismunandi kenningar líffræðinar um uppruna lífs, raunverulegu vandamálin sem þessar kenningar standa frammi fyrir og hvað það er í alvöru sem vísindamenn, sem rannsaka þetta viðfangs efni, eru ósammála um.

Tengt efni af Stjörnufræðivefnum:

Vísindaþátturinn 29. september 2009 - 44. þáttur -
Uppruni lífsins

Hvernig varð lífið á jörðinni til? Guðmundur Eggertsson, prófessor í líffræði, reyndi að svara þessari spurningu auk annarra sem tengjast lífi í alheimi.

Ítarefni

Kemst því miður ekki sjálfur en held að það yrði mjög fróðlegt fyrir Mófa og aðra sköpunarsinna að hlýða á þetta.  Kynna sér hina hliðina.. frá hinni hliðinni (en ekki AiG eða DI).


Ég á mér nýja hetju

Straisand áhrifinn eru yndisleg.

Fyrir nokkrum dögum vissi ég ekki hver Youtube notandi philhellenes var.  En svo gerði hann myndband um afhverju vísindamenn væru ekki hræddir við helvíti sem fór fyrir brjóstið á einhverjum bókstafstrúar-vitleysingnum, sem lagði inn tilhæfulausa kæru til Youtube um að myndbandið innihéldi haturs áróður (e. heat speach).

Nokkru seinna var fjöldi notenda búnir að setja myndbandið inn aftur og vekja athygli á málinu.

Nú vita 'allir' hver philhellenes er og örugglega miklu fleirri búnir að sjá myndbandið en ef það hefði ekki verið vakin áhugi á því með þessum hætti.  Sem er væntanlega algerleg andstætt við það sem einhver hafði í huga þegar þeir reyndu að fá myndbandið fjarlægt.

A Little YouTube Justice

Upprunalega myndbandið sem reynt var að fá bannað: Why Don't Scientists Fear Hell?

Og svo tvo góð (að mínu áliti) vídeó frá honum:

To All Religious Teenagers

Atheism: The Stars Are On Our Side

Hef ekki horft á allt sem þessi hefur sett inn á Youtube en það sem ég hef nennt að horfa á er allt vel framsett, skemmtilega útpælt og áhugavert.


Fordómar gagnvart "slæðukellingum" í strætó

Dagurinn byrjaði ágætlega; vaknaði tímanlega, ekkert stress eða vesen að koma krökkunum í skólann og ég var mættur út á stoppistöð alveg nokkrum mínútum áður en vagninn minn kemur, heppilegt að það var logn og bara fínasta veður (svoldið kalt reyndar) fyrst ég þurfti að bíða.

Og þar sem ég sit í makindum og góni út um gluggann, ryðjast ekki inn tvær konur (augljóslega útlendingar, voru alltof mikið dúðaðar miðað við árstíma) á næstu stoppistöð, huldar í einhverskonar kufla frá toppi til táar, með slæður á hausnum þannig að aðeins andlitið var sýnilegt.  Ég þykist nú vera ágætlega umburðarlyndur maður en get ekki neitað því að allskonar neikvæðar hugmyndir helltust yfir mig. 

  • Hvað ef það væri falinn hryðjuverkamaður undir kuflinum?
  • Hvað ef þær væru með sprengjubelti eða bara dúkahníf?
  • Ætluðu þær að gera árás á samgöngu kerfi Reykjavíkur og lama þar með strætókerfið?  (Hugsa sér að þessar tíu hræður í vagninum þyrftu að finna sér annan fararmáta á morgun til að komast í vinnu eða skóla, hræðilegt)
  • Ætli konur fái að ganga um í bikiní í þeirra heimalandi?

Óöryggistilfinningin magnaðist bara þegar þær settust svo beint fyrir aftan mig, gott ef það var ekki einhver fýla af þeim.  Getur þetta lið ekki bara verið heima hjá sér?

Hélt að það væru búið að leggja niður öll klaustur á íslandi, en sé þessar tvær nunnur stundum í strætó.

ps. Tilraun til kaldhæðni, ef einhver skyldi ekki fatta.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband