Færsluflokkur: Trúmál
Til varnar ALVÖRU vísindum, nr. 3
15.10.2009 | 14:37
Til varnar ALVÖRU vísindum, nr. 1 og Til varnar ALVÖRU vísindum, nr. 2
Um 8% af genamengi manna eru leifar af svokölluðum ERV vírusum, vírusar geta 'stungið' sínu erfðaefni inn í erfðaefni hýsils. Ef genamengi manna og simpansa er borið saman kemur í ljós að finna má erfðaefni úr ERV vírusum á nákvæmlega sama stað, sama á við fleiri tegundir mannapa. Samkvæmt þróunarkenningunni og hugmyndinni um sameiginlegan forföður er það vel útskýranlegt með sameiginlegum uppruna. Sameiginlegur forfaðir 'áskotnaðist' gen vírussins sem dreifðust svo til allra afkomna tegunda.
Að halda því fram að óskyldar tegundir, fleiri en tvær, hefðu allar 'áskotnast' gen sama ERV vírussins á nákvæmlega sama stað sitt genamengi er stjarnfræðilega ólíklegt.
Í meðfylgjandi vídeói er farið yfir það hvernig menn uppgötvuðu þetta, hvernig þróunarkenningin útskýrir þetta og hvernig það allt styður að menn og mannapar eigi sameiginlegan forföður.
Trúmál | Breytt 30.10.2009 kl. 15:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Til varnar ALVÖRU vísindum, nr. 2
14.10.2009 | 15:03
Framhald af: Til varnar ALVÖRU vísindum, nr. 1.
C-vítamín, eða skortur á því, er ekki alveg það fyrsta sem manni dettur í hug sem staðfesting á sameiginlegum forföður stakra tegunda og þar með enn ein staðfestingin á þróunarkenningunni.
Mannslíkaminn getur ekki framleitt C-vítamín, það sama á td. við simpansa og naggrísi, svo við verðum að bæta það upp með fæðu. Án C-vítamíns þá veikist manneskja (sjá Scurvy) og deyr að lokum. DNA rannsóknir hafa leitt í ljós að orsakir skorts á C-vítamíns framleiðslu er gena 'galli' og að það sé nákvæmlega sami gena 'galli' í mönnum og simpönsum (og öðrum öpum með þennan galla), sem bendir sterklega til þess að gallinn sé erfður frá sameiginlegum forföður. Rannsóknir hafa einnig sýnt fram á að það er annar gena galli sem veldur því að naggrísir geta ekki framleitt C-vítamín, sem styður einnig við þróunarkenninguna því það er mun lengra í sameiginlegan forfaðir manna og naggrísa. Ítarlegri umfjöllun um þetta í vídeóinu og myndrænni framsetning, um hvernig alvöru vísindi virka.
Ítarefni með vídeói: Prediction 2.3: Molecular vestigial characters
Trúmál | Breytt 30.10.2009 kl. 15:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Til varnar ALVÖRU vísindum, nr. 1
14.10.2009 | 11:37
Þetta kann að hljóma eins og No-true Scotsman rökvilla svo er reyndar ekki. Það eru til gervivísindi sem eru ekki unninn samkvæmt viðurkenndum aðferðum, draga ályktanir sem eru í engu samræmi við gögnin sem liggja fyrir, framkvæma jafnvel engar rannsóknir til að fá gögn til að vinna úr heldur skálda bara eitthvað út í loftið.
Ein slík gervivísindi eru vitræn hönnun, sem snúast að mestu um það að líf sé svo flókið að það geti ekki átt sér náttúrulegar orsakir, því hljóti einhver ofurgáfaður hönnuður (lesist guð) búið allt til. Samkvæmt þeirra kenningum er svarið við öllu 'guð gerði það'. Hver sá sem er að rannsaka eitthvað getur á hvaða tímapunkti sem er stoppað og gefið sér að niðurstaðan sé 'guð gerði það'. Jafnvel væri hægt að segja að það þurfi í raun ekki að rannsaka neitt því allir vita að 'guð gerði það'. Mjög vísindalegt allt saman. Svo eyða þeir allri sinni orku í ófrægingar herferðir gegn þróunarkenningunni og persónu Darwins en hafa ekki lagt fram eina einustu rannsókn sem styður þeirra 'kenningu'.
Og þessi er nú verið að reyna að lauma inn í almennings skóla í BNA sem alvöru vísindum og undir yfirskyninu 'teach both sides'. Í raun er bara verið að reyna að opna fyrir yfirnáttúru í vísindum.
Sem betur fer eru ekki allir sem sætta sig við það. Einn slíkur er Jeremy Mohn, líffræði kennari.. og trúaður (sem sagt ekki 'guðleysis darwinisti'), sem heldur út vefsíðunni Stand up for REAL science og hefur sett nokkuð góð myndbönd inn á Youtube undir nafninu standup4REALscience.
Í fyrsta vídeoinu fer hann yfir það hvernig DNA rannsóknir staðfesta með óvefengjanlegum hætti skyldleika manna og apa, sem er eitt gott dæmi sem staðfestir þróunarlíffræði og þróunarkenninguna.
Menn hafa 46 litninga (par af 23 litingum) en okkar nánustu ættingjar, mannapar (great apes), hafa 48 litninga (par af 24 litningum). Venjulega mætti halda að það staðfesti óskyldleika manna og apa, nema það væri hægt að finna einn litning í mönnum sem væri samsettur úr tveim litningum úr öpum. Í videoinu er farið vel í hvernig þetta virkar, hvernig þetta var staðfest, og hvernig þetta er í samræmi við þróunarkenninguna.
Ítarefni um videoið: The Importance of Theories
Trúmál | Breytt s.d. kl. 14:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
11 'opnar' greinar úr Science varðandi Arda (Ardipithecus ramidus)
10.10.2009 | 21:32
(Upplagt tækifæri fyrir Mófa, og aðra sköpunarsinna, til að nálgast alvöru heimildir.. ekki bara frá áróðursíðum Answers in Genesis og Discovery Institute. Kynna sér báðar hliðar muniði.)
Í tölublaði Science sem kom út 2. október síðastliðinn voru ellefugreinar tileinkaðar rannsóknum á Arda, 4.4 miljón ára gömlum steingervingum af mannapa og hugsanlega sameiginlegum forföður nútímamanna og simpansa.
Vanalega þarf að borga fyrir áskrift eða einstaka greinar hjá Science en þeir hafa gert allar ellefu greinarnar aðgengilegar fyrir hvern sem er á netinu.
Sjá: Science - Ardipithecus ramidusTrúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Trú í hnotskurn
6.10.2009 | 13:57
Vísindamenn í Bretlandi og Bandaríkunum komust að þeirri niðurstöðu fyrir rúmum tuttugu árum að klæðið sé frá tímabilinu 1260-1390 en ekki allir hafa tekið þá niðurstöðu trúanlega.
Ef ég trúi einhverju X en svo kemur hópur manna og sýnir fram á að trú mín á X sé byggð á röngum forsendum, uppfæri ég trú mína í samræmi við nýju forsendurnar eða held ég áfram mínu striki og trúi nú einnig því að allir aðrir en ég hafi rangt fyrir sér?
Seinni valmöguleikinn er væntanlega í skilgreiningunni á að vera bókstafstrúarmaður.
Auðvitað getur hópur manna haft rangt fyrir sér, en ég man ekki til þess að það hafi komið fram einhver ný gögn varðandi aldurinn á þessum 'klæðum'. Eina sem rannsakendur hafa ekki getað útskýrt en þá er hvernig myndin á efninu er tilkomin.. vonandi fáum við útskýringu á því bráðlega.
Eftirlíking líkklæðis Krists sannar að það sé falsað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Hvernig er hægt að tryggja að maður endi ekki í helvíti?
2.10.2009 | 15:04
Jú, auðvitað með því að ganga í alla mögulega trúarhópa.. einhver hlýtur að hafa rétt fyrir sér.
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
(Þar sem Mófi bannar mér að skrifa athugasemdir hjá sér beini ég þessu bara til hans hér.)
Sköpunarsinninn hann Mófi er mikill andstæðingur 'guðleysis darwinisma', án þess að sýna þess mikil merki að hann viti hvað hann er að tala um. Eitt af því sem hann tjáir sig oft um er uppruni lífs (sem hafði þannig séð ekkert með kenningar Darwins að gera) þar sem hann tekur alla sína vitneskju af áróðursíðum sköpunarsinna, eins og td. AiG sem endar alla sína 'rökfærslur' á að biblían sé eina rétta heimildin og því hljóti allt annað að vera rangt ef það stangast á við biblíuna.
Á morgun er fyrirlestur um uppruna lífs, Hvernig varð lífið til?, í Háskóla Íslands þar sem farið verður yfir ýmsar mismunandi kenningar líffræðinar um uppruna lífs, raunverulegu vandamálin sem þessar kenningar standa frammi fyrir og hvað það er í alvöru sem vísindamenn, sem rannsaka þetta viðfangs efni, eru ósammála um.
Tengt efni af Stjörnufræðivefnum:
Vísindaþátturinn 29. september 2009 - 44. þáttur -
Uppruni lífsinsHvernig varð lífið á jörðinni til? Guðmundur Eggertsson, prófessor í líffræði, reyndi að svara þessari spurningu auk annarra sem tengjast lífi í alheimi.
- Lengd: 55 mínútur og 4 sekúndur
- Hlusta (mp3): Þáttur 44 - 29.09.2009
Ítarefni
Kemst því miður ekki sjálfur en held að það yrði mjög fróðlegt fyrir Mófa og aðra sköpunarsinna að hlýða á þetta. Kynna sér hina hliðina.. frá hinni hliðinni (en ekki AiG eða DI).
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég á mér nýja hetju
1.10.2009 | 15:40
Straisand áhrifinn eru yndisleg.
Fyrir nokkrum dögum vissi ég ekki hver Youtube notandi philhellenes var. En svo gerði hann myndband um afhverju vísindamenn væru ekki hræddir við helvíti sem fór fyrir brjóstið á einhverjum bókstafstrúar-vitleysingnum, sem lagði inn tilhæfulausa kæru til Youtube um að myndbandið innihéldi haturs áróður (e. heat speach).
Nokkru seinna var fjöldi notenda búnir að setja myndbandið inn aftur og vekja athygli á málinu.
Nú vita 'allir' hver philhellenes er og örugglega miklu fleirri búnir að sjá myndbandið en ef það hefði ekki verið vakin áhugi á því með þessum hætti. Sem er væntanlega algerleg andstætt við það sem einhver hafði í huga þegar þeir reyndu að fá myndbandið fjarlægt.
A Little YouTube Justice
Upprunalega myndbandið sem reynt var að fá bannað: Why Don't Scientists Fear Hell?
Og svo tvo góð (að mínu áliti) vídeó frá honum:
To All Religious Teenagers
Atheism: The Stars Are On Our Side
Hef ekki horft á allt sem þessi hefur sett inn á Youtube en það sem ég hef nennt að horfa á er allt vel framsett, skemmtilega útpælt og áhugavert.
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Fordómar gagnvart "slæðukellingum" í strætó
1.10.2009 | 10:33
Dagurinn byrjaði ágætlega; vaknaði tímanlega, ekkert stress eða vesen að koma krökkunum í skólann og ég var mættur út á stoppistöð alveg nokkrum mínútum áður en vagninn minn kemur, heppilegt að það var logn og bara fínasta veður (svoldið kalt reyndar) fyrst ég þurfti að bíða.
Og þar sem ég sit í makindum og góni út um gluggann, ryðjast ekki inn tvær konur (augljóslega útlendingar, voru alltof mikið dúðaðar miðað við árstíma) á næstu stoppistöð, huldar í einhverskonar kufla frá toppi til táar, með slæður á hausnum þannig að aðeins andlitið var sýnilegt. Ég þykist nú vera ágætlega umburðarlyndur maður en get ekki neitað því að allskonar neikvæðar hugmyndir helltust yfir mig.
- Hvað ef það væri falinn hryðjuverkamaður undir kuflinum?
- Hvað ef þær væru með sprengjubelti eða bara dúkahníf?
- Ætluðu þær að gera árás á samgöngu kerfi Reykjavíkur og lama þar með strætókerfið? (Hugsa sér að þessar tíu hræður í vagninum þyrftu að finna sér annan fararmáta á morgun til að komast í vinnu eða skóla, hræðilegt)
- Ætli konur fái að ganga um í bikiní í þeirra heimalandi?
Óöryggistilfinningin magnaðist bara þegar þær settust svo beint fyrir aftan mig, gott ef það var ekki einhver fýla af þeim. Getur þetta lið ekki bara verið heima hjá sér?
Hélt að það væru búið að leggja niður öll klaustur á íslandi, en sé þessar tvær nunnur stundum í strætó.
ps. Tilraun til kaldhæðni, ef einhver skyldi ekki fatta.
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Gleðilegt guðlast!
30.9.2009 | 14:52
Í dag er alþjóðlegur guðlast dagur. Mitt framlag er:
Ég trúi ekki á guð.
Viðeigandi, þar sem ég skráði mig (með aðstoð) úr þjóðkirkjunni í gær. Skýlaust brot á 1. boðorðinu, flokkast sem guðlast, og samkvæmt boðum biblíunnar ættu nú allir kristnir að sameinast og grýta mig til bana:
Þriðja Mósebók: 13Og Drottinn talaði við Móse og sagði: 14"Leið þú lastmælandann út fyrir herbúðirnar, og allir þeir, er heyrt hafa, skulu leggja hendur sínar á höfuð honum, og því næst skal allur söfnuðurinn grýta hann. 15Og þú skalt tala við Ísraelsmenn og segja: ,Hver sá, er formælir Guði sínum, bakar sér synd. 16Og sá er lastmælir nafni Drottins, skal líflátinn verða. Allur söfnuðurinn skal vægðarlaust grýta hann. Hvort heldur er útlendur maður eða innborinn, lastmæli hann nafninu, skal hann líflátinn.
Reyndar er það að trúa ekki á guð eina syndin sem er ekki fyrirgefin.
30. september 2005 er dagurinn sem, nú frægu, Múhameðs teikningar birtust sem móðguðu víst alla múslima (amk. þessa bókstafstrúuðu) um allan heim. Hópur fólks sem berst fyrir málfrelsi, trúfrelsi og mannréttingum hefur því stofnað herferð sem miðar að því að gera daginn, 30. sept, að alþjóðlegum guðlast degi.
Guðlast er sem betur fer ekki bannað á íslandi en það er bannað td. bannað að gera hæða trúarbrögð:
125. mgr. almennra hegningarlaga 19/1940: Hver, sem opinberlega dregur dár að eða smánar trúarkenningar eða guðsdýrkun löglegs trúarbragðafélags, sem er hér á landi, skal sæta sektum eða [fangelsi allt að 3 mánuðum]. Mál skal ekki höfða, nema að fyrirlagi saksóknara.
Spaugstofumenn voru td. kærðir fyrir guðlast, minnir mig amk. (opinber rannsókn fór fram, samkvæmt wiki), fyrir að gera grín að síðustu kvöldmáltíðinni 1997 eftir kvörtun þáverandi biskups.
Því miður er það ekki allastaðar svoleiðis td. eru lög sem banna guðlast við lýði í Írlandi. Það er því brýnt fyrir alla vesturlanda búa sem hneyksluðust á viðbrögðum múslima vegna skopteikninganna að líta sér nær, það er ekki bara í löndum múslima sem bókstafstrú hefur troðið sér inn í löggjöfina.
Þakka DoctorE fyrir að minna mig á þetta, annars hefði ég líklega alveg gleymt að guðlast í dag.
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)